— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 3/11/02
Sálmakríli

Lítill sálmur um Ákavíti

Ákavíti allstaðar
alltaf flaska kær
flas er ei til fagnaðar
farð'ei burtu mær

   (186 af 201)  
5/12/05 16:01

Skabbi skrumari

Hér hefur nú verið formlega stofnað Kveðist á fyrir Laumupúka... Mær var síðasta orðið og því byrja ég næstu vísu á Mær:

Mæra vil ég mat og kúka,
mikið enn.
Líttu við til laumupúka.
ljóðum menn!

1/12/06 23:01

krossgata

Menn og konur laumast létt,
lipurt stíga þræði.
Afar gaman alveg rétt,
yrkja laumukvæði.

1/12/06 23:01

Skabbi skrumari

Kvæðalaum í leyni fælt
úr ljúfum svefn upp hrukku,
brátt þó verður vinasælt,
vekja mun hér lukku.

1/12/06 23:01

krossgata

Ég á örugglega ekki eftir að geta haldið þessu í mörgum vísum á dag. [Brosir] En kannski öðru hvoru, jafnvel eina á dag... vonandi finna fleiri þráðinn fljótt.

Lukkan þráðinn lýsir bjart,
ljósið áfram gengur.
Stikl á vísum stoppar vart,
stöldrum ekki lengur.

2/12/06 00:01

Skabbi skrumari

Ótrúlegt að enginn hafi séð þetta fyrr... ég hugsa að það verði ekkert mikið fleiri hér næstu vikur... kíki kannske þegar ég man...

Lengur rennur laumaþráður,
líta bráðum fleiri inn
hann um nokkrar hitnar gráður,
heit brátt verður rassakinn.

2/12/06 00:02

krossgata

Kinnar roðna konu á,
komist upp leyndarmál.
Guðar sig og blakar brá,
blíðmælgi reynist hál.

2/12/06 01:01

Billi bilaði

Hál oft reynist hugsun mín,
helst ei lengi í kolli.
Hér þó kem ég heim til þín,
hér ég kannski tolli.

2/12/06 01:01

krossgata

Tollir ekkert toppnum á,
tíma man ég tvenna.
Eðli hluta allra sjá,
upp og niður renna.

2/12/06 01:01

Billi bilaði

Renna má ei rassinn á
rímið skal hér vera gott.
Laumuþráðinn lengja má.
Lausavísan hér er flott.

2/12/06 02:00

krossgata

Flottan laumu- fínan -þráð,
fann hérna um daginn.
Lifnar nú meir' líf er skráð,
lengir púkabraginn.

2/12/06 02:01

Billi bilaði

Púkabrag ég pára hér
á passlegt laumusvæði.
Erkipúkar erum vér,
inni á fínum þræði.

2/12/06 03:01

krossgata

Ég byrjaði á svari á ákveðnum stað í nótt, sem ég sendi svo áðan, en það virkaði ekki. Virtist hafa aftengst og þurfti að logga inn. [Svekkt og súr]

Þræðir vefjast þvers og kruss,
þétta vegi blútsins.
Sveipaðir leynd svart sem pluss,
sveigðar bylgjur klútsins.

2/12/06 03:01

Billi bilaði

Það tókst hjá mér.
Tengingin hélst inni í langan tíma aldrei þessu vant.
[Ljómar upp]

Klúturinn er klár og hress,
kann á mótorhjólið.
Frakkur Snigill flúði stress
og fór í erlent skjólið.

2/12/06 03:01

Regína

Skjólið ykkar skoða loks,
skarplega er laumast.
Þráðurinn er fyrsta flokks,
föndur telst hann naumast.

2/12/06 04:00

Billi bilaði

Naumast er það nokkur furða
nafnið þitt að sjá hér inni.
Er á þræði engin snurða,
öll við drekkum Skabba minni.

2/12/06 04:00

krossgata

[Ljómar upp] Velkomin Regína.

Minni Gínu mæli nú,
mikil er sú kona.
Vissi þessi virktar frú,
vildi laumast svona.

2/12/06 04:01

Mikki mús

Svona þið nú læðist létt
um litla kríli sálma.
Laumist hér og labbið nétt
líkt og með dulda hjálma.

2/12/06 04:01

Billi bilaði

Hjálma eigum hlaðna töfrum,
huliðsvegum notum á.
Með Þrumuguðsins góðu höfrum
greið er leið um mýrarflá.

2/12/06 04:02

Nornin

Hér er átt við BNA.
Og það var mikið að ég fann þetta. Datt nú alveg í hug að þetta væri hjá einum af okkar skáldum.

Fláræði og fólskubrögð
fæstum duga.
Illindin öll skipulögð
engan buga.

2/12/06 04:02

B. Ewing

Bugast ei í baráttu
bestu strákar okkar.
Óstöðvandi áráttu
íshandbolti rokkar.

2/12/06 04:02

Billi bilaði

Rokkar mótið rímna nú,
reynast kappar slyngir.
Ekki græt ég ef að þú
inn nú vísu stingir.

2/12/06 05:00

krossgata

Stinga upp þar stærri garð,
stafla vísna hlaða.
Fjöldinn þræði eykur arð,
alla gerir glaða.

2/12/06 05:01

Billi bilaði

Glaða hérna gesti finn
sem geta vísur kveðið.
Eitthvað nú ég áfram spinn
ekki get ég beðið.

2/12/06 05:01

krossgata

Bíða má hann Billi hér,
berist vísa næsta.
Þolinmæðin þrautin er,
þreyja tímann smæsta.

2/12/06 05:01

Billi bilaði

Smæsta vísan verður
verulega stutt.
Garður var hér gerður
sem gátum við burt rutt.

2/12/06 06:01

krossgata

Daglegt brauð, gjössovel.

Ryðjast niður bragarbrot,
brauð nú dagsins elda.
Hugur minn í þankaþrot,
þylur vísu gelda.

2/12/06 06:01

Billi bilaði

Geldingar of gjarnan fá
góðu störfin.
Töluvert þau taka á
tíðahvörfin.

2/12/06 06:01

Skabbi skrumari

Það hefur aldeilis lifnað yfir þessum laumupúkakvæðaþráði... [Ljómar upp]

Geldur er í hugsun heila,
hreyfist varla rím né orð,
kannske er það vísnaveila
vekur mig þó laumuborð.

2/12/06 06:02

Mikki mús

Laumuborðið bjargar þér
braginn aftur finnur
Á meðan laumast Lútar hér
ljósbláir og kvinnur

2/12/06 06:02

Billi bilaði

(Æ, þið hoppuðuð yfir "tíðahvörfin".)

Kvinna engin er hann Búbbi
enda þótt hann gulur sé.
Má þó vera með í klúbbi:
“Megalaumupúkavé”.

2/12/06 07:01

Regína

Hvarfið nefna má fyrir' mjer
"erkilaumupúkavje".
Undrast þó að enn ei hjer
erkilaumupúkann sje.

2/12/06 07:01

krossgata

Veit ekki hví Skabbi vildi ekki tíðahvörfin... [Klórar sér í höfðinu]

Sést ekki spott né spé,
spakt af Fukovs vörum.
Getinn kannski gerði hlé,
á glettnum laumusvörum.

2/12/06 07:01

Mikki mús

Mér sýnist sem svo að Billi og Skabbi hafi sent sínar vísur inn á svo til sama tíma. Billi þó mínútu á undan. Það þykir mér líkleg skýring á hversvegna Skabbi tók ekki "tíðahvörfin" þá er líka við mig að sakast að hafa tekið "laumuborð" í stað "tíðahvörfin" Þar var ég of fljótur á mér. en gott og vel.

Laumusvörin svífa hátt
um sálmakrílið
Athvarf þetta breytist brátt
í besta skýlið

2/12/06 07:01

Regína

Æ, það er innsláttarvilla í síðustu vísunni minni. "Erkilaumupúkavje" á að sjálfsögðu að vera "megalaumupúkavje". Ég held að það sé ómögulegt að laga þetta. Ef ég smelli á bláu stjörnuna hverfur allt saman og þá ruglast þráðurinn.

Skýlið gott er skáldaþjóð,
skelli hér inn vísu.
Til að fyrirgefning góð
gefist draumaskvísu.

2/12/06 01:01

krossgata

Draumaskvísa dundar við,
drög að ljóðaminni.
Kímin Fukov kom' á skrið,
kapp að þráðinn finni.

2/12/06 01:01

Billi bilaði

(Já, þetta var víst á sama tíma. En þetta er allt flott núna, og flott samtenging á tveim upphafsorðum Regína. [Ljómar upp])

Finni herra Fuckov ekki
fremsta laumupúkaþráðinn.
Þá bíður staða hans nú hnekki
sem helsti erkilaumusnáðinn.

2/12/06 02:00

krossgata

Snáðinn litli Mikki mús,
mikið kvartar núna.
Þræði týndi þessi lús,
þrautin feikna snúna.

2/12/06 02:01

B. Ewing

Snúið er snara fram
Snögghendu og rímu.
Samt sem áður fer mér fram
færn' í þeirri glímu.

2/12/06 02:02

Offari

Glími nú við laumuljóð
læðist hér um þræði
Hulið fyrir þessa þjóð
þetta litla kvæði.

2/12/06 03:01

krossgata

Kvæðið hulu leyndar létt,
lagt við þráðarenda.
Annað kemur alveg rétt,
ætla muni lenda.

2/12/06 04:00

Billi bilaði

Lenda vil ég lendum hjá
er leggst ég nú í bólið.
Laumast svo með létta þrá
í laumupúkaskjólið.

2/12/06 04:01

krossgata

Laumupúkaskjólið skot,
skýlir nokkrum púkum.
Dreymir Billa dægrin vot,
dagsins vísu ljúkum.

2/12/06 04:02

Billi bilaði

Ljúkum ekki laumuþræði
lokun fyrr en skellur á.
Látum streyma ljóðaflæði.
Léttist Skabba geðið þá.

2/12/06 05:01

krossgata

Þá mun Skabba glaða geð,
geysilega hækka.
Vefjist bandið mikla með,
megi þráður stækka.

2/12/06 08:01

krossgata

Pfff. Ég ætla ekkert að bíða marga daga eftir lífi.

Stækkar lítið vísnaver,
vefjist tunga um tönn.
Ljóðum gleymir lútsins her,
lengist varla spönn.

2/12/06 09:01

Billi bilaði

(Smá tilraun til framrímaðra, hringhentra sléttubanda.)

Spanna hendur mitti mjótt,
mannsins lendar vakna.
Hanna og Gvendur ærslast ótt,
annara kennda ei sakna.

