— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 6/12/07
Innflytjendur og andstæðingar þeirra

Mikið hefur verið rætt um innflytjendur og komandi flóttamenn. Það gefur manni tilefni til að hugsa þessi mál meira en venjulega og ýmislegt hefur komið upp úr kafinu þegar ég hef verið að ræða þessi mál við fólk.

Einn hópur fólks vill ekki fá flóttamennina á þeim forsendum að hreinsa eigi upp eigin vandamál áður en flóttafólki er boðið að koma. Ég er svo aldeilis bit á þessari afstöðu. Þetta eru hreinlega ekki sambærileg mál þó svö þau heyri undir sömu nefnd í sveitarfélögum og hjá ríkinu. Annars vegar er þetta barátta við fólk sem hefur annað hvort verið óheppið í gegnum tíðina eða sólundað því sem það hafði í vitleysu og er því stimplað félagslegt vandamál. Hins vegar eru það flóttamenn sem eru ævinlega þakklátir fyrir þann öðlingshátt að bjóða þeim að dvelja í samfélaginu.

Annar hópur fólks vill fegið fá flóttamennina til að krydda samfélagið. En hvaða krydd er verið að tala um? Eiga þetta ekki að verða þegnar hér sem borga sömu skatta og við hin, sinna sömu skyldum og við hin og þiggja sömu samfélagsþjónustu og við hin þegar fram líða stundir? Lítið krydd af því. En svarið liggur líklega í þeirri menningu sem flóttafólkið ber með sér. Það er alltaf gaman að sjá og heyra önnur viðhorf til lífsins og tilverunnar heldur en þau sem eru ríkisinnprentuð hér á landi.

Einn hópurinn vill alveg fá flóttamenn... bara ekki í sitt sveitarfélag því það sé ekki alveg passandi að hafa „þetta fólk“ á framfæri sveitarfélagsins, „Þetta fólk“ sé bara afætur sem leiða af sér vandamál. Þetta er kjánaleg afstaða!

Fyndnasti hópurinn þykir mér þó sá hópur sem röflar hvað mest um að það eigi bara almennt ekki að hleypa útlendingum til Íslands, engum - punktur og basta! Ég var á leið til Vínarborgar um daginn og flaug til Budapest. Í flugvélinni hitti ég einn gamlan vinnufélaga sem þekktur er fyrir andúð á útlendingum. Hann fór að fárast yfir því að nú ætti að fara að flytja inn útlendinga frá Palestínu, „einhverjar djöfulsins kelliingar“ sem verða síðan að ónytjungum og afætum. Hann notaði reyndar mun grófara orðalag um atvinnustéttir sem ættu að vera bannaðar hér á landi. Hann sagði hátt og snjallt að „þessir helvítis útlendingar eiga að halda sig heima hjá sér“. Ég svaraði honum stundarhátt „Finnst þér þá að það eigi að banna ferðamönnum að koma líka?“ Og ekki stóð á svari „Já, þetta helvítis pakk hefur ekkert að gera hingað!“ Ég sagði þá við hann vinalega en samt þannig að það heyrðist „Jáhhá, finnst þér þá að það ætti að banna okkur að fara til útlanda? Ég meina með þína skoðun, hvað í andskotanum ert þú þá að þvælast til Ungverjalands?“ Ég uppskar hlátur þeirra sem heyrðu en kallinn koðnaði niður í sætinu og steinþagnaði. Hann sagði varla orð það sem eftir var ferðar.

Ég er þeirrar skoðunar að flóttafólk eigi rétt á því að koma til landsins svo fremi að stjórnvöld samþykki komu þess. Hvað aðra innflytjendur varðar þá vil ég setja mjög skýrar reglur... jah... eiginlega bara eina reglu. Sú regla er þannig að innflytjendur verði að fóta sig í samfélaginu, fá sér vinnu, skila því til samfélagsins sem til þeirra er ætlast, læra tungumálið og aðlagast íslenskum aðstæðum. Fólk sem kemur hingað til þess eins að vera atvinnulaust og einangra sig með innflytjendahópum finnst mér að eigi með réttu að reka úr landi til síns heima. Danir, Hollendingar og Þjóðverjar brenndu sig á þessu hér einu sinni og Tyrkir gengu á lagið. Hollendingar og Þjóðverjar uppskáru gríðarlegt atvinnuleysi - bæði meðal innfæddra sem og innflytjenda. Ástandið hefur eitthvað lagast en þar sem löndin voru algerlega opnuð og engar hömlur settar á þá varð þetta að ákveðnu vandamáli sem orsakaði gríðarlega vakningu á rasisma, þjóðernishyggju. Ég vil ekki banna fólki að flytjast til landsins heldur reyna að koma í veg fyrir að innflytjendur verði álitnir vandamál og rasismi verði enn alvarlegri en orðið er hér á landi. Þess vegna þarf að setja skýrar reglur. Þetta kemur líka í veg fyrir að starfsmannaleigur níðist gegndarlaust á erlendum verkamönnum.

