— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 9/12/04
Hagyrđingur

Bara smá hugleiđingar um ljóđskáld og hagyrđinga.

Ljóđskáld: h. sá sem yrkir ljóđ.

Ljóđ: h. 1 kvćđi, bragur, stuđlađ mál eđa međ háttbundna hrynjandi. 2 ljóđrćnn texti, ţótt í lausu máli sé. 3 vísuorđ.

Hagyrđingur: k. hagmćltur mađur.

Hagmćltur: l. hagorđur, sem getur ort rétt kveđna vísu; sem er létt um ađ yrkja.

Svona í gegnum tíđina hefur mér reynst auđveldara og auđveldara međ ađ yrkja rétt kveđna vísu, en einnig hef ég ort kvćđi, bragi, stuđlađ mál eđa međ háttbundna hrynjandi, hvort textinn er ljóđrćnn eđa ekki er líklega matsatriđi.

Ţar sem ég á í miklum erfiđleikum međ ađ detta í hug efni til ađ yrkja um ţá hallast ég frekar ađ ţví ađ ég sé hagmćltur hagyrđingur, heldur en ljóđskáld, ţví ađ ljóđskáld eru ađ mínu mati ţau skáld sem ná til fólksins, skapa tilfinningar og hugljómun, eitthvađ sem fólk lifir sig inn í, sorgir eđa vćntingar, kvöl eđa gleđi.

Ţegar ég sest niđur og bý til vísu eđa ljóđ, ţá er ţađ yfirleitt ţannig ađ ég sest niđur fyrir framan tölvuna og fer ađ hugsa um eitthvađ sem vćri sniđugt ađ semja um, alltof sjaldan kemur ţađ fyrir ađ ég byrja ađ yrkja af ţví ađ ég ţarf ađ koma á framfćri einhverjum bođskap eđa tilfinningu. Ţess kyns kveđskapur er ađ mínu mati mun erfiđara viđ ađ eiga.

Ég held semsagt ađ ég sé Hagyrđingur frekar en Ljóđskáld, en ađ mínu mati er Ljóđskáldatitillinn mun virđingarmeiri en hinn, ţó gaman sé ađ vera Hagyrđingur. Ég held ţó ađ ef mađur er hagmćltur, ţá ćtti mađur ađ geta samiđ ljóđ, ţađ ţarf ţó bara ađ koma ósjálfrátt og á međan mun ég sćtta mig viđ ađ vera Hagyrđingur...

Ţakka ţeim sem hlýddu... Skál
Skabbi skrumari

   (106 af 201)  
9/12/04 13:01

Prins Arutha

Hagyrđingur eđa ljóđskáld, ţađ er flest allt gott sem kemur frá ţér Skabbi minn. Skál

9/12/04 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ţú ert auđmjúkur skáldjöfur

9/12/04 13:01

Línan

Mér finnst ţú jafnflottastur, hvernig sem skilgreiningin er.

9/12/04 13:01

Sundlaugur Vatne

Til eru ţeir sem kalla sig skáld og geta ţó ekki hnođađ saman texta á skiljanlegu máli. Skáld eru menn (karlar og konur) á viđ Sigurđ Breiđfjörđ, Hjálmar Jónsson frá Bólu, Skáld-Rósu, Ţórarinn Eldjárn og marga fleiri sem kunnu og kunna enn ađ leika sér međ tungumáliđ sem hljóđfćri vćri og fanga hughrifin í meitlađ mál. Svo munu ljóđ ţeirra standa sem bygging sem vandađ er til, hvar hvert orđ stendur á sínum stađ rétt eins og hver steinn sem byggingameistarinn hefur lagađ ađ meistaraverki sínu.
Ţú ert skáld kćri Skabbi, og ég leyfi mér ađ segja: Skáldbróđir.

9/12/04 13:01

Limbri

Ég vildi ađ ég vćri skáld.

[Horfir dreyminn upp í himininn]

-

9/12/04 13:01

Nornin

Hvađ varđar efnisinnihald skáldskapar hefur mér gefist best ađ yrkja um tilfinningar mínar, en ţađ er náttúrulega ekki stíll allra ađ bera ţćr á torg.
Hvađ sem hreyfir viđ manni er líka gott yrkisefni, hvort ţađ er rigning, bílar, vinnan eđa ţjóđmálin, sitt sýnist hverjum í ţeim efnum.
Ţú yrkir alltaf vel og hefur frábćrt vald á stílnum.

9/12/04 13:01

hlewagastiR

Já heđursnafniđ skáld hefur veriđ ofnotađ, einkum eftir ađ leirhnođarar 20 aldar stálu ţví á ruglingslegan prósa sinn.

Ég spái ţví ađ í Skólaljóđum 23. aldar verđi allir kapparni úr gömlu skólaljóđunum okkar sem svo lengi voru kennd. En ţau enda um miđja 20. öld, á Steini Steinari ef ég man rétt.