2/12/06 09:01

krossgata

Skemmtileg tilraun. Hér mun svo fyrsta dverghendan mín.

Söknuður og sæla ekki
samlynd hjón.
Hætta er að hlaup' í kekki,
hroðasjón.

2/12/06 09:01

Billi bilaði

Sjón er ekk’að sjá þetta,
sjaldan Skabbi lítur inn.
Ermar má nú upp bretta,
áfram ljóð ég hérna spinn.

2/12/06 10:01

Offari

Spinnið áfram ykkar ljóð
yrkið styrkið þráðinn
Þið nú nærið sætan sjóð
senn mun stækka snáðinn

2/12/06 10:01

krossgata

Snáðinn verður voða stór,
vonandi að manni.
Etur mikið orðaklór,
yrktu næstu granni.

2/12/06 11:01

Offari

Grannar þínir góðir hér
geta snáðann fóðrað.
Bý ég hér við hlið'á þér
heimsækja þig langar mér.

2/12/06 11:01

krossgata

Mér finnst gaman mikið hér,
mæti hér á daginn.
Gjarna hérna gleymi mér,
gaula fer svo maginn.

2/12/06 11:02

Billi bilaði

Magann fyllti mikið kjöt,
meðlæti og drykkur.
Þykja mér nú þröng mín föt,
þyrfti að æla, gikkur.

2/12/06 12:01

krossgata

Gikkjum ekki geðjast að,
góðum mat á þorra.
Banda frá sér borði hlað,
bölva svo og korra.

2/12/06 12:01

Billi bilaði

Korrað fáum kannski við
á kátu Þarfablóti.
Þann sautjánda mun safnast lið
hjá sönnum drykkjuþrjóti.

2/12/06 12:02

Regína

Drykkjuþrjótur Þarfi er,
þetta vita allir menn.
Mætum þar með mjaðarker,
megi hittast póar senn.

2/12/06 13:00

Offari

Senn mun ykkur hitta hér
haldið verður partý
Fullir allir verðum vér
veizlunni þá margt í.

2/12/06 13:01

krossgata

Margt í veislu mjöður rann,
matur var á borðum.
Fjörugt syngja fólkið kann,
fagna glatt í orðum.

2/12/06 16:01

krossgata

Orða vil ég vísu hér,
virðast aðrir gleyma.
Skrepp ég hingað skemmti mér,
skapa, læt mig dreyma.

2/12/06 16:01

The Shrike

Dreymir mig í dökkum litum,
dapur er minn hugur nú.
Við okkar löngu æfi stritum,
uns við dauðans göngum brú.

2/12/06 18:00

krossgata

Brúin sterk og stendur enn,
stöðugt umferð landar.
Víst þeir eitt sinn voru menn,
virðast orðnir andar.

2/12/06 18:02

The Shrike

Andar stundum ansi köldu
óvina á milli.
Fram nú göngum fyrir skjöldu,
fögnum okkar stilli.

2/12/06 19:00

krossgata

Stilli mína strengi hljótt,
strítt þeir meg' ei hljóma.
Leikur hérna ljóðið mjótt,
lokið, komin nótt.

2/12/06 19:01

The Shrike

Næturóþol nú er brott.
nægan svefninn fékk ég.
Mætan eftir morgunþvott
í mína vinnu stekk ég.

2/12/06 19:01

krossgata

Ég hef fundið svarið svalt,
sveif það hérna ofar.
Hver það orti kalla kalt,
knöttinn bjúving lofar.

2/12/06 19:01

B. Ewing

(Stuðlað í lághendu... held ég)
Lof og prís fær knattarpot
í litlum pukurþræði.
Aftur skaut ég þrumuskot
í ljóðaskeytafræði

2/12/06 19:02

The Shrike

Fræðin hafa falið sig,
færðist stuðlakraftur.
Bjúving litli, bættu þig.
Byrjaðu nú aftur.

2/12/06 20:01

Texi Everto

Aftur fer ég upp á hest
inn á þráðinn ríð ég.
Hræri svo minn hrossabrest
held svo áfram minn veg.

2/12/06 20:01

krossgata

Vegur Texa vestur í,
víðu sólarlagi.
Hörpu munns þar heyrist í,
hringlar* bauna-magi.

[* Lesist: það gas sem fylgir baunaáti]

2/12/06 21:02

Offari

Maginn á mér mikill er
matarforðabúrið
Belginn þann ég ber á mér
ber hann líkt og úrið.

2/12/06 22:00

krossgata

Úrið telur tímans ferð,
talar enga þvælu.
Áfram hvort sem harma berð,
hamingju og sælu.

2/12/06 23:00

Offari

Sæll er hann að sjá þig hér
svaka glaður maður
Vill hann njótast nú með þér
nautnaseggur graður.

2/12/06 23:01

Billi bilaði

Graður ertu grallari
og glaður stundar daður.
Svaðalegur svallari
og svæsinn kvennamaður.

2/12/06 23:01

krossgata

Kvennamanni kitlar oft,
konu augum líti.
Tralli litli tekst á loft,
tjáir ást í flýti.

2/12/06 23:01

The Shrike

Flýtir, asi, flausturspot
fer í taugar dömu.
Bráðræðisins brókarskot
bræði veldur sömu.

2/12/06 23:02

Offari

Sömu vill þá baða ber
brjóstn henna lofa,
Dömu vill ég hafa hér
hjá mér má hún sofa.

Sofa má hún hjá mér hér
hafa vill ég dömu,
Lofa hennar brjóstin ber
baða vill þá sömu.

3/12/06 01:01

Billi bilaði

Sofa vil ég svanna hjá,
sérstaklega á kvöldin.
Ef feimni dömu þjakar þá,
þá má fella tjöldin.

3/12/06 01:02

krossgata

Tjöldin falla, tjörufat,
tjargaður með fiðri.
Byrjunin á blaðamat,
bölvuðu fárviðri

3/12/06 01:02

Offari

Klámhundur nú kominn hér
kvelur skálda gæðing.
Bósi þessi bráðum fer
brott með sinn ónæðing.

3/12/06 01:02

krossgata

Hvaða vitleysa, Offari, það eru nú ýmsir orðljótari en þú og sumir ósmekklegir.

Næðingur er napur víst,
næstverstur á toppnum.
Alveg vildi allra síst,
ýtt þér vær' af koppnum.

3/12/06 01:02

Offari

Fárviðrið hér fer um mig
fór hér útaf þræði
Gott að hér ei hef sært þig
hér með mínu kvæði.

3/12/06 02:01

krossgata

Kvæðin eru misjöfn mjög,
manna hér á lútnum. [konur eru líka menn]
Semur varla verstu lög,
væni rétt' úr kútnum.

3/12/06 02:01

Billi bilaði

Kútur litli, klæmdust ei,
kvartar við það snótin.
Við rósamálið raknar mey,
og rifnar upp klofbótin.

3/12/06 02:01

Offari

Bótin stóra bætir gat
brúðan vindi heldur
Gella sú er gallað frat
gatleysi því veldur.

(fyrirgefið mér klámið)

3/12/06 03:01

krossgata

Veldur maður vanda stórum?
Virðast erfið sumra ráð.
Hrjáðir í *naglhreinsun fórum,
hætti ég þó ekk' í bráð.

(* líkkistunaglar)

3/12/06 03:01

Billi bilaði

Bráðina ég brytja smátt,
borðana svo glaður.
Í eftirrétt svo eitthvað hrátt
enda til í daður.

3/12/06 03:01

Offari

Daðrið skondið skemmtun góð
skrautlegt hjá mér stundum
Oft hjá mér það er sem ljóð
endar vart með fundum

3/12/06 03:02

krossgata

Fundarsetur ferlega,
fjári eru leiðar.
Bregð mér oftast berlega,
bara út á heiðar.

[Í huganum sko]

3/12/06 03:02

The Shrike

(Þetta kom svona út, læt það flakka.)

Heiðar snyrtir hefur víst
heldur víðan smekkinn.
Er lostinn úr hans lóki brýst
hann leggst með ýmsu á bekkinn.

3/12/06 04:01

Offari

Bekkjar partý oft fór í
ætíð fullur var þar
Hafið ég hef nám á ný
nú samt lítið skólafrí.

3/12/06 04:02

krossgata

Fríið sumars fer í brátt,
flýg að sólarströndu.
Þá skal drabbað dansað kátt,
drykkjar- svolgra -blöndu.

3/12/06 01:00

Offari

Blöndum aðra blöndu nú
bragðbætt sjupp með gini
Skelltu því í skál nú frú
skálum svo við vini.

3/12/06 01:00

krossgata

Vinir lyftum glösum glatt,
guðatára njótum.
Lífi verður lifað hratt,
lífshraðbraut við þjótum.

3/12/06 02:01

Texi Everto

Þýt ég heim og heimanað,
hvet ég jóinn vakra.
Eftir ferð ég fer í bað.
Fer í bað með Akra. (Smjörlíki, jíííhaaa.)

3/12/06 02:01

krossgata

Akra smjörsins líki létt,
ljúft það rennur niður.
Langtum frekar Ljómann. Rétt,
líkar Akra miður.

3/12/06 03:02

The Shrike

Miður finnst nú mörgum að
magnist hér upp klámið.
Ýmsir mættu í með hrað
endurhæfisnámið.

3/12/06 05:02

krossgata

Numið hef ég nóttina,
nærst á myrkri einu.
Sökk í þunga sóttina,
sálar meini hreinu.

3/12/06 06:02

Skabbi skrumari

Sælir eru laumupúkar því þeir munu sannleikann erfa...

Hrein er vitsins vitleysa
vin sé nokkuð skrítinn.
Hábölvuð er hálskveisa
hreinsa vil burt skítinn.

3/12/06 07:01

The Shrike

Skítinn mun ég skafa út með skóflu stórri.
Verð ég ekki við það sljórri.
Verður andinn jafnvel frjórri.

3/12/06 07:01

Vladimir Fuckov

Loksins, loksins ! [Ljómar upp]

Frjórri vjer því fundum nú
fagra þráðinn púka.
Laumupúka leynda bú
ljóðskáld munu brúka.

3/12/06 07:01

The Shrike

Brúkar þráðinn besti púkinn,
brátt þá fjölgar skvísunum.
Koma sér þá kannski’í mjúkinn
með kankvísi í vísunum.

3/12/06 07:01

Vladimir Fuckov

Vísu skvísu vísri af
vísra fýsnir rísa brátt.
Dísa vísa drýsli gaf
dís er rís af Gísla hátt.

