— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 1/11/05
Nokkrir hćttir I

Ég veit ađ allmargir hérna hafa gaman af ţví ađ kveđast á og vil ég hvetja menn áfram í ţví ađ prófa nýja bragarhćtti međ ţessu félagsriti... hér eru eingöngu hugleiđingar mínar og ţarf ekkert ađ endurspegla einhvern heilagan sannleika... (nánari upplýsingar má finna á rimur.is og heimskringla.net)

Braghendan

Braghendan er hljómfögur og í ákveđnu uppáhaldi hjá mér, sá hana fyrst í kvćđum Bólu-Hjálmars. Ţađ er hćgt ađ segja sögu međ dramantískum lýsingum međ henni. Sniđugt er ađ koma međ einhverja fullyrđingu í fyrstu línu og kannske nánari útskýringu í seinni tveimur línunum.

Hún hentar ţó betur fyrir kvćđabálka en stökugerđ, en ţó má alveg mynda góđa stemningu međ henni. fyrir bragfrćđispekinga ţá skáletra ég ţar sem Nauđsyn er ađ setja stuđla:

Hrćđir gjarnan hjartans sálir, hriplekt fariđ,
ljótt og beyglađ líkamskariđ,
lemstrađ mjög og illa bariđ.

Ég hef notađ hana í félagsritum, eins og ţegar ég hćtti á dramatískan hátt fyrir nokkrum árum:

Víst er svo ađ vini mína verđ ađ kveđja
lýkur núna laga smiđja
lokin er mín vísnahriđja

Ég hćtti ţó ekki alveg, en eitthvađ fjađrafok varđ, enda mjög dramatískt kvćđi...

Ég lýk ţessu ferđalagi um Braghenduna međ einni sem ég gerđi fyrir stuttu:

Dritiđ hvítt frá fögrum fugl má fyrirgefa,
en svara mun međ hráum hnefa,
ef hrćgammur vill á mig slefa.

   (74 af 201)  
1/11/05 07:01

blóđugt

Braghendan er ćđi og einnig í miklu uppáhaldi hjá mér.

1/11/05 07:01

Offari

Ţetta fer ađ verđa hćttulegt.

1/11/05 07:01

Hakuchi

Beittur.

1/11/05 07:01

Heiđglyrnir

Sammála Skabba og blóđugt, Braghendan er afar skemmtilegur háttur og frćnka hennar Vikhendan einnig. Létt og glettin.

1/11/05 07:01

Skabbi skrumari

Jamm, ég fjalla um vikhenduna síđar... má ég nota dćmi frá ţér Heiđglyrnir?

1/11/05 07:02

Jóakim Ađalönd

Mjög skemmtilegt hjá ţér Skabbi. Er ekki Braghenda oft ort í leitum?

1/11/05 01:00

Heiđglyrnir

Auđvitađ Skabbi minn....Öll mín orđabandalög eru ţér til reiđu, hvort heldur til ađ sjá hvađ má betur fara og svo er kannski ein og ein sem er svona ţolanleg....Ennnnnnn trúđu mér, ég er alltaf ađ vinna í ađ verđa betri.

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 26/2/19 13:32
  • Innlegg: 6954
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...