— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 5/12/05
Hugmyndir

Hugmyndir til að draga úr deyfðinni.

Hugmynd 1:

Loka Gestapó í nokkra daga og tilkynna hvenær sirka það mun opna aftur.

- það yrði til þess að lífga upp á Gestapó í stuttan tíma þegar Gestapó myndi opna aftur, en það myndi síðan líklega lenda í sama farið aftur.

Hugmynd 2:

Henda teningaleikjunum (og teningunum fyrir fullt og allt), sem og leikjum sem heita síðasti stafurinn... eitthvað.

- Rót vandans er hugmyndaleysi og þegar hugmyndaríkt fólk kemur hér inn og festist í einhverjum teningjaleikjum og síðasti stafurinn sá fyrsti í staðinn fyrir að koma með einhver gáfuleg innlegg þá er ljóst að hugmyndir hætta að flæða um Gestapó.

Hugmynd 3:

Stokka upp svæðin.

- á sumum svæðum gerist einfaldlega ekki neitt, henda sumum svæðunum, sameina sum og losa um læsta þræði. Breytingar eru alltaf til batnaðar.

Hugmynd 4:

Loka á Hvað er nýtt.

- þá neyðist fólk til að leita að því sem hefur verið skrifað, en fer ekki systematískt í gegnum hvað er nýtt og finnur ekkert sem það nennir að svara.

Hugmynd 5:

Gera byltingu.

- Valdabarátta í Baggalútíu er alltaf hressandi og þá neyðast valdajörfar að koma til baka til að verja sín völd.

----
Þetta eru nú bara hugmyndir.

   (87 af 201)  
5/12/05 01:01

Glúmur

Byltingu segirðu...

5/12/05 01:01

albin

Lifi byltingin

5/12/05 01:01

Myrkur

VIVA LA REVOLUCION

5/12/05 01:01

Galdrameistarinn

Hugmynd númer fimm er náttúrulega bara tær snilld og virkar alltaf.
[Blæs rykið af vopnasafninu og fær hnerrakast og liggur óvígur á eftir.]

5/12/05 01:01

Heiðglyrnir

Þetta er nú bara eins og að skammast út í naglaklippurnar, þegar táneglurnar eru orðnar of stórar.
.
Baggalútur verður aldrei neitt meiri, minni, skemmtilegri, frumlegri eða sérstakari, en við sem erum hérna og það sem við leggjum til.
.
Þannig að mannlegi þátturinn er það sem ræður útkomunni en ekki hvernig eða hvort hér eru teningaleikir eða síðasti stafurinn eða ekki.
.
Er ekki bara málið að við tökum okkur nú öll á og reynum að vera svolítið duglegri við að skrifa, skemmta okkur og öðrum.
.
Baggalútur/Gestapó leggur ekki til nein skemmtiatriði, jú nema að sjálfsögðu á forsíðunni sem er náttúrulega endalaust skemmtileg. Hér verðum við bara að skemmta okkur og öðrum sjálf. Þetta vitum við að sjálfsögðu öll.
.
Deyfð á þessum árstíma er heldur ekkert nýtt, en virðist þó koma stöðugt á óvart.
.
Skabbi minn hvað er langt síðan þú stofnaðir nýjan þráð... hmmm eða Riddarinn hmmm. Þetta stendur allt og fellur með okkur. Þ.e. bíðum ekki eftir að aðrir skemmti okkur, skemmtum okkur og öðrum sjálf.
.
Jú og endilega eina byltingu takk.

5/12/05 01:01

B. Ewing

Lýst vel á byltinguna. Deyfðin er líklegast tímabundin svo áhyggjur mínar af henni eru litlar. Námsmenn eru svitadropa á nefinu innan í bókarkápum. Lærðir eru að hugsa sér hvenær sól verður og hvenær ekki þessa næstu mánuði. Undanfarið hafa skollið á hátíðar með tilheyrandi raski og fjölskylduhittingum (sem taka auðvitað dýrmætan tíma frá Gestapó)

Svo mun ritstjórn örugglega gefa öllum sumarfrí hérna hvort eð er þannig að fólk mun kom aftur að hausti með tilheyrandi látum og veseni.