3/12/06 07:01

krossgata

Noh. Velkomin herra forseti! [Ljómar upp]

Háttur minn að hlera þráð,
heyrð' af merkri tölu.
Erfitt er að opn' í bráð,
auðnast þó sýn á skráð.

3/12/06 07:02

Carrie

[Finnur kaldan hroll renna milli skinns og hörundar
er hún stingur sér í djúpu laugina]

Skrái loks á leyndan þráð,
lukkaðist hann að finna.
Mun án efa heyrast háð,
hátt vegna kvæða minna.

3/12/06 08:00

albin

Minna falinn fann ég þráð,
fellur vel að geði.
Vappa hérna vil í bráð,
veita ykkur gleði.

3/12/06 08:00

Offari

Gleðilega Góugleði
Gestapóar gleðjast þá
Teiti nú mér Texi téði
tæplega það tefjast má.

3/12/06 08:01

The Shrike

(Carrie, mjög flott. Meira svona.)
(Offari, fara fyrr að sofa [glottir])

Má hér stuðla minna nokkuð.
Mætti fækka höfuðstöfum.
Eru ljóðin illa þokkuð
ef þau falla lítt að kröfum.

3/12/06 08:01

krossgata

Kröfur gerir Skríkir sko,
skerpir kvæða gæði.
Teygir sig og tyggur skro,
tyllir sér í næði.

3/12/06 08:01

The Shrike

Næði er hér núna gott,
nenna fáir skriftum.
Örlítinn ég er með vott
af andans ljóðagiftum.

3/12/06 08:02

Offari

Giftsast vill ég góðri dömu
gefa henni nokkur börn.
Leika vill ég ljúft með sömu
liggja fram að næstu törn.

Er þetta passlega stuðlað?

3/12/06 09:00

The Shrike

(Já, og þú veist það sjálfur. Þú ert það góður í þessu.)

Törn var oft í túrunum,
tæma þurfti netin.
Snúa o’naf snúrunum
og snýta sér í fletin.

3/12/06 09:00

krossgata

Fletið mitt er ferlegt skar,
fúið pestarbæli.
Harla leið að hvílast þar,
(æ) hættu þessu væli.

3/12/06 09:01

The Shrike

Væli ég um vondan heim,
vandamál og klafa.
Æ, mig vantar eitthvert geim,
og etanól í safa.

3/12/06 09:01

Offari

Safaríkar sætar konur
sækjast mjög í bólið mitt
Úr því verður ætíð sonur
alltaf ég í gat hef hitt.

Skabbi skammar mig örugglega ef hann sér þetta.

3/12/06 09:02

The Shrike

Hitt og þetta heyra má
ef hlustað er af gætni.
Ef þú heyrir, ekki þá,
endurtaka rætni.

3/12/06 10:01

krossgata

Rætni sem og rangindi,
rotið skapa mengi.
Veljum sátt og samlyndi,
saman unum lengi.

3/12/06 10:02

Billi bilaði

Lengi hef ég leitað að
lífsgátunnar svari.
Speking margan spyr um það
sem spurði fyrr hann Ari.

3/12/06 12:00

krossgata

Ari settur síðast er,
sá má breyta merki.
Leik ég mér og ljóða hér,
leikari að verki.

(Ég er samt ekki leikari)

3/12/06 12:00

The Shrike

Verki hef ég vonda nú
í verulegum mæli.
Gætuð þér nú, góða frú,
gert að aumum þræli?

3/12/06 12:01

krossgata

Þræla, púla, þrýtur kraft,
þolið alveg brostið.
Hokin, stíf sem hrífuskaft,
hvílíkt vinnur frostið.

3/12/06 12:01

The Shrike

Frostið hefur farið í
fjandi háa tölu.
Undan því ég alltaf flý
undir sæng með Völu.

3/12/06 13:01

krossgata

Völur steina varða leið,
vísa heiðarvegi.
Leiðin heim þá liggur greið,
ljóst svo rata megi.

3/12/06 14:01

Skabbi skrumari

Megi andinn yfir landi,
efla randalínu.
megi bland úr mjöð og hlandi
minnka fjandapínu.

3/12/06 14:01

krossgata

Fjandapína ferleg nauð,
fyllir hugann vafa.
Veit ég ekki visku snauð,
voða smátt að hafa.

3/12/06 14:01

The Shrike

Fjandapínan fína dvínar,
fékk ég vín að rýna.
Þegar skrínið skín þá hlýnar,
skrattinn brýnir sína.

3/12/06 14:01

The Shrike

Hafa máttu hólið krossa,
hratt þú ortir ljóðið fína.
Yfir mitt ég ætti’að glossa,
öllum þó ég vill það sýna.

3/12/06 14:02

Vladimir Fuckov

Sýna ekki viljum vjer
vísnaþráðinn flestum.
Laumupúkar læðast hjer
leynast öðrum gestum.

3/12/06 15:00

Carrie

Gesti geyma flesta á,
glaðværa, þarna frammi.
Við hin laumumst létt á tá,
í laumupúkaþrammi.

3/12/06 15:01

Billi bilaði

(„Gesti flesta geyma á,“ og vísan verður rétt. Mjög gott.)

Laumupúkaþrammið þétt,
þykir póa sómi.
Asa forðumst, engan sprett,
örkum með samhljómi.

3/12/06 15:01

krossgata

Hljómar fagrir heyrast frá,
hulduþráðar ljóðum.
Virðuleg sú vísnaskrá,
vinst og stækkar óðum.

3/12/06 17:00

Billi bilaði

Óðum verð ég aldraður
öll mín hár nú grána.
Gerist ég nú galdraður
það grafar– eykur –þrána.

3/12/06 17:01

krossgata

Þrái sumar þíða sól,
þraukað hef nú vetur.
Sauma ljósan sumarkjól,
sálar- fyrir -tetur.

3/12/06 18:01

Vladimir Fuckov

Tetur ekki vetur vill
víst má gera betur:
Gróðurhúsin ekki ill
aldrei kemur vetur.

3/12/06 18:02

Regína

Vetrarkvíðinn vikinn er
vellur gleði í hjarta.
Lítill snjór ei leiðist mér,
litar daga bjarta.

3/12/06 19:01

Billi bilaði

Bjarta, fagra brosið þitt,
bræðir ís úr hjarta.
Enga hef ég áður hitt
sem örvar hugann svarta.

3/12/06 19:02

Carrie

Svört er þokan þunga,
þrengir að kind á beit.
Svart er logandi lunga,
langar í súrefni úr geit.

[Glottir líkt og fíflið sem súg er]

3/12/06 19:02

The Shrike

Geitur þrjár nú þramma oft
af þrótti yfir brúna.
Lítið tröll með ljótan hvoft
losað var við trúna.

3/12/06 19:02

krossgata

Trúin sagt er flytji fjöll,
færi mörgum hæli.
*Bjálfan hérna blessum öll,
Billi á rafmæli.

[*Bara til að stuðla, ekkert illt meint]

3/12/06 22:01

Billi bilaði

Rafmæli átti í alfyrsta sinn,
einungis hálft ár er liðið.
Í leikhúsi fínu sem fékk ég, nú spinn
ég furðulegt leikrit á sviðið.

3/12/06 22:01

Carrie

Sviðið er einatt yfirgefið,
argir Póar reiðir.
Hurðum skella, nánast á nefið,
næst það kannski meiðir.

3/12/06 23:00

krossgata

Meiðist sýndarmanna nef,
miklar þeirra sorgir.
Kóbalt einatt innra hef,
öðlast skýjaborgir.

4/12/06 01:02

Regína

Skýjaborgir Baggalúta
byggðar eru á þéttum grunni.
Þangað litla labbakúta
langar, þótt ei yrkja kunni.

4/12/06 01:02

Skabbi skrumari

Kann ég enn að kyrja ljóð,
þótt kalt sé bragarlýti.
Má þér bjóða annan óð,
eða bokku Víti.

4/12/06 02:00

krossgata

Víti Áka vinsælt er,
verðugt og að nefna.
Hálffullt glasið helli mér,
hingað mun svo stefna.

4/12/06 02:01

Billi bilaði

(Frjálshyggjuvísa.)

Stefna vil ég stöðugt upp.
Standa á hæsta tindi.
Öfund líta á með skupp.
Öðrum niður hrindi.

4/12/06 02:01

krossgata

Hrynja flokkar hrapa menn,
hallar undan fæti.
Seigir Guðnar sækja enn,
sýna fíflalæti.

4/12/06 04:01

Billi bilaði

Fíflalæti finn hér vart,
það fínu geði lyftir.
Fíflagangur fer mjög spart
í félagsritaskriftir.

4/12/06 06:00

Regína

Félagsritaskriftir skulu
skemmta oss en þó um leið
af leyndardómum lyfta hulu.
Lausn á vanda finnist greið.

4/12/06 06:01

The Shrike

Greiðlega ég get oft runnið
götustíg.
Finnst mér þó að flest sé unnið
fyrir gýg.

4/12/06 07:00

krossgata

Gýgir finnast gamlir með,
glóandi kviku heitri.
Allt í kring brunnið beð
byrlað loftið eitri.

4/12/06 07:01

Offari

Eitra loftið ökutækin
um það fjallar málið
Stýrt þeim yfir stökulækinn
styðjum góða álið.

Ég lofaði að vera með eintóman áláróður í dag.

4/12/06 07:02

Billi bilaði

Álið kom og álið fer
áliðið er núna.
Offari vill auka hér
álvergirnistrúna.

4/12/06 07:02

krossgata

Álvergirnistrú ei tek,
tæpast þó á móti.
Um ál-skoðun ekki sek,
þó álróður um þjóti.

[Ég las fyrst áláróðurinn sem álróður og fannst það fínt orð. Um-ál-skoðun gæti verið fitumælingar.]
[Flissar]

4/12/06 01:00

Billi bilaði

Þjóta margir þvældan veg,
þegar apríl hlaupa.
Ef menn segja: „Ekki ég“
eru þeir að raupa.

4/12/06 02:01

Regína

Raupsemin er rammforn dyggð,
rekkar hana stunda,
iðkuð hér um bæ og byggð,
bestu orðin munda.

4/12/06 04:01

Skabbi skrumari

Er einhvers staðar fyrripartslaumupúkaorðbelgjaþráður?

Munda gamla glundrið tók
gutlaði í klökum
pírði augun, pelan skók
pilt bar þungum sökum.

4/12/06 04:02

Regína

Já, hann er til, en ekki mjög virkur (ennþá).

Saknæmt þykir sykurát,
sukk það telst.
Sætulöggan laumast kát,
lítið kvelst.