Í Skólaljóđum 23. aldar verđur enginn Gyrđir Elíasson, enginn Hanees Pétursson, enginn Einar Már, enginn Sigurđur Pálsson, Enginn Dagur Sigurđsson, engin Ingibjörg Haraldsdóttir.

Sorrí ţessir menn verđa gleymdir.

Fulltrúar vorra tíma verđa Ţórarinn Eldjárn og Megas. Ađrir eru ekki ljóđskáld á ofanverđri 20. öld.

9/12/04 13:02

Barbapabbi

Já ţađ er nú margt til í ţessu. Hugtökin ljóđ og skáld eru orđin ákaflega útţynnt og óljós í almennri umrćđu... segi enn og aftur viđ prósaflónin:...
.
viljirđu stuđla út stroka
stauli
Inni ţig ćtti ađ loka
auli
...seisei segi nú bara svona

9/12/04 13:02

Skabbi skrumari

hehe... jamm Barbi... en ađ pćlingum um ljóđskáldin, ţá er ţáttur um Jóhann Sigurjónsson í kvöld í sjónvarpinu (RÚV) en ţar var á ferđ ađ mínu mati eitt snjallasta ljóđskáld sem Ísland hefur aliđ (ţó Danmörk hafi nú hjálpađ til ef ég ţekki söguna rétt)...

9/12/04 13:02

Skabbi skrumari

P.S. ţegar ég segist vera hagmćltur, ţá er ég í raun ađ ljúga, ţví ég get lítiđ sem ekkert kveđiđ ef ég er ekki viđ tölvu eđa međ blađ og blýant.. ég er hagskrifinn vćri réttara...

9/12/04 13:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Allir reyna ađ setja spor eftir sig á sinn hvern hátt
flestir láta sér duga ađ geta börn og halda leggi sínum lifandi.Sumir reyna genum vopnaglamur
skapa sér frćgđ og komast í annálar sögunnar, ađrir nota pennan eđa pensilinn eđa jafnvel hljóđfćriđ sitt. Prósi eđa rímur. sverđ eđa teijubyssa. Mál okkar er ađ öđlast frćgđ og
láta afkomur okkar reysa styttur okkur til heiđurs
og dúfnana ađ skíta á.

9/12/04 13:02

Skabbi skrumari

Einn sit ég yfir drykkju...
Jóhann Sigurjónsson... ţvílíkur drykkjumađur, ţvílíkt skáld, ţvílíkur Sveimhugi... Skál...

9/12/04 13:02

Heiđglyrnir

Skabbi minn og hinir, formiđ sem unniđ er í gerir ekki nokkurn mann ađ skáldi, heldur hvernig hann vinnur međ formiđ. Ţörf hans til ađ koma, pínulitlum ţanka og allt upp í stór bómenntaverki, frá sér.
.
Allt snýst ţetta um neista/hugmynd sem síđan vindur uppá sig og verđur ađ e-u, hvort sem henni er valin farvegur í hćku, prósa, sögu eđa stuđluđum braghćtti. Valiđ stendur hjá skaparanum alltaf um ţá umgjörđ sem hćfir hugmyndinni best.
.
Bragćfingarnar og rímnaţrautirnar sem eru í gangi hjá okkur alla daga, má líkja viđ fingraćfingar hljóđfćraleikara, smátt og smátt verđur formiđ okkur eđlilegra og ţjálara. Ţó ađ ekki sé endilega mikil sköpun á stórkostlegum listaverkum í gangi daglega. Heldur meira svona orđaleikir og orđa uppröđun.
.
Síđan kemur neistin/hugmyndin, ţá búum viđ ađ ţeim fjársjóđi sem ćfingin skapar og getum tileinkađ okkur međ liprum hćtti, ţađ form og ţá umgjörđ sem hćfir hugmyndum okkar.
.
En alveg eins og engin verđur góđur hljóđfćraleikari ţó ađ hann geri endalausar fingra og nótućfingar. Ţá verđur engin skáld af ţví ađ hann kann stuđlađa bragfrćđi.
.
ímyndunarafl/Hugmynd/neisti/tilfinning/einlćgni/ţörf eru t.d. fín undirstađa ţeirra ţátta, sem ađ mínu viti einkenna góđ skáld, ekki skemmir skopskyn, lítilćti, sjálfsgagnrýni og ađ láta sér ekkert í tilverunni vera óviđkomandi.
.
Nú komum viđ aftur ađ forminu t.d. hefur GísliEiríkur og Helgi mjög sérstakann og allt ađ ţví barnalega einlćgan stíl, alveg óhefđbundinn, sem hann fyllir töfrum og tilfinningum. Stundum finnst manni ađ hann sé bara ađ gera grín, međ sinni skrýtnu Íslensku og orđfćri. En Ţađ breytir engu töfrarnir eru ţarna samt.
.
Hér erum viđ ađ komast eins nálćgt kjarna málsins, og mín takmarkađa heilastarfsemi og reynsla, (sem stiđbusalegur nýliđi á slóđum skálda) hefur getu til.
.
Skabbi minn Skrumari ţú er skáld AF ŢVÍ! ađ ţú sérđ út úr bílnum. Ţú sérđ allt í kringum hann og ţú hefur hćfileikan til ađ fara jafnvel út úr honum og horfa á sjálfan ţig keyra. Ţá hefur ţú líka nćmni fyrir smáatriđum og stemmingu. Ekki skemmir slatti af lífsreynslu og frábćrt ímyndunarafl.
.
T.d er mér í fersku minni sagan ţín um vitundina, sem áttađi sig smátt og smátt (og viđ međ henni), ađ allt var eins og ţađ átti ađ vera hjá sjófugli. Ekki man ég söguna orđrétt, ekki einu sinni nafniđ á sögunni. En stemmingin og áhrifin (lyktin af sjónum) eru ógleymanleg.
.
Svona vćri lengi hćgt ađ telja upp ţá gullmola sem ţú hefur fćrt okkur á silfurfati. En ţetta er ađ verđa um ţađ bil félagsrit og best ađ loka ţessu. Ţú ert góđ fyrirmynd Skabbi minn Skál..!..

