— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 1/11/03
Ţjóđardýriđ

Ég er sáttur viđ valiđ á ţjóđarblóminu, en hvađ međ ţjóđardýriđ?

Nú er nýbúiđ ađ velja hina stórglćsilegu Holtasóley sem ţjóđarblóm okkar Íslendinga. En hefur einhvern tíman veriđ valiđ ţjóđardýr? Ef svo er ţá hef ég allavega ekki orđiđ var viđ ţađ.

Ef ţađ yrđi valiđ, erum viđ ţá ađ tala um Trjónukrabbann, Lóuna, Minkinn, Grásleppuna, Sauđkindina, Ánamađkinn, Haförninn, Klettadoppuna, Mađkafluguna, Ţorskinn, Álftina, Tófuna, Lundann eđa Hörpudiskinn?

Trjónukrabbinn er međal fegurstu sjávardýra, međ sýna fallegu trjónu.


Lóan er fagur fugl, sérstaklega ţegar hann er hér á Íslandi í sumarlitunum.
Minkurinn er löngu búinn ađ sanna gildi sitt í íslenskri náttúru.
Grásleppan og Ísland eru eitt og ţađ sama.

Sauđkindin, međ sýnar fallegu klaufir og tignarlega munnsvip.
Ánamađkurinn sem á fögrum rigningadögum, líđur um yfirborđiđ.
Haförninn hinn tignarlegi.
Klettadoppan sem skreytir sjávarbarđa steinana.

Mađkaflugan međ sitt fagra suđ.
Ţorskurinn, sá guli straumlínulagađi gullfiskur.
Álftin međ sinn langa háls og lúđursöng.

Tófan er lćđist um klettaborgir og gaggar.
Lundinn, hinn hlédrćgi prófastur.
Hörpudiskurinn fagurröndótti.

Valiđ er erfitt, en Grásleppan yrđi fyrir valinu hjá mér.

   (148 af 201)  
1/11/03 00:00

Goggurinn

Haförninn eđa grásleppan, annađhvort.

1/11/03 00:00

Hildisţorsti

Til hamingju Skabbi. Laus viđ ritstífluna.

Er ekki ţjóđardýriđ Tófan?

1/11/03 00:00

Sprellikarlinn

Ekki örninn, of Bandarískt, álftin fengi mitt atkvćđi.

1/11/03 00:00

Goggurinn

Skallaörninn er alamerískt fyrirbćri, en okkar háttelskađi haförn er ţađ ekki!

1/11/03 00:00

Jóakim Ađalönd

Kindin er bezt.

1/11/03 00:00

Limbri

Ég vil nú fá ţennan mink af listanum yfir tilnefnd dýr. Hann er skađrćđi og gjörsamlega innfluttur.
Lundinn er aftur á móti skársti kosturinn af ţessum lista, bćđi ţegar litiđ er til sögunnar og ef horft er á auglýsingalegt gildi.´
Lúsin var nú ofarlega í huga mínum ţegar ég renndi yfir ţennan lista. Ekkert dýr hefur lifađ í meiri nánd viđ hinn dćmigerđa íslending í gegnum tíđina.
Annars sakna ég nú íslenska hundsins á listanum. Einnig er humarinn góđur kandídat.

Lundinn er ţađ heillin. Halelúja.

-

1/11/03 00:01

Hakuchi

Hvađa darrađadans er ţetta eiginlega? Íslenska fálkann og ekkert annađ!

1/11/03 00:01

Júlía

ÍSLENSKA SAUĐKINDIN! Hvernig gćti nokkuđ annađ dýr komiđ til greina?!
Blessuđ lóan vćri sjálfkjörin sem ţjóđarfuglinn, og ýsan sem ţjóđarfiskurinn (ţó grásleppan sé reyndar sterkur kandidat).

1/11/03 00:01

Jóakim Ađalönd

Mćl ţú manna heilust!