4/12/06 06:00

Billi bilaði

Það verður þá að stofna líka seinnipartsþráð? Eða hvað? [Fer að leita]

Kvelst ég oft um kvöld og nætur,
kalinn bæði’á hjarta’og sál.
Hata bæði þögn og þrætur,
þær oft slökkva ástarbál.

4/12/06 07:02

Vladimir Fuckov

Vjer gerðumst sekir um þá ófyrirgefanlegu synd að gleyma þessu skúmaskoti í nær þrjár vikur. Eigi skal það endurtaka sig. Virðist sem albin, Carrie, B. Ewing, Mikki mús og m.a.s sjálfur Texi hafi jafnvel gert það líka.

Aldrei þessu skúmaskoti
skulu púkar gleyma.
Í pínulitlu púka koti
pukur vort á heima.

4/12/06 07:02

krossgata

Mikki mús týndi leiðinni á þráðinn, hann virðist ekki þekkja aðra leið en þegar Skabbi á félagsrit á forsíðu.
[Kímir]

Heim er komin helju úr,
hætti lífi dýru.
Fjarveran var firna súr,
fjarri "Pói" skýru.

4/12/06 07:02

krossgata

Tek upp þráðinn þar sem Billi endaði - hnýti saman.

Ástarbálið ofsa glatt,
unglinga brennir grey.
Slær nú unga hjartað hratt,
held það stoppi aldrei.

Vladimir:
Aldrei þessu skúmaskoti
skulu púkar gleyma.
Í pínulitlu púka koti
pukur vort á heima.

krossgata:
Heim er komin helju úr,
hætti lífi dýru.
Fjarveran var firna súr,
fjarri "Pói" skýru.

4/12/06 07:02

Carrie

Skýr er leið í minni mínu,
að mætum laumuþræði.
Sjaldan ég hendi inn línu og línu,
enda lítil í þeim gæði.

4/12/06 08:00

Billi bilaði

Gæði eru gjarnan metin.
Góðir menn það stunda.
Allra bestu upp svo étin,
öðru skellt í hunda.

4/12/06 10:02

krossgata

Hundar gelta góðir
gestum að á hestum
skundar hingað bróðir

4/12/06 15:01

hvurslags

Bróðir Jesús aldrei er
ei ég sálminn kunni
Þeim mun meira af þvælu fer
þar í Biblíunni.

4/12/06 15:01

Billi bilaði

Biflían er bland af sögum
betri tel ég skinnhandritin.
Er hún til í ýmsum drögum,
æ var Júdas burtu slitinn.

4/12/06 15:01

hvurslags

Slitnar bækur fornu frá
finnst mér hart að skilja.
Var svo Júdas eftir á
ei með frjálsan vilja?

4/12/06 15:01

hvurslags

Slitnar bækur fornu frá
finnst mér hart að skilja.
Var svo Júdas eftir á
ei með frjálsan vilja?

4/12/06 15:01

Billi bilaði

Viljann margir vilja beisla,
valdsmenn bæði guðs og auðs.
Kapítals- og kommaneysla,
klerka líka: söfnun brauðs.

4/12/06 15:01

hvurslags

Brauð í Odda betra var
bændaklerkum öllum
Sóknarbörnum sinntu þar
sínum prestaköllum.

4/12/06 15:02

Billi bilaði

Prestaköllin pína mig,
píkuskrækir kvelja.
Púkablístur söm við sig
síðast upp má telja.

4/12/06 15:02

krossgata

Talið margt nú trúlegt er,
tæpt að allir játa.
Er sumir Guði hampa hér,
heyri aðra gráta.

4/12/06 17:01

Offari

Græt ég nú Framsóknar fárið
fellur nú stórsóknarher,
Dreymir mig dásemdar árið
dágóð þá velmegun hér.

4/12/06 17:01

krossgata

Hérna spunnið, hátt nú köllum,
hefst svo kosning óðum.
Núna róið árum öllum,
áróður í ljóðum.

4/12/06 18:01

Útvarpsstjóri

Ljóðapúkar laumast hér
læðast þeir með veggjum
Sómaskáldin sýnist mér
saman leggj'í úrvalskver.

4/12/06 18:02

krossgata

Kverið góða kappinn sér,
kvittar vísu stóra.
Velkominn og held ég hér
heilsi útvarpsstjóra.

4/12/06 19:00

Billi bilaði

Útvarpsstjóra ætti nú að einkavæða.
Um það má þó ekki ræða.

4/12/06 19:01

Útvarpsstjóri

Ræða þurfum eitt og annað undir fjögur,
hafa gaman, segja sögur.

4/12/06 20:01

krossgata

Sögur hávært herma
halir yrkja svalir
bögur hjarta verma

4/12/06 20:02

Regína

Vermir jafnan vinafjöld,
vona minna kútur.
Aldrei skaltu andans gjöld
eiga hjá mér Lútur.

4/12/06 21:00

hvurslags

Lútinn Bagga í ljósi nýju lít ég núna
innan frá hann er að fúna.

4/12/06 22:01

krossgata

Fúahró og feyskið skar,
falleg ekki sýnin.
Hvetja má og herja þar,
hvessum gömlu brýnin.

4/12/06 23:00

Herbjörn Hafralóns

Brýnin oft ég bar að ljá,
bitið til að laga.
Forðum gaman fannst að slá,
fagra sumardaga.

4/12/06 23:02

Regína

Sumir dagar, segja menn,
sólarljósið færa.
Aðra bagar bölið, senn
bætist (í) vatnið tæra.

5/12/06 00:01

krossgata

Tærir hreinir tónar
tóma fylla róma
kærir hjarta þjónar

5/12/06 03:01

Mikki mús

Þjónar eru þræladýr
í þykjustunni bara.
Þeir eltast lengi við kátar kýr
og konuna hans Ara

5/12/06 03:01

krossgata

Arafat og allt hans hús,
austrið skók og hristi.
Íslendingar drekka djús,
dauðyfli í frysti.

5/12/06 03:01

Regína

Frystihólfið finnst mér best
fyrir tæra drykki.
Vodkastaup og veislugest
vil ég fá með kikki.

5/12/06 04:01

Offari

Kikkið gestum fær hún frá
fangar gesti sína,
Mikið heimtar meira þá
mögnuð er Regína,

5/12/06 04:02

Billi bilaði

Regína á rímið gott,
ríkt er stuðlamálið.
Konungborin, kerskin, flott,
svo kikna menn í hnjálið.

5/12/06 04:02

Mikki mús

Á hnjálið leggjast margir menn
og mæna upp til kvenna
Viltu góða mér giftast senn?
og gullhring að þeim glenna

5/12/06 01:00

krossgata

Glenna sig og geifla menn,
gera sig til kvenna.
Gömul saga sem að enn,
sögð er hjörtun brenna.

5/12/06 01:01

Billi bilaði

Brenna vitar býsna oft
í beinum útsendingum.
Alltaf fuðra upp í loft
en ég dansa kringum.

5/12/06 03:00

krossgata

Kringum vorið koma oft,
kosningar og læti.
Ár hvert fjórða allt á loft,
allir vilja sæti.

5/12/06 04:00

Billi bilaði

Sæti bíð ég sætri mey,
og sætabrauð með kaffi.
Ef hún neitar, einn ég dey,
frá ævilöngu straffi.

5/12/06 04:01

Skabbi skrumari

Óhugnalega virkt laumusvæði...

Straff og kaffi, kleinur með
kurra burra lengur.
Hopp á koppi kannske skeð
kinnar þynnast drengur.

5/12/06 04:01

Carrie

Drengilega skal kveða kvæði,
af kurteisi og hógværð.
Yrkja um hin fornu fræði,
og fjallkonan í sífellu mærð.

5/12/06 05:02

krossgata

Mæri allar meyjar hér,
miklum kostum búnar.
Sterkar munu stöðugt þér
stríða, aldrei lúnar.

5/12/06 05:02

Vladimir Fuckov

Lúin ekki Lútsins fljóð
laumast þræði á.
Óteljandi laumuljóð
leynast Skabba hjá.

5/12/06 06:00

krossgata

Hjákátlega hljóma kann,
held ég láti vaða.
Hundruð tvö hér tel með sann, *
tuttugu inn raða. **

* Innlegg
** Nöfn (engin ábyrgð tekin á hversu rétt er talið)

5/12/06 06:00

hvurslags

Óðum raðast inn á Lútinn ýmis kvæði
arfaljót og falleg bæði.

5/12/06 06:01

Billi bilaði

"...frekar ljót, og falleg bæði."

Bæði hef ég bundið mál
býsna fast og nokkuð laust.
Má víst alla mína sál
meta út frá þeirri raust.

5/12/06 09:00

krossgata

Raustina upp þeytir það,
þýtur inn til fjalla.
Beljar hátt og blótið kvað,
bergmál er að kalla.

5/12/06 12:02

Regína

Kallast á um kalda nótt,
kindur úti í haga.
Aldrei hefur að mér sótt
önnur verri baga.

5/12/06 13:01

Billi bilaði

Bagalegt er bröltið nú
breytist harla lítið.
Framsókn, korter fyrir þrjú
felur andlitslýtið.

5/12/06 16:01

Regína

Lýti sést ei Lútnum á,
lengist falinn þráður.
Lesa kanntu fræðin frá,
frómur - óinnskráður.

5/12/06 18:02

Dula

Þráður þessi langur er
þykir mér nú gaman
Laumu ljóðin finna hér
leggst yfir all saman

5/12/06 20:00

Regína

Saman skulum dansa dátt,
Dula þráðinn fann!
Þá er gott að hafa hátt
og hreykj'okkur með sann.

5/12/06 20:00

Skabbi skrumari

Sannlega segi ég yður
sjá hér er magnaður friður
brúnir og grænir
gulir og vænir
en hvergi er hreistur og fiður.

5/12/06 20:01

krossgata

Fiður, tjöru finna má,
á flestum öðrum þráðum.
Hérna litir saman sjá,
sull af öllum gráðum.

Skál!

5/12/06 23:00

Regína

Gráður fleiri gefi oss
guð í himnaríki,
eða Þór með allt sitt hnoss.
Öllum veðrið líki.

6/12/06 05:00

krossgata

Líkar krossu lokun ei,
lætur heldur illa.
Póið það er fagurt fley,
fáa hefur kvilla.

6/12/06 07:00

Billi bilaði

Kvilla mun ég kannski fá
ef kemst ég ekki á Lútinn.
Sumarlokun, svei mér þá,
svíkur af mér Blútinn!

