— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 1/11/05
Nokkrir hćttir II

Nú verđur fjallađ lítillega um hinn uppáhaldsháttinn minn, Vikhenduna...

Vikhendan
Vikhendan er einstaklega skemmtilegur háttur og vissulega skyldur Braghendunni sem fjallađ var um síđast... ţrjár línur og sú efsta nokkuđ lengri en hinar...

Vikhendan er ţó ađ einhverju leiti knappari háttur en braghendan, ţví hún er styttri, en um leiđ er hún mun frjálsara form, einungis ţarf ađ ríma á tveimur stöđum sem er alltaf kostur... (fyrir bragspekinga ţá feitletra ég stađsetningu skyldustuđuls í fyrstu línu og skáletra ţar sem hinn stuđullinn á ađ vera, en ţar má velja um tvo stađi, seinni tvćr línurnar stuđla svo eins og ferskeytlufyrripartur)

Sćrinn garmagrár er yfirlitum,
rennur saman himinn, haf,
hvítt er ljós frá vitum.

Oftast virđist ég enda í einhverjum náttúrustemmum ţegar ég yrki Vikhendu og oft er sem einhver speki brjótist fram, eins og í eftirfarandi dćmi:

Brćlunni nú bölvar karl frá sandi.
Fagra nýja fleyiđ ţađ
fiskar ei í landi.

Ađ lokum vil ég enda hér á frábćrri Vikhendu sem Heiđglyrnir samdi, birt hér međ góđfúslegu leyfi höfundar, en hér rćđur glettnin ríkjum og orđaleikurinn til fyrirmyndar:

Tinda-bikkjur tilvaliđ ađ kalla
Ţá sem ganga víđan völl
og villast upp til fjalla

   (73 af 201)  
1/11/05 01:01

Offari

Ţađ var skemmtilegur sálmur eftir Kveldúlf sem vakti áhuga minn á vikhendunni, Vonandi ratar hann aftur hingađ inn ţví ţrátt fyrir ţunglyndiđ var hann skemmtilegt skáld.

1/11/05 01:01

Jóakim Ađalönd

Frábćrt!

1/11/05 01:01

Skabbi skrumari

Já, međ smá föndri ţá fann ég félagsrit eftir Kveldúlf (gegnum Google, leitarorđ: kveldúlfur vikhendur)... smella ţarf á afrit, ţví hann virđist hafa strokađ út öll sín félagsrit... ein Vikhendan var svona og vonandi er Kveldúlfi sama:

Tregahljóđin heyrast snemma nćtur
einn í myrkri yrki ljóđ
engill núna grćtur

1/11/05 01:01

Offari

Ţetta er snillingur ég hef grun um ađ hann komi aftur ţegar skammdegiđ sćkir aftur ađ honum ţó ég ţekki ekki kauđa ţá held ég ađ enginn hafi fćlt hann á brott héđan.

1/11/05 01:01

Billi bilađi

Vikhendan er vissulega snúin.
Ef stuđlarnir ei standa rétt
hún stropuđ er og fúin.

1/11/05 01:01

blóđugt

Vikhenda er ćđi.

1/11/05 01:01

Kveldúlfur

Vikhendan er viđbjóđslega kramin,
eins og lítil Eyrarrós,
illa barin, lamin.

1/11/05 01:02

Bölverkur

Skabbi finnst mér skemmtilegur drengur.
Hann er leđurhommaskríl
heppilegur fengur.

En, flott hjá ţér. Vikhenda sem einnig heitir stuđlavilla, er ćđisleg.

1/11/05 01:02

Jóakim Ađalönd

Ég lifđi á Makkdónalds í ţrjú ár og mér hefur sjaldan liđiđ betur en einmitt ţá.

1/11/05 01:02

Skabbi skrumari

hehe... í alvöru...

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...