Ég fordæmi málflutning þeirra sem á opinberum vettvangi hafna komu flóttamanna. Ísland er aðili að alþjóðasamningum sem meðal annars fela í sér ákvæði um að taka ákveðinn fjölda flóttamanna á ákveðnu tímabili. Ef við færum ekki eftir þessum samningum þá værum við eiginlega í svo djúpum skít að við gætum ekki andað. Með auknum samskiptum landa á milli og auknu ferðafrelsi er óhjákvæmilegt að fólk flytjist milli landa.

Eitt sem ég vil segja við þá sem eru andsnúnir innflytjendum. Ef banna á fólki að flytjast til Íslands og banna á flóttamönnum að koma til Íslands þá ætti auðvitað að banna Íslendingum að flytjast til útlanda hvort heldur sem er til náms eða starfa, ekki satt? Þetta er alla vega alveg jafn kjánalegt í hvora áttina sem það er skoðað.

Íhugið ykkar eigin stöðu.

   (69 af 287)  
6/12/07 04:01

Texi Everto

Ég vil endilega taka á móti flóttamönnum á gresjuna mína. Kannski sjá þeir einhver ráð með óþekku beljurnar sem vilja alltaf naga svefnpokann minn. Ég veit samt ekki hvað Blesi myndi segja ef það kæmu flóttahestar til okkar, hann er soddan rasisti greyið. Held samt hann láti tala sig til ef ég sýni honum nokkrar fínar flóttahryssur. <Stækkar varðeldinn svo fleiri geti setið við hann>

6/12/07 04:01

Jarmi

Ég er útlendingur. Mér er tekið vel því að ég haga mér vel og læt ekki stinga mig í sjoppum.

6/12/07 04:01

Jarmi

Já og ég sting ekki aðra heldur, né nauðga, né stel úr búðum, né tek við félagslegum bótum, né tala annað tungumál en heimamanna, né neita að fylgja siðum heimamanna.

6/12/07 04:01

Billi bilaði

Ég hef lesið töluvert af umræðum um skoðanir Magnúsar Þórs og Sigurjóns, og það sem stakk mig sérstaklega var hvað þeir sem eru á móti þeirra skoðunum eru sérstaklega óumburðarlyndir og áberandi dónalegir.
Ég vil frekar vera rasisti en að fylgja þannig fólki að málum!

6/12/07 04:01

Þarfagreinir

Þarna kemur fram strax í upphafi góður punktur, sem ég hef líka velt fyrir mér.

Sumir ganga nefnilega út frá því að allir Íslendingar sem eru í 'félagslega pakkanum' verðskuldi aðstoð og fjármuni ríkisins - að allir Íslendingar eigi að ganga fyrir. Það þarf engar 'faglegar úttektir' á vanda þeirra - onei. Þeir biðja um aðstoð, þeir eru Íslendingar, og þá fá þeir aðstoð.

Þegar kemur að flóttafólki er tóninn hins vegar sá, að þeir verði nú bara baggi á samfélaginu um ókomna tíð - eða þá reynt er að orða þetta á penni hátt með því að röfla um 'faglegar úttektir'. Það er alla vega talið klárt mál, að það sé ótækt að taka að sér flóttafólk á meðan einhverjir Íslendingar eiga bágt - af því þeir eiga allir skilið að fá aðstoð.

Svo sárnar umræddum mönnum það að þeir séu stundum kallaðir rasistar ...