1/11/03 00:01

Vladimir Fuckov

Ţó íslenska sauđkindin sé íslenskari en allt ţađ sem íslenskt er ţá hefur hún ţó ţann galla ađ teljast eigi til íslenskra villidýra líkt og t.d. refurinn. Finnst oss ţví skorta á ađ settar hafi veriđ nćgjanlega skýrar reglur varđandi tilnefningar á ţjóđardýri. Ţá finnst oss og koma til greina ađ greina á milli sjávardýra, landdýra og fugla, ţ.e. hafa a.m.k. ţrjá flokka (e.t.v. ţann fjórđa fyrir skordýr).

1/11/03 00:01

Júlía

Refurinn er sjálfkjörinn sem ţjóđarvillidýriđ. Og ţó, íslenska hagamúsin vćri nú verđugur fulltrúi líka.
Ţjóđargrasbíturinn: Íslenska sauđkindin (fegurst og skynsömust dýra á norđurhveli)
Ţjóđarnagdýriđ: Hagamúsin (ekki ósvipuđ íslensku ţjóđinni; báđar átu handrit í harđindum)
Ţjóđarkjötćtan: Refurinn
Ţjóđarsnýkjudýriđ: Blessuđ lúsin
Ţjóđarmófuglinn: Lóan

1/11/03 00:01

Golíat

Kindin, ekki spurning.

1/11/03 00:01

Skabbi skrumari

Ađ sjálfsögđu ţarf ađ vera víđtćk sátt um ţjóđardýriđ og ţví er ţessi umrćđa nauđsynleg... ţađ hlýtur ađ vera hćgt ađ finna eitt dýr sem er kjöriđ sem andlit Íslands út á viđ, höldum umrćđunum gangandi og sköpum ţjóđarsátt.
Af ţeim hugmyndum sem komiđ hafa fram, eftir ađ ég skrifađi pistilinn, ţá er Fálkinn líklegastur kandidat og Hagamúsin kemur sterk inn ađ mínu mati... lúsin er kannske ađeins of sjaldgćf núorđiđ, en er ţó góđur kandidat...

1/11/03 00:01

bauv

Hvađ međ Síldina.

1/11/03 00:02

Goggurinn

Ţessa norsku kannski?

1/11/03 00:02

Barbapabbi

En ađ gera bara grís ađ ţjóđarskepnu?.... heyrđu bíddu nú viđ!!!

1/11/03 00:02

Jóakim Ađalönd

Hehehe. Góđur ţessi!

1/11/03 00:02

Tinni

Já, mín skođun er sú ađ Rykmaurinn verđi barasta ađ hljóta uppreisn ćru sem Ţjóđardýr.

1/11/03 01:00

feministi

Sauđkindin er náttúrulega ţjóđardýriđ, ţađ er eins og mig minni ađ ţetta hafi veriđ rćtt hérna áđur.

1/11/03 01:01

Limbri

Voru ekki Nýsjálendingar á undan okkur ad ná rolluhelvítinu? Varla getum vid verid med sama og andfćttlingarnir.

-

1/11/03 01:01

Nykur

Nykurinn er án nokkurs vafa ţjóđardýr Íslands enda fyrirfinnst hann hvergi annarsstađar.

1/11/03 01:01

voff

Íslenski hundurinn er án efa göfugastur hunda á ţessari plánetu og ţótt víđar vćri leitađ. Hringuđ rófan og sperrt eyrun, einkennismerki hans, skera hann frá öđrum hundategundum eins og drykkjuskapurinn og heimtufrekjan skera íslensku ţjóđina frá öđrum ţjóđum. Ţví segi ég: Íslenska hundinn sem ţjóđardýr.

Ţjóđarfiskurinn er ađ sjálfsögđu Veiđivatnaurriđinn. Séríslenskur. Matfiskur í Holta- og Landssveit um aldir. Skemmtilegt ađ veiđa hann.

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 29/8/22 11:54
  • Innlegg: 6959
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...