— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 10/12/05
Fer þessi vagn til andskotans

Hvað er eiginlega að gerast með þetta fyrirbæri sem heitir Strætó bs.? Ég er alveg hættur að botna í þeim.

Síðasta sumar (2 árum á eftir áætlun) var sett á nýtt leiðakerfi nánast án þess að kynna það nokkuð. Mikil óánægja hefur verið með þetta kerfi sem skiljanlegt er því sumir þurfa að eyða allt upp í klukkutíma meiri tíma í ferðir sínar en áður. Aðrir prísa sig sæla með styttri tíma.

Það varð allt brjálað eins og áður segir og ekki batnaði ástandið þegar „lagfæringar“ voru gerðar í október. Það varð allt enn brjálaðra og fólk var virkilega reitt.

Um síðustu áramót var svo gjaldskránni breytt. Farið hækkaði úr 220 krónum upp í 250 krónur. Eina auglýsingin sem ég hef séð er þessi:


Fólk er ennþá meira brjálað núna, þeir fáu sem enn koma í strætó.

Næsta skref er að „lagfæra“ leiðakerfið aðeins meira um miðjan febrúar. Það verður líklega ekkert kynnt frekar en hitt.

Ég, sem starfsmaður Strætó og neytandi, krefst þess að Strætó sýni sóma sinn í því að kynna málin betur áður en hafist er handa við brjálæðislegar breytingar!

   (149 af 287)  
1/12/05 19:02

Kondensatorinn

Strætisvagnarnir stefna held ég í öngstræti með þessu áframhaldi. Þessi fáu skipti sem ég hef neyðst til að nota þetta leiða kerfi þá hafa vagnarnir verið farnir framhjá á undan áætlun og næsti bílstjóri sem maður biður um upplýsingar hristir bara höfuðið og segir á bjagaðri ensku I don´t understand og skellir hurðinni á mann.

1/12/05 19:02

B. Ewing

Það ætti að fara að ræða það af fullri alvöru að taka upp Oslóarkerfið, 12 ferðir á klukkustund og ekkert meira með það. Svo á auðvitað að borga strætóbílstjórum 260.000 kall á mánuði og þrískipta vöktunum aftur.

1/12/05 20:00

sphinxx

Ég skal nú segja ykkur það mér er svosem skítsama um strætó nú orðið eða allavega meðann gamli rauður heldur lífi. En eitt er svo skrítið að mér finnst, strætóskýlin þetta svakalega skjól sem þau veita mér finnst að það ætti hanna þetta uppá nýtt svo fólk standi ekki í einhverjum kassa sem skýlir hvorki vatni né vindum. helst þyrfti maður að eiga flotvinnugalla bara til að harka afsér köldustu og blautustu dagana. Það er hægt að gera strætó að góðum kost ef það er einhver með viti og rænu sem getur sett saman leiðarkerfi og reist betri skýli.

1/12/05 20:00

Herbjörn Hafralóns

Ég fór að gamni mínu inn á síðuna bus.is til að kanna möguleika mína til að ferðast með strætó í vinnuna. Ég gat valið um þrjá kosti þar sem í einu tilfelli þurfti tvo vagna en í tveim tilvikum þurfti ég að taka þrjá vagna samkvæmt ráðleggingum, sem ég fékk á síðunni.
Í öllum tilvikunum átti ferðalagið að taka 52 mínútur en með því að nota eigin bíl er ég 7 til 10 mínútur að komast í vinnuna.
Strætó er því ekki góður valkostur fyrir mig.

1/12/05 20:00

Poxxx

Prufið að fara frá Fellahverfi niður í Laugardalshöll. Þið megið þakka fyrir að hafa það af á innan við 2,5 klst.

1/12/05 20:00

Offari

Er þinn strætó gulur? Tel mig hafa séð þig þegar ég var í borginni síðast.

1/12/05 20:00

dordingull

Fer þessi vagn til Hafnarfjarðar?

1/12/05 20:01

Skabbi skrumari

Af hverju kemur Strætó aldrei til mín... góð ábending, það er fátt meira pirrandi en verðhækkanir og breytingar á þjónustu sem maður fær ekki fréttir af... skál.