6/12/07 04:01

Þarfagreinir

Þannig að þú vilt frekar fylgja manni að málum sem sagði meðal annars þetta, Billi:

Að ætla síðan að láta sér detta í hug að bæta við 60 manns sem koma úr flóttamannabúðum og hafa upplifað ýmislegt (talað hefur verið um fólk frá Palestínu), fólk sem þarf að vera í gjörgæslu félagsmálayfirvalda um ókomna framtíð – er svo galið að ég á vart orð yfir vitleysuna.

Hann hins vegar sagði þetta ekki opinberlega. Auðvitað ekki. Hann þorir ekki einu sinni að gefa upp alvöru ástæðurnar fyrir afstöðu sinni á opinberum vettvangi, heldur kýs þess í stað að sökkva niður í fen mótsagna og vitleysu.

Það gera fleiri í hans flokki með honum ... og þar eru þeir vel geymdir. Ofan í skítafeninu.

Ég myndi telja þessum mönnum það til tekna ef þeir þyrðu að koma hreint fram - en það geta þeir ekki einu sinni.

6/12/07 04:01

Þarfagreinir

Þetta sagði hann nota bene töluvert áður en hann kvartaði yfir lítillri umræðu og ósvörðuðum spurningum. Samt sem áður lá ekki á honum að svara téðum spurningum á sínum tíma - með afdráttarlausu "Nei"-i ... og taldi umræðu óþarfa.

Yfir hverju er hann þá að væla núna?

6/12/07 04:01

Þarfagreinir

Á meðan hefur 'ágætur' félagi téðs manns sagt meðal annars þetta (í grein þar sem hann rökstuddi það að óþarfi væri að taka á móti flóttaflokkinu fyrst og fremst á þeim grundvelli að peningunum væri betur varið í að 'hjálpa fólkinu heima hjá sér', 'á þeirra menningarsvæði'):

Þeir sem velja hverjir koma gera það á grundvelli mats á því hversu líklegir þeir eru til að geta spjarað sig í íslensku samfélagi.

Ekki rímar þetta nú alveg við þau rök að þetta fólk verði baggi á samfélaginu.

Samt sem áður hrósa þessir 'ágætu' menn hvor öðrum, og taka undir orð hvors annars.

Það eina sem er sammerkt í málflutningi þeirra er að það er algjör fásinna að taka á móti þessu flóttafólki, af einum eða öðrum ástæðum.

Af hverju ætli það sé nú?

6/12/07 04:01

Nermal

Lang stæsti gallinn við útlendingaumræðuna hér er að hún er frekar einsleit. Ef menn eru ekki alveg til í óheftan aðgang útlendinga að landinu eru þeir oftar en ekki nefndir kynþáttahatarar. Ungir sjálfstæðis menn fengu t.d bágt fyrir að vilja senda útlendinga í íslenskupróf áður en þeir fengju ríkisborgararétt. Ísland er lítið land. Það verður að gæta þess að ekki komi upp vandamál. Eigum við t.d að byggja sér skóla fyrir múslima? Blessaðir útlendingarnir verða allaveganna að sætta sig við að hér gilda okkar reglur.

6/12/07 04:01

Þarfagreinir

Ég get tekið undir það, Nermal - og ég get líka tekið undir marga af þeim varnöglum sem til dæmis Ívar og Jarmi slá. Þetta á alveg að vera hægt að ræða á vitrænum og rökrænum forsendum - og það er ekkert að því að gera einhverjar kröfur um að innflytjendur hegði sér vel, læri íslensku, og það allt saman.

Umræða ákveðinna manna um flóttamennina frá Palestínu er hins vegar það grímulaust ógeðfellt rugl að ég get ekki orða bundist - né get ég þagað yfir þessu. Þar fyrst finnst mér steininn hafa tekið úr.

Rökleysan, vitleysan og mótsagnirnar nægja þar ein til. Ég hef litla þolinmæði fyrir slíku.

Ég hef engu meiri þolinmæði fyrir hræsni og aumingjaskap, sem ég tel þessa menn einnig hafa gert sig seka um.

6/12/07 04:01

Grágrímur

Mér hefur alltaf þótt bráðnauðsyn að fá útlendinga til íslands til að slá á úrkynjunina eftir þessi 1100 ár.

