— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 4/12/05
Verið og ekki verið

Ég hef lítið látið sjá mig hér upp á síðkastið og reyndar verð ég að segja að það verður ekki eins mikið af mér hér eftir og áður hefur verið og fyrir því liggja góðar ástæður.

Ég skráði mig hér inn í ágúst 2003 og var einn af þeim fyrstu sem gjörðu svo. Ég hef látið öllum illum látum og gert ýmsa gloríuna sem og nokkrum talsverðar skráveifur. Ég hef hætt, byrjað aftur, hætt og byrjað enn aftur og síðan lært að maður (líkt og hljómsveitir) hættir aldrei á Gestapó.

Eins og menn hafa vafalaust tekið eftir þá hef ég lítið haft mig í frammi undanfarnar vikur og eru eðlilegar skýringar á því. Ég ákvað að hverfa án þess að segja múkk... bara til að hvíla ykkur á mér. En nú er ég kominn aftur. En eins og segir í inngangi þá verður ekki eins mikið af mér hér núna því ég hef losað mig við a.m.k. 13 kg af velmegunarístrunni góðu. Það var ekki vanþörf á því ég var orðinn vel búsældarlegur og stutt í það að sjúkdómar tengdir velmegunarbumbum færu að herja á mig. Þess vegna gerði ég bragarbót á og fór að éta samkvæmt dönskum stöðlum. Ég sit enn í sama stólnum og hreyfi hvorki legg né lið en samt hafa þessi 13 kg fokið út í veður og vind. Ef einhver hefur séð þau á förnum vegi er viðkomandi beðinn að bæta þeim ekki á sig heldur láta þau í friði.

Meira síðar!

   (135 af 287)  
4/12/05 12:01

Tigra

13 kíló?! Hvað á ég þá að knúsa næst þegar ég sé þig?!

4/12/05 12:01

Anna Panna

Velkominn aftur! En á þetta þá ekki að vera „minna síðar?!”

4/12/05 12:01

Galdrameistarinn

Fjandinn. Ég rakst á 3 af þeim og ætlaði að senda þau í snarhasti heim til föðurhúsana.

4/12/05 12:01

Skabbi skrumari

Það getur ekki verið... vonandi eru þessi aukakíló ekki að þvælast eitthvað í nágrenni mínu yfir páskana... Skál

4/12/05 12:01

Vladimir Fuckov

Er ekki einfaldast að breyta þessum 13.000 grömmum í 13.000 innlegg ?

4/12/05 12:01

Nermal

Flott hjá þér. 13 kíló er bara heilt súpermódel.

4/12/05 12:02

hlewagastiR

Ég hafði nú reyndar ekki tekið eftir þessari fjarveru þinni. Og nú tek ég ekki eftir endurkomu þinni. Þú er svo grannur, sjáðu nú til.

4/12/05 12:02

Upprifinn

svo þau komu frá þér.
[bölvar Ívari fyrir að hafa ekki varað sig við fyrr]

4/12/05 12:02

Jóakim Aðalönd

Velkominn aftur. Ég hef líka lítt haft mig í frammi undanfarið, vegna sambandsleysis...

4/12/05 13:00

Jenna Djamm

Knúsí, knúsí, ég vil hafa eitthvað utaná mínum mönnum.
Grannir og spengilegir eru sosum líka flottir!
En sjálfstraustið er sexýast.

4/12/05 13:01

krumpa

Til hamingju!
Frábært hjá þér - passaðu bara að þú hverfir ekki alveg...
Er alltaf á leiðinni að losa mig við nokkur sjálf - nenni því bara ekki - enda ekki komin á krítískt stig. Meira kannski spurning um að hætta að fá sér súkkulaðikex, kók og sígó í morgunmat...
Til hamingju með betri lífslíkur! Þ.e.a.s. ef þú verður ekki fyrir strætó á morgun...

4/12/05 13:01

Ívar Sívertsen

Það er hæpið að ég verði fyrir eigin vagni... nema sko... ég er í fríi um páskana og held mig inni...

4/12/05 13:01

Herbjörn Hafralóns

13 kíló. Það er nákvæmlega sama þyngd og ég er búinn að missa í vetur. Svo er bara að passa að þetta komi ekki á okkur aftur.

4/12/05 13:01

Ívar Sívertsen

Eigum við ekki að koma þessu bara á einhvern annan?

4/12/05 13:01

Heiðglyrnir

Pannt ekki..til hamingju elsku drengirnir mínir..!..

4/12/05 13:01

Ívar Sívertsen

Takktakk... nú, þá verðum við bara að finna einhvern annan til að hrekkja með aukakílóum... hmm... hvað með Hakuchi?

4/12/05 13:01

Sloppur

Til hamingju með kílóin 26 strákar mínir!
En þessi kíló verða EKKI á Brúðkaupsgjafaóskalistanum, en finnið þið engan til að taka við þeim, skal jég með glöðu geði taka við þeim og yrðu þau negld upp á vegg fyrir ofan arininn, hvert í sínu lagi!

4/12/05 16:01

feministi

Ertu að segja mér að þú sért að skipta kútnum út fyrir sixpack?

4/12/05 18:01

Dr Zoidberg

Er ekki örugglega ákavíti í þessum dönsku stöðlum?

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!