6/12/06 07:02

krossgata

Blútur lokar, birtist "krísa"
-braginn loka- smíðar.
Hérna lokalaumuvísa,
læsist innan tíðar.

9/12/06 02:01

Regína

Tíðar öndum, opnast nú
aftur þessi kirkja.
Í sálmakrílið krotar þú
ef kanntu vel að yrkja.

9/12/06 04:01

Vladimir Fuckov

Yrkja löngum laumupúkar
leynast sálmi undir.
Púki drykkinn bláa brúkar
bestir þykja leynifundir.

9/12/06 04:01

Billi bilaði

Leynifundir finnast víst
á feluþráðum.
Inn á þá ég einatt skýst
með orðum snjáðum.

9/12/06 04:02

krossgata

Snjáð er ekki sniðugt orð,
sníða eigi laumuóð.
Lauma þessu létt á borð,
laumuvertíð hefjist góð.

9/12/06 04:02

Hexia de Trix

Góðir púkar gægjast inn,
gáttin loks er opin.
Yrkjum, vinir, enn um sinn!
Algóður er sopinn.

9/12/06 05:00

Billi bilaði

(Skabbi mætti nú alveg dusta rykið af félaxritunum sínum, er það ekki?)

Sopinn kætti Skabba Skrum,
skældur varð hann stundum.
Nú er af allt nýjabrum,
nú hann sleppir fundum.

9/12/06 05:01

Ívar Sívertsen

Fundum við hér fínan þráð
fróðleik mun hann bera.
Að kjafta í Skabba Skrum í bráð
skulum við ekki gera

9/12/06 05:02

Offari

Gerum okkur glaðan dag
glösum okkar lyftum.
Dömum gefum ljóð og lag
lausum jafnt sem giftum.

9/12/06 08:00

Skabbi skrumari

Giftur var ég Gestapó
grunnt var jafnan bilið.
Það magnaða og mæta hró
að mestu hef við skilið.

9/12/06 09:01

Regína

Skiljum fyrr en skellur í
skoltum þínum.
Laumast víða vinir, því
vísur rýnum.

9/12/06 09:02

Billi bilaði

Rýnum við í rúnir hér
sem risti orðasmiður.
Út ef kæmi úrvalskver,
engum þætti miður.

9/12/06 11:00

Vladimir Fuckov

Miður þætti mjög ef sú
martröð rættist drauma:
Að vísnakrílis vinur nú
vildi hætta að lauma.

9/12/06 11:02

Offari

Laumupúkaþráður þessi
þónokkuð er lesinn hér
Ljóðin eru lausn á stressi
lesinn hér af mér og þér.

9/12/06 14:01

Skabbi skrumari

Þér ég heilsa heillakarl
halló sæll og vertu bless
hérna færðu hákarls snarl
hættur er við flest allt stress.

9/12/06 15:00

Mikki mús

Stressandi er staða mín
stopul mjög og skrítin
mállaus ég á meyju blín
sem mikil er og ýtin

9/12/06 16:01

Regína

Ýttu við mér annað kvöld,
endir þú á gati.
Þá ég auðlegð, vit og völd
veiti þér í plati.

9/12/06 17:01

Vladimir Fuckov

Plat er ekki plútóníum
panta það en eigi blikk.
Færi kóbalt klassapíum
og kynstrin öll af bláum drykk. [Ljómar upp]

9/12/06 21:01

Billi bilaði

Drykkfeldur ég dáoft þyki,
dett ég oft í kókið.
Sjá má hve ég safna spiki,
sykur- heillar -mókið.

9/12/06 22:02

krossgata

Móki vakna miklu úr,
mætt á sálmaþráðinn.
Hvarf í lyfja- heiftar -kúr,
hausinn alveg bráðinn.

9/12/06 22:02

Skabbi skrumari

Bráðna jöklar bráðnar ís
bráðnar líka klaki.
En Ákavíti alldrei frýs
þótt oft í það ég taki.

10/12/06 01:01

Regína

Tek ég aldrei eftir því
oft þó hingað líti
að minnki ljómi lífsins í
laumuákavíti.

10/12/06 06:00

krossgata

Laumuákavítisvott,
vil ég gjarna drekka.
Rekur þreyt' og þunga brott,
þvílíkt andans Mekka.

31/10/06 06:02

Billi bilaði

Mekkanó ég aldrei átti,
aðeins nokkra legókubba.
Einn með þeim ég alltaf mátti
una mér, og hlusta á Bubba.

31/10/06 06:02

Regína

Bubbi fögur byggir hús
bjálkum úr, og nógu' af hálmi.
Spök mín kisa spilar brús,
spillir því með hásu mjálmi.

31/10/06 07:01

krossgata

Mjálmar eftir miða gulls,
mikill doktor Gunni.
Metinn ekki er til fulls,
ekk' af réttum grunni?

31/10/06 09:01

Skabbi skrumari

Grunnhygginn ég gaspra oft
í gjálfri mínu dynur
úr blætiskjafti blæs víst loft-
belgur er ég vinur

31/10/06 09:01

Andþór

Vinur kannski vísu hér,
villtu yrkja skjóta.
Aldrei hefði hugsað mér,
hérna kvæða njóta.

31/10/06 09:02

Regína

Njótum þess að næra blað
með nýrri vísnaklessu.
Andþór frækinn fann vorn stað,
fögnum krútti þessu.

31/10/06 11:01

Vladimir Fuckov

Þessum frjettum fögnum vjer
fátt mun gleði hagga:
Nýja krúttið komið er
kemur í stað bagga.

31/10/06 11:02

Andþór

Víða leynast vinir oss,
vanda sig og laumast.
Öll mun felufræða hnoss,
finnast er ég gaumast.

31/10/06 13:01

Regína

Andþór gleymdi keðju.

Bagga okkar bindum vel,
berum þá með gleði,
þangað til við hittum hel.
Hrindum daufu geði.

31/10/06 14:00

Skabbi skrumari

Geðveikur ég gantast enn
gái vel að þráðum.
Fyrriparta fima menn
finn ég kannske bráðum.

Er það kannske bara þjóðsaga að það sé til fyrripartalaumupúkaþráður?

31/10/06 17:00

krossgata

Nei ekki þjóðsaga.

Bráðum finnur Skabbi skot,
skreytt með fyrripörtum.
Býður þráður þér afnot,
þá við botni skörtum.

31/10/06 21:01

Regína

Skörtum góðu skáldunum.
Skabbi, hér er leiðin:
Samdi glás af sálmunum,
sjálfur, einnig heiðin.

1/11/06 02:01

Offari

Heiðin ófær aðra leið
arkar nú minn fákur
Þrengslin fer hann þeyst á skeið
þrengslin vill minn snákur.

1/11/06 01:01

krossgata

Snákur Evu eitt sinn tældi,
ávöxt siða færði.
Adam bara áfram vældi,
Eva var sú er lærði.

1/11/06 08:00

Vladimir Fuckov

Lærðum eitt sinn listina
að laumupúkast vjer.
Minnka ljóð ei lystina
á laumupúkun hjer.

1/11/06 08:00

krossgata

Hérna stundum stöðvast ljóð,
stirðnar kvæðaflaumur.
Oftast vaknar aftur glóð,
áfram heyrist glaumur.

1/11/06 08:01

Regína

Glaumur, líkt og gleðin, vex
glösum þegar lyfta póar.
Piparjúnkuhallarhex
að hafa að fíflum ekki tjóar.

1/11/06 10:02

Billi bilaði

Tjóar ei að tafsa hér,
taka þarf af skarið.
Fyrriparta- finn ég -her
og fæ einn saman barið.

1/11/06 17:00

krossgata

Berja saman bragarorð
bæta við það laumi.
Hnoða svo og hend' á borð,
helst með kóbaltsstraumi.

1/11/06 17:00

Vladimir Fuckov

Kóbaltsstraumi kynntumst vjer
kynni þau vjer lofum.
En líkt og margar meyjar hjer
um miðja nótt vjer sofum.

[Ákveður að hefja næturóþolsrannsóknir]

1/11/06 18:01

krossgata

Sofa Baggar beði á,
blútur þá svæfir.
Sofa aldrei óvin hjá,
engum það hæfir.

2/11/06 00:01

Regína

Hæfir mér að hanga hér,
hentar öðrum líka,
eins og þér sem yrkir sér.
Er það dágóð klíka.

2/11/06 02:00

krossgata

Klíkuna Gestapós krúttlega nefni,
kjarnyrtra meyjanna, peyjanna svæði.
Forsetinn sjálfur er fremstur í stefni
frumlega vinnandi, spinnandi þræði.

2/11/06 04:01

Andþór

Þræðir margir þvílíkt vá,
þeim mun ekki gleyma.
Besta eg tel alla þá,
sem yndæl kvæði geyma.

2/11/06 08:01

krossgata

Geymir Baggalútur ljóð,
leik' og orðin sönnu.
Aldrei nokkurt heyrir hnjóð,
helltu bar' í könnu.

2/11/06 08:02

Regína

Kannan nú er fleytifull
af fínum miði.
Má þar líka geyma gull
og góða siði.

2/11/06 21:00

Skabbi skrumari

Siðaboðskap set ég inn
og sýp á guðaveigum
Aftur jóla yndið finn.
Nú Ákavíti teygum.

2/11/06 21:01

krossgata

Teygum andans eðal veigar,
allar hugans myndir fleygar
verða, gáfum góðum skreyttar
gleði-fjaðrir af sér reyttar.

3/11/06 00:01

Texi Everto

Reyttar skulu rjúpur núna,
reynast þær hinn besti matur.
Til þess samt þá fæ ég frúna,
finnst henni ég býsna latur.

[Gleðileg jól öll sömul]

3/11/06 02:00

Starri

Latur er að eðlisfari
ei það lagast hér hjá mér
Mætti vera meðvirkari
má ég yrkja vísur hér.

3/11/06 03:01

krossgata

Hér er gamall, góður beður
og gott að vera.
Hérna leyfist laumukveður
og -ljóðin gera.

3/11/06 07:00

Billi bilaði

Gera mætti bragarbót
á bestu kvæðum mínum.
Þau valda, eins og urð og grjót,
aðeins kvöl og pínum.

<Billi óskar öllum laumuhagyrðingum gleðilegs árs og friðar>

1/12/07 03:01

Vladimir Fuckov

Fyrsta laumupúkun ársins á þessum vettvangi [Ljómar upp]:

Pínulitlu ljóði hjer
laumum inn á þráð.
Allra fyrstir urðum vjer
aldrei var því spáð.