Annars er æeg um margt5 sammála ´+Ivari, ég tel mig innflytjanda, er að læra málið, er að "reyna" að vinna (á eftir að drepa mig á því...) svo ég tel mig eki útlendinga vandamál.

6/12/07 04:01

Billi bilaði

Þarfagreinir: „Þannig að þú vilt frekar fylgja manni að málum sem sagði meðal annars þetta,“

Þetta er umræðan í hnotskurn. Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur og þar með ert þú réttdræpur! (Alls ekki þín meining, Þarfi, ég veit það - en meining allt of margra.)

Ég vil hvorugum fylgja að málum, þó að ég viðurkenni fúslega að ég vilji ekki sjá moskur nálægt mínu heimili og hlýt því að vera bullandi rasisti!!!

Ég hef gist á hóteli við hliðina á mosku í Indónesíu. Þar var ég að heimsækja vini mína - alveg yndislega múslíma (ég fór meðal annars með þeim á trúarhátíð, og þurfti til þess að fara með ákveðin múslímst orð um að ég væri ekki andstæðingur Allah - og gerði það fúslega) - en þá daga sem ég var á þessu hóteli gekk mér illa að sofa.

6/12/07 04:01

Þarfagreinir

Þarna missti ég mig í pirringi, og biðst forláts á því. Vissulega eru öfgar á báða vegu, en gagnrýnin finnst mér í flestum tilfellum fyllilega réttmæt - alla vega þegar kemur að þessu flóttamannamáli. Ég hef kynnt mér þá umræðu það vel að ég er ekki í nokkrum einasta vafa um hvar ég vil standa í henni.

Það versta við málflutning hinna 'frjálslyndu' er hins vegar að hún dregur fram öfgarnar. Ég vil meina að þær komi þaðan - en ekki frá þeim sem gagnrýna þá.

Það að maður vilji ekki hafa mosku við hliðina á sér út af ónæði eru góð og gild rök, sem og heiðarleg.

Það eru hins vegar ekki góð og gild rök að segja að flóttamenn séu bara félagsmálakeis sem skila engu til samfélagsins (sérstaklega ekki þegar félagi manns, hvers orð maður tekur undir, ítrekar að flóttafólkið sé sérvalið til að spjara sig í íslensku samfélagi) - og það er heldur ekki heiðarlegt að kvarta yfir ónógri umræðu þegar maður sjálfur hefur ekkert lagt fram til umræðunnar, nema þó síður sé.

6/12/07 04:01

Upprifinn

Æi þurfiði að tala um þetta hérna líka.
Ég hélt að Ritstjórn hefði gengið frá þessari umræðu á forsíðunni.
Það má alveg taka á móti útlendingum flóttafólki og öðrum flest allir verða góðir og gagnlegir íslendingar á endanum.
Það á hinsvegar að skikka þá til að læra íslensku, hvern einn og einasta að viðlögðum brottrekstri.
Og það ætti að reka þá pólverja sem fara fram á að við lærum pólsku til að geta talað við þá beint heim, og það sjóleiðina.

6/12/07 04:01

Jarmi

Oftast nær er þetta bara fyrsta kynslóðin sem lærir ekki tungumálið. Sú næsta verður svo sæmilega fær og sú þriðja hljómar 99% eins og 'innfæddir'.

6/12/07 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

6/12/07 04:02

Þarfagreinir

Svakalega er þetta bull mitt hér fyrir ofan allt illa skrifað. Mér hefur verið heitt í hamsi. [Starir þegjandi út í loftið]

6/12/07 04:02

Skabbi skrumari

Á að eyða síðustu dögum Gestapó fyrir sumarfrí með þessari stemmnigu... frábært...

P.S. Mér finnst það til skammar þegar fólk vill ekki hjálpa þjáðum, hvort heldur það eru útlendingar eða Íslendingar...

