— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 4/12/07
Einu sinni enn... atvinnuástandið

Fyrir einu og hálfu ári fékk ég vinnu hjá einu virtasta tölvufyrirtæki landsins við að spjalla við viðskiptavini um vandræði þeirra með tölvur.

Ég fékk vinnu fyrir einu og hálfu ári síðan hjá virtu tölvufyrirtæki. Starf sem hentaði mér vel en ég ætlaði ekki að ílengjast akkúrat í því starfi að vera í þjónustuveri heldur að vinna mig upp á við. Þegar ég var ráðinn var mér sagt að hjá þessu fyrirtæki væru menn sendir á námskeið en ekki að menn þyrftu að grenja þau út. Ég fékk vissulega námskeið og það góð. Ég fékk þokkaleg laun þó ég hefði reyndar viljað hafa þau hærri.

Síðasta föstudag bar svo við að ég var kallaður á fund yfirmanns yfirmanns míns. Sá tilkynnti mér það að vegna erfiðs ástands í þjóðfélaginu og sérstaklega á fjármálamörkuðum þá neyddist fyrirtækið til að segja mér upp störfum. Eftir að hafa rætt dágóða stund við þennan mann þá varð það að niðurstöðu að ég hætti þegar störfum og færi strax í það að leita mér að nýrri vinnu. Ég fékk vissulega áfall og brotnaði saman en hann hughreysti mig með loforðum um góð meðmæli og sitthvað fleira.

Sem sagt... ég er rétt eina ferðina kominn í atvinnuleit. Helgin hefur verið mér afskaplega erfið og ég vart með sjálfum mér þrátt fyrir að hafa haldið eitt stk. barnaafmæli á föstudag með 11 snarbrjáluðum krökkum, eitt barnaafmæli með 32 gestum á laugardag og svo sungið með kórnum mínum í Reykholtskirkju í dag. Þetta hefur vissulega sett mark sitt á mig en það er tvennt sem við getum gefið okkur. Það er að maður má ekki láta deigan síga og byrja upp á nýtt og svo það að maður má aldrei tapa húmornum (hversu lélegur sem hann er) þó á móti blási.

Atvinnumarkaður... hér kem ég að leita að nál í heystakki!

   (78 af 287)  
4/12/07 06:02

Offari

Leitt að heyra vinur. Vonandi fer framsókn aftur í stjór þá rísa hér álver með bullandi uppgangi. Anars mátt koma austur til mín og hjálpa mér að byggja hús fyrst þú hefur hvort eð er ekkert að gera.

4/12/07 06:02

Útvarpsstjóri

Ljótt er það, já alveg sérlega ljótt ef ekki einu sinni Reykholtsdalurinn hefur kætt þig. Gangi þér vel.

4/12/07 07:00

Hexia de Trix

Í Reykholtsdalnum leyndust reyndar tveir kátir kettlingar sem gátu knúsað Ívar og gott ef hann gat ekki brosað út í annað...

4/12/07 07:00

Ívar Sívertsen

Reykholtsdalurinn kætir alltaf. Við fyrstu sýn ákaflega dull en merkilega vinalegur þegar maður stoppar bílinn.

4/12/07 07:00

Vladimir Fuckov

Ljótt er að heyra. Vonandi finnið þjer almennilegt starf sem fyrst.

4/12/07 07:00

Billi bilaði

<Gefur Ívari málmleitartæki>

4/12/07 07:00

Andþór

Leitt að heyra. Gangi þér vel í leitinni!

Knús á þig!

4/12/07 07:00

Ívar Sívertsen

Ef maður hefur ekki þörf fyrir miðrarvikufyllerí núna...

4/12/07 07:00

Kargur

Reykholtsdalur er akkúrat staðurinn til þess...

4/12/07 07:00

Billi bilaði

<Dregur upp nýviðgerðan gítarinn og spilar raunheimablús fyrir Ívar>

4/12/07 07:00

Lopi

Leitt að heyra og gangið þér vel Ívar. Ég vona að það sé ekki að koma atvinnuleysisholskefla á þjóðina.

4/12/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Þú getur fengið vinnu við að fægja peningana mína. Ég skal borga þér alveg 120 krónur á tímann...

Nei, annars. Gangi þér allt í haginn með að finna vinnu. BA-GAK!

4/12/07 07:00

Upprifinn

Fokkings helvíti. það er óþolandi að missa vinnuna.
Gangi þér bara vel karlinn minn.

4/12/07 07:00

Ívar Sívertsen

[fær nokkuð mörg rykkorn í augun af hvatningarorðum félaganna]
Takk öll.

4/12/07 07:00

Anna Panna

[Knúúúsar Ívar] Eins og einhver klisjan segir; It's gonna be ok in the end. If it's not ok, it's not the end...

Og klisjur hafa alltaf rétt fyrir sér!

4/12/07 07:00

Herbjörn Hafralóns

Þetta voru slæmar fréttir. Vonandi finnur þú trygga vinnu hið fyrsta.

4/12/07 07:00

krossgata

Þetta er mjög leitt að heyra. Gangi þér vel í atvinnuleitinni.

4/12/07 07:00

Galdrameistarinn

Stórt knús til þín kallinn minn enda veitir ekkert af stóru knúsi fyrir stórann mann eins og þig.
[Bætir við einu risaknúsi]
Gangi þér vel í atvinnuleitinni ég veit að þú færð enn betri vinnu en þá sem þú varst í og mikið betur launaða.

4/12/07 07:00

Grágrímur

Gangi þér vel!

4/12/07 07:00

Golíat

Gangi þér vel í atvinnuleitinni Ívar!

4/12/07 07:01

Garbo

Gangi þér vel í atvinnuleitinni.