5/12/05 01:01

Skabbi skrumari

Helvítis naglaklippurnar...

Ég sá að þú stofnaðir þráð áðan, til hamingju...

Ég er ofarlega á lista í stofnuðum þráðum á þessu ári, eins og flest ár (ef við tökum öll egóin mín, þó hef ég trú á að Isak og hans egó eigi metið)... þó hef ég verið latur eins og flestir aðrir...

Það er ekki sama að stofna þráð og að stofna þráð... flestir eru farþegar hérna og hanga á einhverjum leiðindarleikjum (að mínu mati), það er bara erfitt að sjá að það sé eitthvað af viti hérna, þegar maður skoðar Hvað er nýtt, því að "blessaðir" tengingaleikirnir skyggja á allt hið skemmtilega...

En ég er ekki barnanna bestur og hangi mestan partinn í einhverjum leiðindar kveðskapsþráðum... ekki að það sé skárra... hehe...

5/12/05 01:01

Jarmi

Góður Heiðglyrnir!

Skabbi kvartar í einu orðinu yfir að "Hvað er nýtt" sé ömurlegt því þar séu menn hálf-heilalausir og í því næsta yfir því að "Hvað er nýtt" sé uppfullt af leikjum svo hann getur ekki notað það. (?)

Riddarinn sagði nákvæmlega það sem ég sagt hefði viljað: svæðið er smíðað úr fólkinu sem sækir það. Ef efniviðurinn er svona slappur á yfirborðinu þá er bara að rífa sig upp af rassgatinu og byrja að pússa! (Hvernig í fjandanum endaði ég á þessari líkingu???)

Þeir sem vilja framfarir verða að ráðast að rótinni og ýta þar undir. Skapa nýja þræði á öllum svæðum og reyna að rífa fólk með sér í þá átt sem óskað er að farið sé.

Jæja, nú er ég búinn að tala í hringi sjö sinnum og til baka. Best að rúlla þessu upp.

Lifi harmonían Gestapó!!!

5/12/05 01:01

Sverfill Bergmann

Já, burt með teningadraslið.

5/12/05 01:01

Skabbi skrumari

Ég nota Hvað er nýtt eins og allir sem nota Gestapó... er það ekki?

5/12/05 01:01

Sverfill Bergmann

Oseisei jú...

5/12/05 01:01

Skabbi skrumari

Þess ber að geta að þetta eru eingöngu hugmyndir, vantaði eitthvað til að hrista upp í lágdeyðunni, sem gegnsýrir Gestapó þessa dagana...

5/12/05 01:01

albin

Ég verð að viðurkenna að heilalausu leikirnir, eins og þeir sem ég stunda helst (af því að það er svo auðvelt) eru að mínu mati helst til þess fallnir að safna innleggjum. Það sést glöggt á hratt sumir klífa upp heimavarnar listann. Ekki það að ég sé beinlínis á móti þeim, allt er best í hófi.
Alveg er ég sammála Riddaranum, Gestapó er við og við erum Gestapó. Það gerist ekkert af sjálfu sér, þetta er allt undir okkur komið.

Spurningin er bara hvernig ætlum við að vinna úr þessu? Á meðan ástandið helst óbreytt hljótum við að vera sátt við það eða hvað, ef ekki er þá ekki mál til komið að gera eitthvað í málinu? Gera byltingu, stofna nýja þráð (með von um að einhver annar detti út í staðinn), eða vera skemtilega í þeim þráðum sem fyrir eru. (ekki það að mér finnist þið óskemtileg (nema hugsanlega í teningaleikjunum)).
"Líf" okkar hér er undir okkur sjálfum komið.

5/12/05 01:01

Galdrameistarinn

Ég fer aldrei í leiki. Stunda bara drykkjubúllurnar á Gestapó eins og í raunheimum enda ekki nokkur tilgangur í þessu leikjarusli og kveðskaparkjaftæði.

Út með það

5/12/05 01:01

Húmbaba

Það væri sárt að missa niður kveðskaparþræðina. Þeir eru ekki eingöngu ætlaðir til skemmtunar. Fyrir utan að vera gott verkfæri til að halda kveðskaparheilafrumunni við kemur þar oftar en ekki fínasti kveðskapur.
Kannski væri ráð að stokka upp í þeim eins og Skabbi minnist á, en að loka þessum öndvegisþráðum er hreint glapræði.

