— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 5/12/04
Gagnvirkur Sálmur

Síđustu daga hefur tíđni félagsrita hér minnkađ gríđarlega... nú er elsta félagsritiđ á forsíđunni ţriggja daga gamalt... ţví ćtla ég ađ búa til sálm... hmm hvernig á ég ađ hafa hann... <br /> <br /> Lćt ykkur ráđa, ţví byrjar hann ađ vera tómur... sendiđ inn óskir um efni og ég bćti einni vísu viđ í hvert skipti sem einhver ber fram ósk... Skál... (hef einnig ákveđiđ ađ ég muni breyta sumum vísunum ef mér dettur í hug betri útgáfur)

Ákavíti yndiđ mitt
unađ ţú mig gefur
Fagurt nú er nefiđ ţitt
nú viđ hliđ mér sefur

------------------------------

Kóbaltiđ í kroppinn set
klárlega ţađ tifar
Eftir ţađ ég allt hér get
Últra-kóbalt blivar

------------------------------

Myrkur er um miđja nátt
ég móki út viđ glugga
En tungliđ ávallt tindrar dátt
og tekur burtu skugga

------------------------------

Margir segja Mér Vantar
mjög svo lítiđ kunna
Eru miklir málfantar
og máliđ ţeir ei unna

------------------------------

Áđan sá ég útlending
offitu var sjúklingur
óttalegan innblending
andafýlukjúklingur

------------------------------

Andstuttur ég ćđi nú
uppá fjalliđ háa
Ţađ er enn mín trausta trú
ég tindinn nái bláa

------------------------------

Smábaggi sá smái gaur
smćlar lítil snúlla
Rembist hér sem rjúpa viđ staur
hin rauđa krúsídúlla

------------------------------

Mjöđinn nokkurn mćra vil
mjög er góđur dropinn
Ef ađ ţú vilt brúa bil
bestur er Viskísopinn

------------------------------

Afsakađu anginn ţinn
elsku Baggi smái
Vil ég ekki móđga, minn
mćti snáđi knái

------------------------------

Ert'í vanda Albin sćll?
Ertí klípu vćni?
Ertu vinur, vesćll ţrćll?
Vantar hjálp viđ spćni?

------------------------------

Ţakka ekki ţarftu hér
ţrautir fannst í ljóđu
Vinur hjálpa vil ţó ţér
verđa skalt ađ góđu

------------------------------

Börkinn nú ég bít í ţykkt
beiskt er ţetta skrúđ
Ákaft strýk ég, yndćl lykt
Appelsínuhúđ

------------------------------

Lúmskur ađ ţér lćđist stig
lćrdómsbaugurinn
Finn ađ óttinn finnur ţig
Fallsins draugurinn

------------------------------

Goggur svífur grimmt á hliđ
gantast Enter núna
mun ţađ verđa mikil biđ
ég missi sannleikstrúna

-------------------------------

Vímusar er hugmynd heit
held ţađ yrđi ráđiđ
ađ pár’um Gesta póa sveit
prýđir ţráđa dáđiđ

-------------------------------

Hann er kátur, hann er góđur
hann er ei međ slen
Sjaldan reiđur, alldrei óđur
Ívar Sívertsen

-------------------------------

Laufblađiđ hiđ litla nú
lestrar er hér hestur
Er ţví hérna orđin jú
ekta heiđursgestur

-------------------------------

Hestamenn oft hnýta tagl
hefđarmeyjar líka
Finnst mér vera vesen stagl
viđ ţađ út ég fríka

-------------------------------

Gemsanotkun hef ég heyrt
heila-eru-brennarar
Gáfur ţó enn get’í keyrt
grunnsins skóla kennarar

-------------------------------

Í hendi er ei hníf ţungur
hef í vasa mínum
skraut er sjálfsins skeiđungur
og skerpi hann međ brýnum

-------------------------------

Óskeikul er okkar stjórn
efa ţađ mátt varla
Á Baggalút er blóđsins fórn
er baular ţú á jarla

-------------------------------

Kćta ávallt kvennalund
kraftalegir til orđsins
Ráđagóđir á raunastund
riddarar barborđsins

-------------------------------

Kvenmenn ertu loks viđ laus
Limbri frjálsi mađur
Vinur ekki hengja haus
heppinn vert og glađur

-------------------------------

Konuleysiđ kálar mig
međ kvöl og hugarpínu
Elskan fyrir opna ţig
öllu sćđi mínu

-------------------------------

Klámsins vísur kasta hér
kannske gengur lengur
Ugla ţarna soldiđ sér
sjúkalegur drengur

-------------------------------

Allar vísur fćrslur fá
fyrst ţá vil ég ţakka
sendiđ fleiri, mođa má
meir úr ţessum pakka

-------------------------------

Gerđist ţar einn gríđar skellur
og gráir lokkar
ráfuđu ţar reiđar kellur
og rauđir sokkar

-------------------------------

Ástir kynja Bakkabrćđur
bagatella sveinar
Viđ ţađ bćta valdakrćđur
veit ei hvađ hann meinar

-------------------------------

Loforđ svík ei Sívertsen
sendi hér inn kvćđi
Ţakka vil ţó ţér hér, en
ţetta var ei ćđi

-------------------------------

Reyđast allir rauđir menn
rođa slćr á skrokka
Forn er hugmynd fćđist senn
fann ég eyrnarlokka

Ţetta var reyndar út í hött og biđ ég menn, konur og dýr ađ koma međ fleiri hugmyndir sem hćgt vćri ađ setja á blađi áđur en ţetta dettur af forsíđunni... skál

   (112 af 201)  
5/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Ţađ ćtlar enginn ađ byrja... Skabbi semdu nú eitthvađ um Ákavíti...