Gleðilegt ár, laumupúkar ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

1/12/07 03:01

krossgata

Spái ég í spilin mín,
spinna þau upp bögum
Jafnan hef um hendur vín,
helst á laugardögum.

Gleðilegt ár, laumupúkar. [Skálar við Billa og Vlad í laumupúkadrykk og við laumupúkana sem á eftir koma.]

1/12/07 04:01

Regína

[Skálar við krossgötu og aðra laumupúka]

Laugardaga liggja ber
lengi'í vatni hljótt.
Þá hreint og laugað allt það er
sem aftur skitnar fljótt.

1/12/07 08:01

Skabbi skrumari

Fljótt hér þornar ljóðalind
laumupúkar hverfa
hvar er okkar kvæðakind
sem kannske mun land erfa.

1/12/07 12:01

Álfelgur

Erfa mun ég ljóðalind
og landið allt
Enda er ég kvæðakind.
kannski bráðum verð ég synd.

1/12/07 12:01

krossgata

Synd það yrði afar ljót,
af angri myndi blæða.
Ef að þornar fallegt fljót,
og flaumur laumu-kvæða.

1/12/07 12:02

Billi bilaði

Laumukvæðin lesa má
á laumupúkaþræði.
Í góðu næði gestir fá
að ganga um þau svæði.

(Álfelgur: "Enda telst ég kvæðakind" losar þig við annað stuðlaparið.)

1/12/07 12:02

Regína

Álfelgur, ekki reyna að breyta, það er ekki hægt í orðabelgjum (nema ef þú átt síðasta innleggið, þá er hægt að taka það út og setja nýtt).

Svæði þetta finnst mér flott,
fáum þó það kynni.
Læðist púka laumuglott,
lengist þráðartvinni.

1/12/07 14:01

Álfelgur

Já hvur fjandinn! Svona gerist þegar maður er fljótfær. Takk fyrir ábendinguna Billi!

Tvinna gríp og sauma saman
sláturkeppin góða.
Ótrúlega´er alltaf gaman
innmatinn að sjóða

(vonandi er þessi rétt)

1/12/07 15:02

Billi bilaði

Sjóða máttu saman gný,
sjáðu ellið góða.
Höfuðstaf það hamlar því
hér skal essum hljóða.

(L er einn af gnýstuðlunum. Fín vísa annars.)

1/12/07 16:01

Skabbi skrumari

Hljóðabungu geng ég greitt
grá er jökulþokan.
Svartan poka baks hef bleytt
blaut er núna rokan.

1/12/07 18:02

Billi bilaði

Rokan getur rifið kjaft,
ef reynist djúpur hlátur.
Eftir slíkan ógnarkraft
aðeins kemur grátur.

1/12/07 22:02

Regína

Grátur stillist, grettan flýr,
gaman hyllir bráður.
Bros ei villist, virðist hlýr
vina milli þráður.

1/12/07 23:02

Billi bilaði

Þræði áður þurfti til
þess að samband næðist.
Um loftið nú, í blíðu og byl,
með bylgjum röddin læðist.

2/12/07 01:01

Skabbi skrumari

Læðast mun með veggjum vængjalaus og vanta orðin
bless, nú er ég bráðum farinn
birtist seinna nokkuð marinn.

Bæjó í bili krakkar mínir...

2/12/07 01:01

Vladimir Fuckov

Marinn burtu maður farinn,
mjög af durtum barinn.
Ein er jurta jarðar þarinn,
þá mun spurt um arinn.

2/12/07 02:02

Texi Everto

Marinn þarrinn, borinn burt,
barinn, svarinn, þorinn.
Farinn skarinn, skorin urt,
skær hinn horfni arinn.

2/12/07 04:01

krossgata

Arinn geymir eldsins loga afar heita.
Viltu þessu nokkuð neita?

2/12/07 05:01

Regína

Neita skalt ei nokkrum því
þó naumt sé vinarbandið,
með þér fara'á fyllerí,
fáist vín og blandið.

2/12/07 02:02

Billi bilaði

Blandið rauðu blóði saman,
bræður dreyra gerist.
Vandið síðan vísnagaman
svo vel um heim það berist.

2/12/07 11:01

Regína

Berið áfram óskafrétt,
öll má hersing labba:
Rosa stemning rífst upp létt
í rafmælinu' hans Skabba.

2/12/07 16:02

Skabbi skrumari

Skabbi'er mættur skundar minn
skelfilega þyrstur
Drykkur bráðum dettur inn
sá drykkur verður fyrstur.

2/12/07 17:01

krossgata

Fyrst skal höggva halann af,
hræra í með stéli.
Hani drykknum grunninn gaf,
geymir asnann peli.

2/12/07 20:02

Skabbi skrumari

Pela blút ég bæti í
blaut er skorpin lifur
Hún er aum og eins og blý
með ótal margar rifur.

3/12/07 00:00

Billi bilaði

Rifur skemma flest mín föt,
það frekar er til baga.
Á þeim finnast ótal göt,
eftir nokkra daga.

3/12/07 02:02

Skabbi skrumari

Dagar líða, roti'úr rakna
rímnahefð við skemmti mér.
Draumar svæfðir dafna'og vakna
dæmalaust er gaman hér.

3/12/07 05:01

Regína

Hér má finna frið og ró,
fáir hingað rata.
Skapa vísur skáldahró,
skrifa sér til bata.

3/12/07 08:00

Billi bilaði

Batahorfur býsna góðar
bráðum hefst hér mótið fínt.
Anna Panna létt þar ljóðar
letihauga fær hún brýnt.

3/12/07 09:00

krossgata

Brýnt skal orðið, brá mér nú,
bregð mér senn í bólið.
Klukkan er nú orðin þrjú,
aumt er skrapatólið.

3/12/07 09:02

Vladimir Fuckov

Skrapatólið skratta
skemmtir mikið hjer.
Skelfilega skatta
skulum svíkja vjer.

3/12/07 13:02

Fætter Højben

3/12/07 16:02

krossgata

Vér það alls ei vitum með
vissu eða ekki.
Vill ei Fætter vera með
vild' hann sýna hrekki?

3/12/07 18:02

Billi bilaði

Hrekkjalómur heppinn nú
hafði fátt að segja.
Á löggu hafði litla trú
sem lét hann af því deyja.

3/12/07 19:01

krossgata

Deyja allir drottni sínum,
daga alla brestur.
Þar til segi' í þessum línum,
þessi' er dagur bestur.

3/12/07 20:01

Billi bilaði

Bestur finnst mér bolinn svarti
brúnum kartöflunum með.
Betri öllu öðru narti,
-i það veitir mikla gleð-.

3/12/07 20:02

krossgata

Gleði- mestu -gjafar eru
Gestapóar flestir.
Ber' af öðrum í þá veru
að engir hrjá þá lestir.

4/12/07 03:02

Billi bilaði

Lestir þurfa lestarteina,
leggja má þá beint á ská.
Lengist við það leiðin beina,
leiðarenda fáir ná.

4/12/07 13:02

Regína

Nálgast viljum vinarslóð,
viskufossa.
Orðin set í lítið ljóð,
læt það gossa.

5/12/07 01:01

Billi bilaði

Gossa látum ljóðafossa.
Lengjum þráðinn, vísur spengjum.
Trossa þessi telst til hnossa.
Tengjum hér með kvæðaþvengjum.

5/12/07 02:00

Billi bilaði

(Eyddirðu innleggi krossa? <Klórar sér í höfuðstafnum>)

5/12/07 02:01

albin

Þvengurinn er þarf-legur,
þykir mesta æði.
tauminn sem í draumi dregur,
dásamleg þau skæði.

5/12/07 02:02

Billi bilaði

Skæður albin skemmtir sér
að skjóta í mark.
Nýliði sem framhjá fer
oft fær þá spark.

5/12/07 04:00

krossgata

Sparkað hef ég bragarbelg,
brotinn var og ljótur.
Geymdur best í gleymskusvelg,
garmur stuðlabrjótur.

5/12/07 08:00

Billi bilaði

Stuðlabrjótinn stóð ég að
stórkostlegri skyssu.
Hann senda skal í Sónarbað
svo hann öðlist vissu.

5/12/07 10:01

Regína

Vissu minni velti' um koll
veröld snúin.
Sannleikurinn tók sinn toll,
trauðla fúinn.

5/12/07 11:01

krossgata

Fúið, geðstirt, gamalt skar,
götótt er í sinni.
Horfið fjörið, hangi snar
hjá gröfinni minni.

5/12/07 13:00

Billi bilaði

Minni karla meyjar fylla.
Minningarnar oft þeim dilla.
Ellin vil þó oft því spilla,
eða kannski fegra og gylla.

5/12/07 13:01

Vladimir Fuckov

Gylla kóbalt kunnum ei,
kunnum það að nýta.
Heillar kóbalt kannski mey,
kvennaleysi mun ei sýta.

5/12/07 13:02

krossgata

Sýtir ekki auða stóla,
enda setnir konum.
Forsetans er fyllt hver skjóla,
fer ei bros af honum.

5/12/07 22:02

Regína

Honum varnað verður ei
víst af kunningjonum,
að eiga stund með ungri mey
- eða gömlum konum.

5/12/07 23:01

Texi Everto

Konum hef ég klappað,
kúm og ám og hryssum.
Stuðlabaunum stappað
úr stórum haglabyssum.

6/12/07 06:02

krossgata

Byssuhólki bregður Texi,
Bakbrots- upp'á -felli.
Vaskur engu eirir rexi,
enda vaxinn belli.... (stundum)

6/12/07 01:00

Skabbi skrumari

Bellibrögð hann beita mun
bastarður í sumar
enginn hefur um það grun
á því hverju lumar.

6/12/07 08:02

Billi bilaði

Lumar þú á ljóði?
Leggðu það þá inn!
Færa skaltu fljóði
frygðatexta þinn.

6/12/07 10:00

krossgata

Þín er búin byrjar mín,
brýst hún út í rokum.
Sína vildi setja fín,
svona rétt að lokum.

6/12/07 10:01

Billi bilaði

Lokum ekki lútnum,
látum vera opið
á meðan kvæðakútnum
úr kann að vera sopið.

6/12/07 14:00

Mikki mús

Sopið hef ég glasið gott
gengdarlaust það drukkið
Á meðan konan þvær sinn þvott
Þá hef ég stundað sukkið

6/12/07 14:01

Billi bilaði

Sukkið margir sökkva í í sumarfríum.
Aftur lygna augum sljóum
úti í grænum kargamóum.

6/12/07 15:02

Regína

Kargamóann kemstu um
kappinn fótgangandi.
Lyftu á þér löppunum -
löngu meður bandi.