5/12/05 01:01

Ugla

Ég get ekki opnað munninn á mér lengur án þess að vera kölluð þurrkunta eða tepokatútta.
Þá er nú mesti glansinn farinn af þessu öllu fyrir mína parta!

5/12/05 01:01

Sæmi Fróði

Ég vil hér með halda uppi vörnum fyrir teningaleikina og síðasti stafur sá fyrsti (eitt tvö og svo framvegis).

Þetta eru andans leikir sem stundaðir hafa verið í gegnum aldirnar, teningar koma alltaf á óvart, öfugt við margt annað sem mennirnir gera og síðasti stafurinn, hvað er fegurra en löng runa af orðum sem öll eru tengd innbirðis.

Áfram teningar og síðasti stafur.
Sæmi.

5/12/05 01:01

Skabbi skrumari

Sem betur fer finna allir eitthvað við sitt hæfi, ég biðst velvirðingar á að hafa komið með þessar hugmyndir, en þær voru settar fram með góðum vilja.

5/12/05 01:01

Skabbi skrumari

...eða tilgangi... hehe... ég er bara kolruglaður í dag...

5/12/05 01:01

Vladimir Fuckov

Vjer höfum fremur litlar áhyggjur af ástandinu, þessi árstími býður beinlínis upp á deyfð hjer (próf í skólum, vorið að koma o.fl.). Svo bendum vjer sjerstaklega á orð Heiðglyrnis er oss finnast mjög góð.

Orð Skabba, losa um læsta þræði vöktu oss hinsvegar til umhugsunar um gamla þræði, læsta jafnt sem ólæsta. Nýir þræðir lenda alltaf efst til að ýta undir stofnun nýrra þráða og ræður 'stofndagur' þráðar röðinni en eigi dagsetning nýjasta innleggs í þræðinum. Þetta hefur að líkindum fleiri kosti en ókosti. Ókosturinn er þó sá að jafnvel mjög góðir þræðir deyja yfirleitt að mestu við að færast yfir á síðu 2. Hugsanlega ætti friðargæslan því að vera miklu duglegri við að líma þræði (þá lenda þeir efst á fremstu síðu) en hafa jafnframt talsverða hreyfingu á hvaða þræðir eru límdir. Með þessu má blanda saman þeirri leið að nýir þræðir lendi efst og þeirri leið að vinsælir (en e.t.v. gamlir) þræðir lendi efst. Að loka þráðum til að allir virkir þræðir verði á fremstu síðu hefur þann ókost að þá er eigi unnt að endurlífga læsta þræði nema biðja sjerstaklega um að þeir verði opnaðir. Erum vjer að íhuga að gera tilraun með þetta í Almenna spjallinu.

Vjer minnum svo á að það styttist í sumarlokun þannig að eigi er gáfulegt að loka Gestapó núna en það hefði kannski mátt gera það í 1-2 vikur í janúar eða febrúar. Svo má líka eigi loka Gestapó núna því það hlýtur að þurfa að fara að hefja líflegar umræður um árshátíð [Ljómar upp og fer að reyna að koma tímavjelinni í lag til að geta athugað hvernig árshátíðin muni heppnast].

Við lista Skabba bætum vjer að gaman getur verið fyrir Bagglýtinga að prófa eitthvað er þeir hafa aldrei prófað áður. Líklega höfðu t.d. einhverjir fastagestanna á Kveðist á aldrei prófað slíkt fyrr en þeir gerðust fastagestir á Gestapó. Þá má einnig hefja frumlegar vísindarannsóknir í Vísindaakademíu Baggalúts o.m.fl. Mögueikarnir takmarkast eingöngu af hugmyndaflugi gestanna hjer.

PS Óþarfi er fyrir upphafsmann umræðnanna að biðjast velvirðingar, því fleiri hugmyndir því betra.