5/12/04 04:02

albin

Kóbalt

5/12/04 04:02

Hóras

Og svo eitt erindi um Tungliđ

5/12/04 04:02

Furđuvera

Rađnauđgun margra unglinga á móđurmálinu.
(ég er öskuvond... stelpa á mínum aldri skrifađi "mér vantar" rétt áđan...)

5/12/04 04:02

Furđuvera

Ef ţig vantar eitthvađ fleira til ađ yrkja um, ţá dettur mér í hug offita, útlendingar og andfýla.

5/12/04 04:02

albin

Andstuttur

5/12/04 04:02

Litla Laufblađiđ

Krúsídúlla

5/12/04 04:02

feministi

Ţađ mćtti nú semja heilan vísnabálk um viskí.

5/12/04 04:02

Smábaggi

Krúsídúlla... andskotans móđganir.

5/12/04 05:00

albin

Hjálp

5/12/04 05:00

albin

Takk

5/12/04 05:00

albin

Appelsínuhúđ

5/12/04 05:00

Goggurinn

Falldraugurinn

5/12/04 05:00

Goggurinn

(es. Takk Enter, ţetta ţykir mér ofursvalt)

5/12/04 05:00

Vímus

Ţegar ég kom á Lútinn fyrir tćpu ári síđan, var hér skemmtilegur ţráđur um Bagglýtinga. Ţar var Skabbi ađ sjálfsögđu međ duglegri mönnum ađ lýsa mönnum í bundnu máli. Hvernig vćri ađ taka upp ţráđinn ţar aftur?

5/12/04 05:00

Ívar Sívertsen

Yrkja um mig Skabbi...

5/12/04 05:00

Litla Laufblađiđ

Ég er orđin heiđursgestur

5/12/04 05:01

Gvendur Skrítni

Taglhnýtingar eru skemmtilegt vísnaefni

5/12/04 05:01

Ugla

Grunnskólakennarar.

5/12/04 05:01

Ugla

Sjálfskeiđungur.

5/12/04 05:01

Rasspabbi

Lítinn óđ um ritvillu Ritstjórans!
,,Fćreyskur Njónari handsamađur"

Allir geta nú gert mistök.

Kannske ađ njónari sé eitthvert nýyrđi sem lágt settur ţumbi eins og ég skil ekki. Enda treg-gáfađur međ eindćmum.

5/12/04 05:01

Heiđglyrnir

Ći já Skabbi minn eitthvađ um Riddara Barborđsins, ráđagóđa á raunastund. Hafđu fyrirfram ţökk fyrir.

5/12/04 05:01

Limbri

Vćrir ţú til í ađ hnođa einni saman sem lćtur manni líđa betur varđandi kvenmansleysi.

-

5/12/04 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Kvennmansleysiđ ađ drepa mig
međ áhyggjum og pínum
kona getur ţú oppnađ ţig
fyrir dropum mínum

5/12/04 05:02

Ugla

Ţú ert sjúúúklegur drengur!
(Ţetta er bara mín skođun og allsendis óţarfi ađ yrkja nokkuđ um hana.)

5/12/04 05:02

Skabbi skrumari

Ţađ fćr hver fćrsla vísu... líka ţessi hehe... og ţar sem ég er ađ skrifa, ţá vil ég ţakka tillögurnar... meira takk...

5/12/04 05:02

feministi

Ţađ eru 35 ár frá ţví ađ rauđsokkurnar gengu međ í kröfugöngunni 1. maí viđ misjafna hrifningu.

5/12/04 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ekki veit ég hvort ţú sért ađ reyđast ţessari bagatellu minni ađ ofan . Ţó veit ég ađ ást á milli kynja hefur ekkert međ jafnréttis baráttu ađ gera.
Enda eru flestir valdamenn sem halda uppi óréttlćtinu í heiminum náttúrulausir međ öllu

5/12/04 06:00

Ívar Sívertsen

Hafđu ţakkir fyrir Skabbi. Ertu viss um ađ hver fćrsla eigi ađ fá vísu?

5/12/04 06:01

feministi

GEirH ef ég vissi nú hvađ ţađ er ađ reyđast. En, ef ţú ert ađ spá í hvort skrif ţín hér ađ ofan hafi komiđ ólgu á tilfinningar mínarţá myndi ég svara ţví neitandi. Takk fyrir vísuna Skabbi.

8/12/04 05:00

Ívar Sívertsen

En hvernig vćri nú ađ yrkja um endurkomu Gestapó?

8/12/04 07:02

Skabbi skrumari

Jah, ég er búinn ađ ţví nú hehe... en ekki í ţessu félagsriti...

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...