— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Gagnrýni - 1/12/03
Ísland í dag á Stöđ 2

Gagnrýni á Ísland í dag, fyrir frammistöđuna í viđtali viđ Hannes Hólmstein Gissurarson

Ég varđ fyrir miklum vonbrigđum međ spyrlana í Íslandi í dag á Stöđ 2 nú fyrr í kvöld. Fyrir spurnum sat Hannes Hólmsteinn Gissurarson vegna ásakana um ritstuld og hrođvirknisleg vinnubrögđ. Nú hefđi mađur haldiđ ađ tveir spyrlar ćttu ađ geta haldiđ einum manni í skefjum og spurt ţeirra spurninga sem ţeir vildu svör viđ. Ekki tókst ţeim vel upp og fyrir vikiđ fékk Hannes ađ staglast á sömu frösunum aftur og aftur og snúa út úr. Greinilegt var ţó ađ ţau voru vel undirbúin efnislega, ţađ er bara greinilegt ađ ţau hafa ekki undirbúiđ sig nógu vel gagnvart Hannesi sjálfum. Hannes var aftur á móti vel undirbúinn og sást ţađ vel. Allir sem hafa fylgst eitthvađ međ honum vita ţađ ađ hann er snillingur ađ snúa út úr spurningum og oftast nćr tekst honum ađ snúa hlutunum sér í hag. Ţađ gerđi hann í kvöld. Hann tókst ţó ekki ađ sannfćra mig, ţví greinilegt var ađ hann var ekki ađ svara ţví sem spurt var um. Aftur og aftur komu spyrlarnir fram međ setninguna "...en Hannes..." og oftar en ekki hélt Hannes áfram međ sinn kjaftavađal. Greinilegt var ađ spyrlarnir voru orđnir óţolinmóđir en tókst ţó ekki ađ kveđa hann í kútinn. Síđan var honum sýnd gagnrýni á bókina sem birt var á Stöđ 2 fyrir jól sem var greinilega röng, ţví Hannes tókst í öllum tilvikunum ađ vísa ţađ á bug sem stađreyndavillum. Ađ ţessu leiti voru spyrlarnir illa undirbúnir. Ţeir hefđu átt ađ velja atriđi sem ţau vissu ađ voru rétt, en greinilegt var ađ ţau höfđu vanhugsađ ţađ. Ţegar ţátturinn var búinn og textinn var ađ renna yfir skjáinn, ţá sá mađur lymskufullt bros Hannesar og annann ţáttarstjórnandann bađa út öngum, greinilega ósátt viđ sjálfa sig fyrir ađ leyfa Hannesi ađ vađa yfir sig. Ţau mega vera ósátt viđ sjálfa sig fyrir ađ leyfa ţessu ađ gerast og Hannes má vera ánćgđur međ sjálfan sig fyrir ađ rota ţau svona gríđarlega (ţó hann hafi ekki beinleinis tekist ađ verja sig). Ísland í dag fćr tvćr stjörnur og eru ţćr báđar fyrir kjark, en engin stjarna er fyrir dug.

   (184 af 201)  
Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...