6/12/07 16:01

Billi bilaði

Bandi skreyttu skrýddu þig
og skundaðu í bæinn.
Á þjóðhátíð þú þekkir mig,
ég þumbast út við sæinn.

9/12/07 07:02

Vladimir Fuckov

Særinn til siglinga brúkast,
sigli til hafnar hrói.
Ljóma upp og laumupúkast
á lokuðu Gestapói.

[Ljómar upp]

9/12/07 07:02

Vladimir Fuckov

Það er óþolandi að geta eigi breytt athugasemdum hjer. Hjer er endurbætt útgáfa því vjer viljum eigi eyða þeim laumupúkunarsönnunargögnum sem upphaflega athugasemdin inniheldur í formi dagsetningar og klukku:

Særinn til siglinga brúkast,
sigli að bryggju hrói.
Ljóma upp og laumupúkast
á lokuðu Gestapói.

[Ljómar upp]

9/12/07 07:02

Billi bilaði

Gestapóið gefur mér
gleði ótrúlega.
Eflaust kem ég alltaf hér
ef í mér finn ég trega.

9/12/07 01:02

krossgata

Tregi sumars tók víst sinn,
toll af sálu minni.
Aftur vakinn áhuginn,
eftir leirgerðinni?

9/12/07 05:01

Álfelgur

Leirgerðinni ligg ég í
lítið á mér ber
Haustið kemur hratt á ný
héðan út ég fer

[Kúgast yfir leirburðinum]

9/12/07 14:00

Regína

Ferlega er þessi þunn
þó að rétt sé gerð.
Byrjunar- ei bætir -grunn
bagan aftanverð.

9/12/07 17:01

Vladimir Fuckov

Verð á öllu hækka hratt,
hlutabrjef þó lækkar.
Kreppan enda á braskið batt,
bönkum vestra fækkar.

9/12/07 17:01

Billi bilaði

Fækka skal ég fötum brátt
ef fer á haus.
En skjólurnar þú skammlaust átt,
við skuldir laus.

9/12/07 19:01

Skabbi skrumari

Laus er ég við leti
ligg ég þó.
Ég giska'að ég ei ei geti
gengið skó.

9/12/07 21:00

krossgata

Skóna mína skildi við,
skælda út'á tröppum.
"Angan" veitir enga grið
undan þessum löppum.

9/12/07 22:01

The Shrike

Löppum Angan lyktar af
og leggst í dvala.
Þyrfti Glúmur þrifabað
í þvottabala.

10/12/07 03:02

Billi bilaði

Þvottabala þyrfti hér og þvol í brúsa.
Eftir baðið endar krísa,
eflaust vill mig þurrka, Dísa.

10/12/07 06:02

Skabbi skrumari

Dísa sem í Dalakofa gisti
ætlaði í apastökk
en þá brækur missti.

31/10/07 04:02

The Shrike

Missti Nonni mikið fé, og Mási líka.
Þeir máttu heila helgi vaka,
svo hirti Davíð allt til baka!

31/10/07 16:02

Regína

Baka vill hann vandræði sá vondi maður
sem hér drýgir syndir glaður,
síst má teljast góðhjartaður.

31/10/07 19:02

Billi bilaði

Góðhjartaður götustrákur gekk í flokkinn.
Völd hann fékk, þá varð hann drukkinn,
víst má sjá í buxum kukkinn.

1/11/07 06:01

Regína

Kukka tumma tel ég víst
tvírætt nafn á góðri bók.
Held ég blómið svarta síst
sæki fé í annars brók.

1/11/07 01:02

Mikki mús

Brókin mín er blaut og köld,
bölvað fjallaveður.
Nútíminn á nýrri öld,
nær í rjúpna feður.

1/11/07 07:02

Billi bilaði

Feður eru flestir gengnir feðra sinna
til, og samt ég tárast ekki
tæpast neinn af þeim ég þekki.

1/11/07 08:02

Skabbi skrumari

Þekkilegur þessi laumabelgur
Kann að vera'og kannske hér
kemur næst Álfelgur.

1/11/07 14:02

krossgata

Álfelg hef ég ekki hér
alveg séð nýlega.
Hátíð ársins höldum vér,
heilaga án trega.

1/11/07 20:00

Billi bilaði

Tregafullur túristi í Tasmaníu
veifar Frónsku VISA-korti,
vill svo forða matarskorti.

1/11/07 23:02

Vladimir Fuckov

Skort'á hátíð skorur ei,
skera osta mátti þar.
Víst er skor'á Villimey,
vatnið drukkum ei á bar. (*)

(*) Í tilefni athugasemdar Þarfa um tvívetniseinildi undir fjelagsriti Tinu

2/11/07 00:00

Billi bilaði

Bar í kútum blútinn hafði
Baggalútar sér það nýttu.
Margur stúta vörum vafði
við það sút á brott þeir grýttu.

2/11/07 00:01

Regína

Grýttu af sér görmunum,
góð skal flík til kynna.
Ermagátt með örmunum
illa gekk að finna.

2/11/07 03:00

Billi bilaði

Finna má hér finna sem
á fyndni kann að bridda.
Félagsrit hans finnst mér krem;
fimma há til Kidda.

3/11/07 01:00

Regína

Kidda gamla kyndir vel
í kofanum.
Ég hjá henni jafnan dvel
á jólunum.

3/11/07 05:00

Billi bilaði

Jólunum skal jafnan fagna,
jeta skal þá góðan mat.
Gjafir mega gleði magna,
gjarnan eftir hroðið fat.

1/12/08 04:00

Regína

Fatið hrauð, þá sauðinn sauð
Simmi blauði.
Næddi hauður nauðin snauð,
nærð með brauði.

1/12/08 21:02

The Shrike

Brauði fagna börnin öll
er býsn þau eru að farast.
Aftur svo með ærsl og köll
þau út í leikinn snarast.

2/12/08 05:02

Regína

Snarast út í snjóinn,
snögg úr húsunum.
Sem þotu nota þjóinn
í þykku buxunum.

2/12/08 05:01

Texi Everto

Buxunum gleymdi einn herra að hneppa
er hélt hann í flýti til vinnu.
Þær húrruðu niður, nú hælana kreppa,
hann hrasar af skorti á sinnu.

3/12/08 04:02

Billi bilaði

Sinnuleysi svæfir þjóð,
sviðnar rústir landið fylla.
Nokkur mætti beita bjóð,
bæta hag og landið gylla.

3/12/08 04:01

The Shrike

Gylla skal nú gamla banka,
gæðingum svo fela þá.
Þjóðarauði að sér sanka
enda svo á Spáníá.

3/12/08 08:02

Billi bilaði

Spáníá er spilltast landa
spekingarnir flykkjast þangað.
Berast á til beggja handa
bófar sem ei lögg fær fangað.

3/12/08 09:02

Regína

Fangað gat á fögrum degi
fagran svein.
Aldrei síðan öðrum segi
öll mín mein.

3/12/08 09:02

Vladimir Fuckov

Mein oss þykir mikið ef
mesta gleymt er heilræði:
Að drífa áfram dagsins stef:
Detta inn í púkaþræði.

3/12/08 10:01

The Shrike

Púkaþræði passa skal
svo pottur enginn brotni.
Púka er hér prýðisval
og partíið í botni.

3/12/08 14:02

Billi bilaði

Botni enginn braginn minn
botna ég hann sjálfur.
Alltaf tárin aga á kinn
er hann reynist hálfur.

3/12/08 19:02

Billi bilaði

Hálfur bragur hugnast mér,
hálfur bragur gleður.
Hálfur bragur handa þér
að hálfu leiti seður.

3/12/08 22:01

Billi bilaði

Seður marga súkkulaði
sérstaklega um kaffileitið.
Út í sjoppu oft með hraði
ek ég; brýt svo nýársheitið.

3/12/08 22:02

Regína

Nýársheitið hafði nú,
helst af gömlum vana,
að gera hlýtt og bjart mitt bú
með bláum lit frá Ghana.

4/12/08 04:02

Billi bilaði

Ghana hefur gönuhlaupin þróað.
Í þau fara einkum þeir
sem öllu hafa sóað.

4/12/08 04:02

Regína

Sóa tíma til að dylja
tilgangsleysi milla.
Fleiri krakkar kannski vilja
kveðast á við Billa.

4/12/08 01:02

Bakaradrengur

Billa alltaf bætir geð
bakstur minn.
Kleinur er ég kominn með,
nú karlinn finn...

4/12/08 09:01

Billi bilaði

Finnmörk hýsir finnana,
flúði þangað kjellingin.
Fer ég nú að finn'ana
og fæ þá aftur vellinginn.

4/12/08 10:02

Regína

Vellinginn í vetlinginn
er vont að fá.
Kerlingin í ketlinginn
mun kannski ná.

4/12/08 13:01

Texi Everto

Námunda skal næstu vísu niðr'á við.
Aft'rábak og út á hlið.

5/12/08 02:00

Billi bilaði

Hliðin lokuð, lengur má ei kjósa,
lýst mér nokkuð vel á flokkinn minn.
Útþynnt virðist sjálfstæðisins sósa
og sullast hefur langt á vinstri kinn.

5/12/08 03:00

hlewagastiR

[Ég var pantaður hingað]

Kinnfiska ég kanna að sjúga
kæri minn
því er ég aldeilis ekki að ljúga
elskurinn!

5/12/08 03:00

Billi bilaði

Elskurinn tók upp í sig
eitthvað stórt
sem reyndar næstum reið á slig,
hann rétt fékk tórt.

5/12/08 05:00

hlewagastiR

Tórum vér og tórum vér
í táradalnum þunga
er nú að koma aftur hér
öld Sturlunga?

5/12/08 17:02

Offari

Sturlungsöldin aftur kemur
ónýt núna framtíðin.
Stjórnin voðaverkin fremur
við nú tekur harmkvíðinn.

5/12/08 20:00

krossgata

Kvíðinn strýkur kviðinn ótt
nú kúlulánið búið.
Bólgu-lána-bólusótt,
og bóluefni rúið

5/12/08 21:01

Regína

Rúið skinn og rænd hver kind
reyfinu sínu kæra.
Aftur fær hver ullarlind
okkur að gefa meira.

6/12/08 04:01

Billi bilaði

Meira vil ég, meira strax,
já meira en nokkur annar!
Er leggst á kvöld míns lokadax
þá líf mitt heiminn spannar.

6/12/08 16:02

Billi bilaði

Spannar lútsins lífssýn allt
litróf minnar tilveru.
Víst í sumar verður kalt
er vantar þeirra spilveru.