9/12/04 13:02

hundinginn

Skáld eru ţeir sem geta skáldađ alls kyns bull og ţvađur, eđa fagurbókmenntir. Hagyrđingur er hins vegar sá sem er hagur á orđ og hćfur til ađ koma ţeim frá sjer á skemmtilega hag-mćltan hátt. Huhumm

9/12/04 13:02

Skabbi skrumari

Takk fyrir ţetta Heiđglyrnir, ţú ert ađ tala um félagsritiđ Lífiđ, sem má sjá hér til hliđar... mér finnst sem ađ góđ skáldverk eigi ađ grípa lesandann, hann á ađ lifa sig inn í verkiđ til ađ verkiđ kallist skáldverk...

9/12/04 14:00

Tina St.Sebastian

Nú er ćtt mín full af bćđi ljóđskáldum og hagyrđingum, og virđist ţađ skiptast (međ undatekningum ţó) ţannig ađ karlarnir eru hagyrtir, en konurnar ljóđmćltar. Vil ég ţó meina (og er öllum velkomiđ ađ mótmćla) ađ ég sé 'sitt lítiđ af hvoru' (Áherzlan á "lítiđ")

9/12/04 14:00

voff

Hafiđ ţiđ lent í ţví ađ vísur stundum bara detta fullskapađar á 30 sekúndum eđa minna en stundum rembist mađur og rembist og gengur ekki neitt og endar á einhverju klastri.

Alveg stórundarlegt. Verđugt rannsóknarefni bókmenntafrćđinga framtíđarinnar.

9/12/04 14:00

dordingull

Heiđglyrnir hittir naglann svo vel á skallann ađ ţađ er ekki hćgt ađ segja neitt af viti án ţess ađ endurtaka hann.
En ţessar vangaveltur Skabba eru ađ mörguleiti merkilegar, og finnst mér ţćr benda sterklega til ţess ađ fljótlega muni birtast tilfiningaţrungiđ úrfalsljóđ frá ţeim hagskrifta skrumara.

9/12/04 14:01

hlewagastiR

Heiđglyrnir mćlir margt rétt og ég get tekiđ undir flest. Eigi ađ síđur gerir prósasmíđ engan mann ađ ljóđskáldi, sama hve vel er unniđ međ formiđ. Ekki fremur en slátrari ávinnur sér doktorsnafnbót í heimspeki af ţeim störfum einum, sama hve vel hann úrbeinar.

9/12/04 14:01

Sundlaugur Vatne

Góđ orđ í tíma töluđ, Hlégestur. Ég ćtla ađ setja upp húfuna mína til ţess eins ađ ég geti tekiđ ofan fyrir ţér.

9/12/04 14:02

Nafni

Slátrarinn gćti hins vegar alveg veriđ merkari heimsspekingur en sá sem nafnbót doktors hefur áunniđ sér međ ţrotlausri úrbeiningu.

9/12/04 14:02

Heiđglyrnir

Tek ofan fyrir Nafna og ţessum orđum hans, vel er hugsanlegt ađ kćmi á óvart, hvađ margir slátrarar eru menntađir heimspekingar eđa ţannig innréttađir af náttúrunar hendi. Sjálfur hefur Riddarinn gaman af ađ lesa góđan prósa eđa ađrar gerđiđ af stuđla og rímlausum ljóđum. Ber samt innilega og heilbrigđa virđingu fyrir ţeim, sem ţađ ekki gera. Gagnkvćm virđing, tillitsemi og skortur á fordómum er af hinu góđa.

3/12/05 04:01

Ertingur

Dagur Sigurđarson var gott skáld, enn betri drykkjumađur...

[Dagur var óskarađur foringi]

4/12/06 06:00

Billi bilađi

Ég er nú bara orđapúslari. [Dćsir mćđulega og lítur út um gluggann]

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...