1/12/05 20:01

Aulinn

Ég er svo sammála þér kæri Ívar, ég sem fátækur námsmaður á ekki efn á því að taka strætó lengur! En þó skil ég þetta leiðarkerfi, en ég væri til í að fá það gamla aftur.

1/12/05 20:01

Galdrameistarinn

Svona fer þegar heimskingjar á háum stalli hanna kerfi sem þeir ætla sér aldrei að nota sjálfir.

1/12/05 20:01

Ívar Sívertsen

Það er bara nýlega sem leitarkerfið á BUS.IS var lagað. En fram að því var leiðin frá Holtabyggð í Hafnarfirði niður í Laugardal (Sigtún) þá átti að labba 510 metra að Haukahúsinu hinumegin við Reykjanesbrautina, fara í Ásgarð (Garðabæ), taka þar 24 niður í Mjódd og þaðan 12 niður á Laugarnesveg og labba þaðan ríflega 500 metra. Nú er búið að laga þetta þannig að menn labba bara 170 metra að biðstöð leiðar 21, fara með honum í Fjörð og þaðan með leið 1 í Hamraborg þar sem leið 2 tekur við niður á Suðurlandsbraut og gengið er 190 - 260 metrar. Það var mikið að helvítis síðan þeirra fór að virka!

1/12/05 20:01

Anna Panna

Ég held að ég sé eina manneskjan sem er ánægð með nýja kerfið, ég tek bara einn strætó, þrisvar í viku og hann er hættur að fara stóran hring um hverfið áður en hann fer vestur í bæ svo að núna tekur það mig ca. 20 mínútur að komast í skólann á móti 40 mínútum áður. Ég veit hins vegar ekki hvort ég væri jafn ánægð ef ég notaði strætó að staðaldri...

1/12/05 20:01

Dalai Lama

BJÖRN INGI mun bjarga öllu! Kjósið Björn Inga. Kjósið Framsóknarflokkinn. Áfram Strætó! Áfrám Einkabíllinn! Áfram Ísland! Áfram BJÖRN INGI!

1/12/05 20:01

Günther Zimmermann

Ég var bara nokkuð ánægður með íslenska strætóa ... þangað til að ég prófaði þýska. Það er unaður að nota almenningssamgöngur hér.
T.d. þurfa námsmenn bara að borga 35 evrur (ca. 2600 íkr.) fyrir kort sem gildir í 6 mánuði, og ekki bara í bænum sem ég er í, heldur með lestum og rútum um afar stórt svæði. Svo þarf maður ekki að sýna kortið í hvert sinn sem maður stígur í vagninn, heldur kemur af og til kall sem skoðar kortin hjá farþegum (ég tvisvar lent í því, á 5 mánuðum). Svo er sjálfsali sem selur stakar ferðir, þannig að vagnstjórinn þarf ekki að tefja sig við miðasölu.
Enda er kerfið hér notað, fólk þarf stundum frá að hverfa, svo sneisafullur getur vagninn orðið.

1/12/05 20:01

Vímus

Mikið skil ég þig vel. Það er með ólíkindum hvað þessir hönnunnarsnillingar geta aftur og aftur fundið út ný og "betri" kerfi sem bæði vagnstjórar og farþegar sjá strax að eru tóm steypa.
Nei ekkert mark er tekið á því fólki sem notar strætó, hvað þá þeim sem standa í koma þessum vögnum á milli staða í geðveikri umferð á fyrirfram ákveðnum tímum sem er vonlaust. Ég þekki það af eigin raun og ekkert gæti fengið mig til að setjast aftur undir stýri á þessum gulu skrímslum.
Nú er ég orðinn það æstur að ég verð að taka inn eitthvað róandi. og tvo öllara.

1/12/05 20:02

Poxxx

Já, Þjóðverjinn kann þetta!

1/12/05 21:00

Ívar Sívertsen

Til þess að fólk fari að taka strætó þarf að setja vegatoll inn á miðbæjarsvæðið og háskólasvæðið. Það myndi gefa peninga til að gefa frítt í strætó innan tollsvæðisins og það myndi liðka heldur betur til fyrir almenningssamgöngum!

