— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 1/11/06
Fimm litlar...

... vísur um ekki neitt.

Hér er vísa veit hún margt
vill hún á skjön benda
kannske ţekkir hvítt og svart
kann vel list ađ enda.

Vísa önnur veit hér fátt
vísar best á stillu
fer hún nú í austurátt
en endar ţó í villu.

Ţriđja vísan ţorir ei
ţrautir fram ađ pína
er sem lođiđ undiđ grey
endan vill ei sýna

Fjórđa hérna hýmir svöl
hlćr ađ litlum fugli
er sem leir og úfin möl
og endar ţví í rugli.

Fimmta rausar reiđ og leiđ
rímiđ kaus hiđ innra
og ţví fraus hún auđ og snauđ
endalaus......

   (51 af 201)  
1/11/06 06:01

Offari

Ég verđ var viđ nokkra fordóma hjá ţér gagnvart vísum í ţessu kvćđi.. Mér finnst ţú ćttir bara ađ viđurkenna ađ vísurnar eiga jafn mikinn rétt á sér og annađ ritmál.

1/11/06 06:01

Lopi

Lifi frjáls tjáskipti! Bönnum fordóma!

1/11/06 06:01

krossgata

Áfram innihaldsríkar vísur um ekki neitt!

1/11/06 06:01

Dexxa

Flott!

1/11/06 06:01

Andţór

Gaman ađ ţessu.

1/11/06 06:01

Útvarpsstjóri

Gott ađ fá svona auđmeltar vísur sem enga sćra.

1/11/06 06:02

blóđugt

Vođa sćtt. Skál!

1/11/06 07:02

Jóakim Ađalönd

Afskaplega vel gert. Góđur end...

1/11/06 09:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gott, gott. Ţetta má lesa endalaust . . .

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 26/2/19 13:32
  • Innlegg: 6954
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...