5/12/05 01:01

albin

Orð eru til alls fyrst. Fyrir hverja góða hugmynd þurfa að koma fjölmargar lakar.
Það er ekki eins og að það þurfi að hrinda öllum hugmundum í framkvæmd.

5/12/05 01:01

Galdrameistarinn

Skabbi, Við erum öll meira og minna rugluð, það er bara misjafnt hvað ber mikið á því.

5/12/05 01:01

Húmbaba

Fuckov hefur lög að mæa. Ég styð allt sem hann hefur þegar sagt þann 25. apríl 2006.

5/12/05 01:01

Herbjörn Hafralóns

Verði teningahöllinni lokað er ég farinn. [Fyllist örvæntingu]

5/12/05 01:01

Offari

Viltu útrýma okkur teningafíklunum.? <Urrar>

5/12/05 01:01

Skabbi skrumari

Þetta voru bara hugmyndir...

5/12/05 01:01

Hakuchi

Svei mér þá, það verður að fara með hann Herbjörn í afvötnun. Hann er orðinn forfallinn fíkill greyið.

Þetta er gagnleg umræða og á Skabbi þakkir skyldar fyrir að hafa reifað á málinu. Það er líklega rétt að þetta er hefðbundinn ládeyðutími hér á lútnum út af prófum og því líku og það er líka rétt að lúturinn er það sem við gerum hann. Sjálfur játa ég að mér er farið að leiðast að sjá einu virku þræðina vera sjúklinga að kasta teningum en ég hef líka sekur um leti og ómennsku eins og flestir held ég.

Tek undir allt sem Vladimír skrifar og hafna algerlega einhverju tali um að fjarlægja eða banna kveðskap. Þó brundkveðskapurinn á þessu svæði hafi orðið þreyttur í mínum augum einhvern tíma árið 2004, verður því ekki neitað að kveðskapurinn er líklega það merkilegasta á þessu svæði. Hvergi annars staðar er meira samansafn af stuðluðum kveðskap á íslensku og ber að halda í slíka sérstöðu fyrir alla muni.

5/12/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Svo ég vitni í gamla klisju: Spyr eigi hvað Lúturinn getur gert fyrir yður, heldur hvað þér getið gert fyrir Lútinn.

5/12/05 02:01

Skabbi skrumari

Þetta var mitt innlegg til að gera lútinn betri... féll í grýttan jarðveg eins og flestar góðar hugmyndir...

5/12/05 02:02

Vímus

Ég var sammála öllu sem þú sagðir en eftir að hafa séð öll þessi rök frá hópnum held ég að sé best að bæta aðeins á sig fyrir nóttina og fá sér annan öllara. Skál!

4/12/06 06:00

Billi bilaði

[Byltir sér...]

9/12/07 08:01

Wayne Gretzky

obug

Skabbi skrumari:
  • Fæðing hér: 11/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eðli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikið drykkjudýr drekkur Ákavíti Með friðargæslu gerir hann grikk þá ljótukalla hákarla að kæsa kann og kasta upp á hjalla
Fræðasvið:
Er smáfróður um allt, en stórfróður um fátt. Þykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítið um allt...
Æviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stað brjóstamjólkur, auk þess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Þótti frekar lítill og óárennilegur í æsku og á harðindatímum seinustu aldar lá við að Skabbi myndi ekki hafa það af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn að laumast í hákarlalýsistunnuna út við verkfæraskúrinn og hafði Vargur Vésteins skilið eftir opna Ákavítisflösku ofan við tunnuna og hafði hún lekið í heilu lagi niðrí tunnuna... Fyrir vikið smakkaði hann Lýsisblandað Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk þess sem það fór að renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níðvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir það... Hefur löngum þótt ódæll og erfiður viðureignar en fékk þó sökum klækja og mútubragða Friðargæslustól hér á Gestapó og notar hann öll tækifæri til að misnota þá aðstöðu. Hann Skabbi er einnig þekktur fyrir að misnota kvæði sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvæðaníðing hinn versta... auk þess sem það er fáheyrt að annað eins skrípi geti ort kvæði sem getur ekki komið frá sér óbrenglaðri setningu... Húmor takmarkaður, en húmorast þó. Æviágripið er í sífelldri endurnýjun...