6/12/07 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Mér finst að allir sem eru innflytjendur ættu að gefa kost á sér þannig að allir mótakendur næðu sambandi

6/12/07 04:02

Kargur

Það sem er sorglegast er að einhverjir útlendingar skuli sjá Akranes sem fyrirheitna landið. Hafið þið komið á skagann?
Ef menn ætla að reka innflytjendur úr landi sökum lélegrar Íslensku, þá mætti mín vegna reka heilu hjarðirnar af "alvöru" Íslendingum úr landi fyrir sömu sök.
Ég hef verið innflytjandi í öðru landi. Menn geta hallmælt könum eins og þeir vilja fyrir mér, en þeir mega eiga það að þeir tóku mér vel. En ég veit líka fyrir víst að mér hefði ekki verið eins vel tekið ef ég hefði ekki getað talað ensku, tala nú ekki um ef ég hefði haft handklæði á hausnum.
Þessir Palestínumenn verða ekki lengi á skaganum. Þeir enda allir í borg óttans. Hvað varð um allan skarann frá fyrrum Júgóslavíu sem kom til Ísafjarða (minnir mig) hérna um árið? Þeir enduðu allir syðra. Þegar Palestínumennirnir fara geta stuðningsfjölskyldurnar stutt heimaræktað, alvöru félaxmálapakk.

6/12/07 04:02

krossgata

Óþarfi að vera að eyða orku í að vera á móti því að Ísland veiti flóttamönnum hæli, við höfum ekkert um það segja þar sem við þurfum að uppfylla samninga sem við erum aðilar að. Það væri þá nær að ræða hversu vel eða illa við ætlum að búa að fólkinu.

Vinsælustu skoðanirnar gegn flóttafólki eru oft pínulítið kjánalegar og upplýsa ekkert annað en landlægan ótta Íslendinga við útlendinga. En það eru ingar líka, við erum öll ingar eftir allt saman.
[Glottir eins og fífl]

6/12/07 05:00

Fíflagangur

Ég held að Bónus sé öflugasti andstæðingur innflytjenda. Þeir flytja bara inn sjálfir ef innflytjendurnir eru með eitthvað múður. Þess vegna voru innflytjendur í útrýmingarhættu á tímabili. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gósentíð hjá innflytjendum í öllu óhófinu. Ég er sjálfur alfarið á móti innflytjendum, enda getum við vel lifað á skyri og hrútspúngum hér og smíðað allt úr rekavið.

6/12/07 05:01

Ívar Sívertsen

Fíflagangur: Þú getur bara sjálfur verið skyr og rekið við

6/12/07 05:01

Kiddi Finni

Flottamenn eru á flotta, og þeim ber að veita hæli. En væri ekki nóg, stundum en kannski ekki alltaf, hjálpa þeim að setjast að í löndum þar sem menningin er líkari og peningar sem í Norðurlöndum duga kannski fyrir einn mann, mundu duga fyrir heila fjölskyldu...
En um innflytjenda verður að segja að sumir hafa aðlagast þó nokkuð vel.
Jugoslavar fóru frá Ísó að því að atvinnuástandið versnaði, annars.

6/12/07 05:02

Álfelgur

Ég hata innflytjendur, og útflytjendur... og eiginlega bara endur yfir höfuð með fáeinum undantekningum að sjálfsögðu, ég er enginn rasisti!

6/12/07 05:02

Ívar Sívertsen

En ertu kannski rassisti?

6/12/07 06:00

Jóakim Aðalönd

Ég er önd og elska endur, sérstaklega innflytjendur.

Hins vegar snýzt umræðan alls ekki um innflytjendur. Hún snýzt um flóttamenn. Það er allt annar handleggur.

Það er í raun ekkert að því að vilja sínu fólki (lesist: Innfæddum Íslendingum) vel, sérstaklega ef þeir eiga við vanda að etja. Það er hins vegar persónulegra en svo að einhver stjórnmálaflokkur geti tekið það upp á sína arma.

Þeir sem eiga síns lítils hér á landi, sérstaklega ,,innfæddir Íslendingar", ef svo má að orði komast, hafa hins vegar ekki mikilvæg vandamál ef miðað er við flóttamenn.

Flóttamenn eru brottrækir úr sínu eigin landi, eða í tilfelli Palestínumanna: Fangar í eigin landi!

Slík neyð er stórkostleg í samanburði við þá neyð sem þeir landar okkar á Akranesi þurfa að glíma við, að eiga ekki að fá félaxlegt íbúðarhúsnæði.

Ég vona að þetta blessaða flóttafólk sem kemur hingað frá Írak og Palestínu komizt sem fyrst heim til sín í friði og spekt.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!