4/12/07 07:01

Tigra

Æj knús! Þú finnur eitthvað á skotstundu! Ég er viss um það.

4/12/07 07:01

Þarfagreinir

Þetta reddast allt saman. Vittu til.

Þó er efnahagsástandið skítt - það er engin lygi.

4/12/07 07:01

Regína

Þetta eru leiðinlegar fréttir.
Mikið vona ég að atvinnuleitin gangi vel.

4/12/07 07:01

Trefill

Hermundur, við félagar þínir í Frímúrarareglunni verðum búnir að redda þér vinnu fyrir kvöldmat ef þú hnippir í okkur.

4/12/07 07:01

B. Ewing

Ömurlegt að heyra þetta. Þú færð knús frá öllum á Bjúvíng búgarðinum og heillaóskir um gæfuríka atvinnuleit.

4/12/07 07:01

Texi Everto

Þú gerist bara kúreki og kemur með mér að smala! [Ljómar upp] Kanntu annars ekki að snara naut?

4/12/07 07:01

Offari

Þeim vantar góðan þjónustufulltrúa hjá Símanum á Egilstöðum.

4/12/07 07:01

Ívar Sívertsen

Vandamálið er að ég bý víst ekki á Egilsstöðum...

4/12/07 07:01

Aulinn

Alltaf vantar svo fólk á elliheimilin, en launin eru lá... allt of lág. Gangi thér vel félagi.

4/12/07 07:01

Grýta

Gangi ykkur allt í haginn.
<Biður afsökunnar á upphlaupinu og pirringi á maffaþræðinum>

Ég óska ykkur góðs gengis og er nokk viss um að þú Ívar fáir góða vinnu fyrr en varir.

4/12/07 07:01

Huxi

Jamm. Þetta er ekki áfall heldur tækifæri. Þú sérð það fyrri en varir. Verst að ég þekki ekkert til í þessum innivinnubransa en það vantar alltaf verkamenn sem tala íslensku hjá verktakakaþrælahöldurunum.

4/12/07 07:01

Kiddi Finni

Þessu get ég tekið undir: allt annað líf að fá verkamannavinnu þegar maður talar íslensku! Í allvöru talað: gangi þér vel, félagi!

4/12/07 07:01

Tigra

Kannski, Ívar, verður þetta eitt það besta sem hefur komið fyrir þig.

4/12/07 07:02

Skreppur seiðkarl

Þú átt inni hjá þeim þriggja mánaða laun vegna uppsagnarfrests (USF). Þannig er að USF er ekki bara þín megin heldur þeirra líka. Ef þeir vilja að þú hættir strax þá skulda þeir þér þriggja mánaða laun sama hversu mikið þeir væla.

4/12/07 07:02

Isak Dinesen

Gangi þér vel.

4/12/07 07:02

Skabbi skrumari

Já gangi þér vel.... ég tek undir það með Skrepp... þú átt rétt á að hanga í vinnunni í þrjá mánuði og fá borgað (eða hætta strax og fá borgað í þrjá mánuði) á meðan þú leitar þér að vinnu, minnkar pressu á þig við að finna þér vinnu strax... en gangi þér vel...

4/12/07 07:02

Skabbi skrumari

...spurning hvort Baggalút vanti ekki að endurnýja í ritstjórnarliði sínu... þeir eru orðnir svo margir sem eru bara í hlutastarfi... t.d. Herbert, Myglar, Kaktuz og Spesi...

4/12/07 01:00

Ívar Sívertsen

Ég hætti strax, fæ 3 mánuði greidda auk sumarfrís.

Annars er ég að leita að tölvuinnivinnu.

4/12/07 01:00

Offari

Gastu ekki farið fram á ríflegri starflokasamning? Sumir fá árslaun jafnvel þótt þeir hafi ekki unnið nema hálft ár á ekki það sama að gilda um alla?

4/12/07 01:01

Tigra

Ég veit Íbbi! Þú ferð bara með þetta í DV og segir að þú hafir eingöngu og aðeins verið rekinn út af risa vörtu sem þú sért með á hælnum! Þeir skrifa æsifrétt um þetta og vörtuvinafélagið fer í málið!
Þú græðir milljónir!

4/12/07 01:01

Nermal

Ég fékk vinnu í gegnum vinna.is. Það gekk fljótt og vel. Vona að þú finnir þér vinnu sem fyrst. Aukin heldur legg ég til að Baggalútur setji viðskiptabann á fyrrverandi vinnuveitanda þinn. UP THE IRONS !!!!

4/12/07 01:02

krumpa

Gangi þér sem allra best.
Gott ráð til að gera sig ómissandi í vinnu ( eða amk vona ég að það virki) er svo að hafa svo ótrúlegan skítahaug af drasli og pappírsflækjum og skjalafrumskógi á skrifborðinu og í tölvunni að það er ekki vinnandi vegur fyrir nokkra aðra lifandi veru að koma sér inn i starfið!

4/12/07 01:02

krumpa

Og það sem tígra sagði, auðvitað.

4/12/07 02:00

Ívar Sívertsen

Ég held að skjalafrumskógurinn og óleystu verkefnin hafi einmitt átt þátt í því að ég var látinn sigla... ekki nægilega gegnsær.

4/12/07 02:01

Vladimir Fuckov

Til viðbótar því sem krumpa benti á er það þekkt leið að geyma sem allra mest af skjölum og upplýsingum á einungis einum stað, þ.e. í heilabúinu. Þar með er ekki hægt að reka þann sem í hlut á því þá tapast of mikið af verðmætum upplýsingum.

4/12/07 02:01

Ívar Sívertsen

Það reyndar gerðist núna og það vita þeir líklega ekki enn.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!