6/12/08 23:00

Billi bilaði

Spilverurnar spóka sig á Spánarströndum.
Eru þar víst öllum stundum
alveg að ná meyjarfundum.

7/12/08 00:02

Mikki mús

Meyjarfundi margir þrá
og mikla fyrir sér
Aldrei mér þó áður brá
Er ástin birtist mér

7/12/08 01:01

Billi bilaði

Mér finnst að hér mættu fleiri
mæla nokkuð reglulega.
En ég tel að enginn heyri
er ég fátækt hérna trega.

7/12/08 04:01

Billi bilaði

Tregafullir tárast menn
og tilbiðja svo Mikka Djakk.
Kaupa síðan eitt sinn enn
"Æslegheit" og segja takk.

7/12/08 05:00

Billi bilaði

Takkaskórnir torfið rífa,
tuðrusparkið skemmir völl.
Liðböndunum lítið hlífa
liðleskjur með hróp og köll.

7/12/08 14:00

Mikki mús

Köll og hróp nú heyra má
er höll nú brenna kokkar.
Billi einn nú yrkir á
aðalþræði okkar.

7/12/08 14:01

Billi bilaði

Okkar hróp í eyðimörk
enginn hérna heyrir.
Bráðum mun ég byggja örk
sem Billa og Skrekki eyrir.

7/12/08 16:00

Billi bilaði

Eyrir núna engu hér
ógnarstjórnin.
Kætti illan klækjaher
konungsfórnin.

7/12/08 20:00

Billi bilaði

Konungsfórnin tafli tapar,
tæpt er því að nota hana.
Stuðar mig er stjórnarapar
í stórkostlegan afleik gana.

7/12/08 21:01

Billi bilaði

Ganabúar gönuhlaupin glaðir þreyta.
Yfirleitt svo einn þar sigrar,
æðstu verðlaun: konur digrar.

7/12/08 23:01

Regína

Digrar konur kunna að
klæða sig með þokka.
Tísku- velja vandað -blað,
á vetrum ullarsokka.

8/12/08 00:00

Billi bilaði

Ullarsokka eflaust þarf að nota
er á morgun veiða fer ég til.
Á sjóstöng verð, og vonandi þá rota
vænan túnfisk, meter, hér um bil.

8/12/08 01:00

Regína

Billi veiðir vitanlega fiskinn
sem vonum bráðar tek ég upp úr dós,
og set með lauk og súrmjólk pent á diskinn,
og síðan snæði ein við kertaljós.

8/12/08 01:01

Billi bilaði

Kertaljósin settu alltaf sjarma
á sumarbústaðsferðir hér í denn.
Í dag ég þessa horfnu tíma harma,
og hugann langar þetta að prófa enn.

8/12/08 03:02

Regína

Enn er hérna orkt í leyni,
enn má nýjar vísur finna.
Enn ég bögu yrkja reyni,
en mér finnst það handavinna.

8/12/08 07:01

Billi bilaði

Handavinna húsmæðra í Hafnarfirði
haldið uppi hefur bænum
hingað til með fúlgum vænum.

8/12/08 05:01

Regína

Vænum bita berst ég við
í bítið loks að kyngja.
Annars kemst ég ekki á svið-
ið upp til að syngja.

8/12/08 05:01

Offari

Syngur nú í sjöllunum
suðið menn nú þreyta.
Áður söng í öllunum
engu þeir nú neita.

8/12/08 14:01

Billi bilaði

Nei takk! komið nú er hér
nóg af þessu máli.
IceSave strax með okkur fer
oní gröf úr stáli.

8/12/08 22:01

Regína

Stálið hnífa, stillið mið,
styrkið þorps-og sveitalið.
Aftur skal ei íhaldið
okkur setj'á höfuðið.

9/12/08 00:02

Billi bilaði

Höfuðið er heilalaust,
hugsun alla vantar.
Því sem eitt sinn í mér braust
úr mér stálu fantar.

9/12/08 06:01

Regína

Fantar stálu úr mér óð
eitt sinn sárt með pínu.
Hugsun síðan heil og góð
höfði er í mínu.

9/12/08 02:00

Offari

Mínar skuldir get ég greitt
greitt án þess að orga.
Núna allt er orðið breytt
aðrar skuldir borga.

9/12/08 06:00

Texi Everto

Borgarstjórnin bjargar öllu,
býður orku fala.
Skuldabréfi skartar snjöllu,
skökk þó vaxtatala.

9/12/08 19:01

Regína

Tala þarf ég margt og mæla,
mala, skrafa, setja í brag:
Billa ætla hér að hæla,
hann er þriggja ára í dag.

10/12/08 06:00

Offari

Dagsform mitt er misjafnt hér
mikið stundum lítið.
Orkan kemur oft svo fer
öllum finnst það skrítið.

31/10/08 02:01

Billi bilaði

Skrítið er að skrifa ljóð á hvolfi
og skoða heiminn, héðan neðanfrá.
Svona eins og glompa er í golfi,
en gegnum hana má ei himinn sjá.

1/11/08 11:01

tveir vinir

Sjá, við erum saman hér
að syndga pínulítið.
Bara smá, sem betur fer,
svo brenni ekki vítið.

1/11/08 18:01

Billi bilaði

Vítið sem að var hér dæmt var vitlaust tekið.
Öðrum skal af velli vikið,
velgja hinum þarf um spikið.

2/11/08 12:00

Regína

Spikið hreyfðu, hverfur þá
hálfrar aldar lopi,
sætabrauðs- og sykurþrá,
sígur peysugopi.

3/12/09 09:01

krossgata

Peysugopa prjónaði
punta fyrir hátíð.
Þessum degi þjónaði
þegar laum eru' ei fátíð.

3/12/09 09:01

Billi bilaði

Fátíð er þátíð sem framtíð í nútíð,
ferðumst við tíðast í augnanna bliki.
Þó er nú vitað að senn kemur sútíð
er sjáumst við ekki í vegarins ryki.

3/12/09 12:01

Vladimir Fuckov

Ryk á móti sólu sjest,
síar ljósið veika.
Laumupúka langar mest
í lítinn sýnileika.

3/12/09 12:01

Billi bilaði

Sýnileiki sjálfsins er
sérstaklega mikill
þegar lundin þyngsli ber
og þinn uppraknar hnykill.

4/12/09 09:02

lappi


Hnikilli að mér og sifja sest
sofna vil ég bráðum.
Nú kveð ég ljúfan góðan gest
gætin í fötum snjáðum,

4/12/09 10:02

Skabbi skrumari

Snjáðum fötum snauta úr
snáðinn minn er nakinn
Úrvalsrjóma (aðeins súr)
er ég núna þakinn.

5/12/09 01:02

Bakaradrengur

Þakin rjóma þykir tertan
þekkileg og góð.
Þykkum graut í þykir ertan
þarma- vekja -hljóð.

5/12/09 02:00

Regína

Þarmahljóðin þykja oft
þraut að skynja héðan.
Þau má heyra þegar loft
þrengist út að neðan.

8/12/09 14:00

Billi bilaði

Neðan frá ég njóta má
nettra, smárra kvæða.
Oft ég gái, en þau fá
í má ná, og bræða.

1/11/09 18:00

Texi Everto

Bræða mig nú brosin glett
sem beint er til mín núna.
Drengur sem og drósin nett
duga bæði í frúna.

2/11/09 06:00

Billi bilaði

Frúna hef ég farið með
í ferðalögin víða.
Býsn það hennar bætir geð
á bar að detta í'ða.

2/11/09 06:02

Heimskautafroskur

Í'ða mesta misst ég hef af mætu sviði.
Sveðju ber að sverum kviði.
Sýni iðrin. Kveð í friði.

2/11/09 09:02

Billi bilaði

Friði hef ég farið með um fjölda landa,
boðað meðal margra sprunda
mæti þess að kynlíf grunda.

4/12/10 10:00

Regína

Grundar lífið, lætur hrund
lengi vel að fríðum dreng.
Blundar loksins stutta stund,
strengir síðar mittisþveng.

8/12/10 06:02

Skabbi skrumari

Þvenginn minn nú þrengir að
þungur er minn kuti.
Engið ljúft mér lengir það
og langa'í ýmsa hluti.

3/12/11 05:00

Upprifinn

hlutaveltuvælubíl
vil ég fá að starta
þegar heyrist aumlegt ýl
í Íhaldinu að kvarta.

4/12/11 23:00

Regína

Kvartar aldrei auðargná
og það sést á vöngum.
Hún var vanin við að fá
versta bitann löngum.

8/12/11 01:00

Offari

Löngun til að yrkja er
að angra mig hér núna
Ætti miklu heldur hér
heim'að kyssa frúna.

3/12/12 17:01

Billi bilaði

Frúna hefur farið í
í fjölda skipta, Ómar.
Fengum við oft frétt af því
og fjöldinn víst þær rómar.

6/12/12 01:00

Regína

Róma margir Rómaborg,
róma þar um götur
borgardrunur, óp og org,
og inn á knæpum: Sötur.

9/12/17 17:01

Billi bilaði

Sötur, líkt og sullið, er
sálartetursvandi.
Í upphafi á flug það fer
en fellur loks að grandi.

17.09.2018

Skabbi skrumari:
  • Fæðing hér: 11/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eðli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikið drykkjudýr drekkur Ákavíti Með friðargæslu gerir hann grikk þá ljótukalla hákarla að kæsa kann og kasta upp á hjalla
Fræðasvið:
Er smáfróður um allt, en stórfróður um fátt. Þykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítið um allt...
Æviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stað brjóstamjólkur, auk þess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Þótti frekar lítill og óárennilegur í æsku og á harðindatímum seinustu aldar lá við að Skabbi myndi ekki hafa það af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn að laumast í hákarlalýsistunnuna út við verkfæraskúrinn og hafði Vargur Vésteins skilið eftir opna Ákavítisflösku ofan við tunnuna og hafði hún lekið í heilu lagi niðrí tunnuna... Fyrir vikið smakkaði hann Lýsisblandað Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk þess sem það fór að renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níðvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir það... Hefur löngum þótt ódæll og erfiður viðureignar en fékk þó sökum klækja og mútubragða Friðargæslustól hér á Gestapó og notar hann öll tækifæri til að misnota þá aðstöðu. Hann Skabbi er einnig þekktur fyrir að misnota kvæði sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvæðaníðing hinn versta... auk þess sem það er fáheyrt að annað eins skrípi geti ort kvæði sem getur ekki komið frá sér óbrenglaðri setningu... Húmor takmarkaður, en húmorast þó. Æviágripið er í sífelldri endurnýjun...