1/12/05 21:00

dordingull

Galdri hittir nagglan á höfuðið(pólítíkusinn í peruna.) Óhæfum flokkssleikjurum eru útvegaðar stjórnunarstöður út um allt. Fínir asnar sem hafa farið á kjaftanámskeið hamast við að búa til verkefni til að réttlæta tilveru sína.
Ef Ívar með vanhugsuðum fíflagangi og þrátt fyrir aðvaranir þeirra sem til þekktu ylli tug ef ekki hundruðmiljónkróna tjóni auk þess að gera flestum viðskiptavinum fyrirtækisins ókleyft að nýta þjónustu þess yrði hann rekin þúsunsinnum og nær örugglega settur settur í grjótið.
Hefur nokkur heyrt um að pilsfaldaliðið hennar Imbu verði látið sæta ábyrgð á tjóninu og óþægindunum?

Ívar minn þú ert á rangri hillu! Mættu á alla fundi hjá því glæpafélagi sem þér líst best á haltu þar ræður þar sem þú lofar donana, skrifaðu lofrullur um þá og flokkinn í dagblöðinn, henstu um bæinn þveran og endilangan með veggspjöld og kosningabæklinga og svaraðu stanslaust í símann síðustu vikuna fyrir kosningar og nær áður en þú veist af ekur þú um á Bens-jeppa sem almenningur kaupir undir þinn fína rass og borgar auk þess hundraðkall fyrir hvern kílómetra sem þér þóknast að aka. Færð millu í mánaðarlaun auk þess sem aurar munu streyma úr öllum áttum fyrir allskonar nefndarstörf jafnvel þó þú vitir ekki til þess að þú sért í þeim. Glæsilegur lífeyrissjóður o.s.f.v...o.s.f.v...o.s.f.v.!!
OG FRÍTT KONÍAK !!!!!!!!!!!!!!!

1/12/05 21:01

Ívar Sívertsen

Dordingull... ég er á leiðinni þangað!

1/12/05 21:01

Mallemuk

dordingull.
Eins og talað úr mínum lungum.
Þetta er málið.

1/12/05 21:01

Nermal

X-Nermal fyrir forseta 2008

1/12/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Ég hef eina einfalda spurningu fyrir stjórnendur Strætó BS.: Hvenær á að taka upp leiðakerfi sem er hannað af þeim sem nota og keyra strætó, en ekki viðskiptafræðingum sem sitja í fílabeinsturnum og nota aldrei strætó?

1/12/05 22:01

Günther Zimmermann

Einu gleymdi ég varðandi þýsku strætóana! Í vagninum er lítill skjár þar sem nafn næstu stoppistöðvar er ritað, eins er hátalarakerfi sem tilkynnir hvert næsta stopp er. Það er reyndar stundum slökkt á því og stundum svo hátt stillt að það ærir óstöðugan, en þetta er vissulega þægilegt fyrir ferðamenn og nýnema í úníversitetinu hér.

Svo sá ég í öðrum bæ, þar var voða flottur skjár í vagninum sem sýndi kort af leiðinni sem vagninn ók með helstu kennileitum og stoppistöðvum merktum inná.

1/12/05 22:01

dordingull

Þjóðverjar ráð hæft fólk til verka. Og reka umsvifalaus þá sem ekki standa sig. Þar væri búið að reka allt hyskið og borgarstjórn sem bæri ábyrgð á svona vitleysu yrði umsvifalaust sett af.
En hér á bananaís-landi gildir það eitt að vera virkur meðlimur í einu af stóru glæpagengjunum sem skipta markaðnum á milli sín.

1/12/05 23:01

Berserkur

Nýja leiðarkerfið gerir mér, menntaskólanemanda, ómögulegt að nota strætó til að fara í skólann. Ég á heima í Vesturbænum en er í skóla í Skeifunni og það tæki mig vel yfir klukkustund að komast í eða úr skóla með núverandi leiðarkerfi. Klukkustund sem ég ekki hef og sætti mig alls ekki við að eyða í strætó þegar sama ferð tekur 10 min með einkabíl. Fyrir utan að ég þyrfti að labba í 15 min til að komast að næsta strætóskýli á báðum endum leiðarinnar.

2/12/05 00:01

Ívar Sívertsen

Niðurstaðan er sem sagt: Já þessi vagn fer til andskotans.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!