— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 5/12/04
Um ritað mál á skjá

Umræður hafa skapast oftar en einu sinni hér á Gestapó um stærð, liti og útlit leturs almennt. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi þær reglur sem farið er eftir í svokallaðri Týpógrafíu. Þar kemur sálfræði og hreyfingarferli augna mikið við sögu.

Áður en ég hefst handa við að rita um skjáskrif þá ætla ég fyrst að nefna prentað efni. Ef við tökum dagblöð sem dæmi þá er mjög góð ástæða fyrir því að letur í þeim er einungis 8 - 8,5 pt á stærð og svona margir dálkar. Línubil dagblaðanna er oft frekar lítið og er þeta allt gert til að spara pláss, peninga og jafnvel tíma. Um leið og maður fer að lesa þá er augað komið í talsverða leikfimi. Ferill augans er sýndur á eftirfarandi mynd:
<img src="http://www.mikkivefur.is/hallur/typo/mynd1.gif">
Hér er um að ræða ákveðið þríhyrningsferli sem þarf að vera sem styst.
Eftirfarandi mynd sýnir ferðalag augnanna þegar verið er að lesa dagblað:
<img src="http://www.mikkivefur.is/hallur/typo/mynd2.gif">
Hér má sjá að augað fer einungis niður um eina til tvær aukalínur við það að lesa.
Sama lögmál ætti að gilda um tímarit. En þar eru menn of uppteknir í því að vera artífartí og ættu að huga að sjónþörfum lesenda sinna. Letrið er yfirleitt stærra en línubil oft lítið og dálkarnir mjög breiðir. Eftirfarandi mynd sýnir algengt umbrot tímarita:
<img src="http://www.mikkivefur.is/hallur/typo/mynd3.gif">
Bækur eru enn einn kapítulinn. Þar er leitast við að koma sem flestum stöfum á sem minnst svæði með sem minnstu veseni. Þar er í langflestum tilfellum einn dálkur, lítið letur og stutt milli línanna. Þar fer augað í talsvert ferðalag og þreytist verulega við það. Dæmi má sjá hér að neðan:
<img src="http://www.mikkivefur.is/hallur/typo/mynd4.gif">
Þetta er það sem allir verða að hafa í huga þegar verið er að setja upp texta. Sumar vefsíður hafa það að bera að vera með nokkra dálka og ef þið skoðið þetta nánar í dagblöðum, tímaritum og bókum þá fattið þið hvað ég er að meina.

Önnur regla sem er ófrávíkjanleg er sú að ekki skal hafa heilan texta <i>skáletraðan</i> eða <b>feitletraðan</b>. Einnig er mjög varasamt að vera með texta í öðrum lit en svörtum eins og brögð hafa verið að hér á Gestapó. Slíkt rýrir gildi textans þar sem ekki allir geta lesið hann vandkvæðalaust. Það er annað merkilegt við litaðan texta. Fólk fer að spá í litinn og getur ekki einbeitt sér að lestrinum á meðan. Allt hefur þetta verið rannsakað af virtum vísindamönnum bæði í sálfræði og læknisfræði.

Tökum dæmi um skáletraðan texta:
(stolið af falsmiðlinum mbl.is)<i>Áhættuatriðaþættir í sjónvarpi á borð við Jackass þar sem kynnarnir meiða sig viljandi eða stríða grandalausu fólki, hafa haft þau áhrif að breskir táningar hafa tekið upp á því að slá ókunnugt fólk utan undir og taka það upp á myndavélasímana sína, að því er fram kemur í frétt BBC.</i>

Tökum dæmi um feitletraðan texta:
(sami texti)z<b>Áhættuatriðaþættir í sjónvarpi á borð við Jackass þar sem kynnarnir meiða sig viljandi eða stríða grandalausu fólki, hafa haft þau áhrif að breskir táningar hafa tekið upp á því að slá ókunnugt fólk utan undir og taka það upp á myndavélasímana sína, að því er fram kemur í frétt BBC.</b>

Og svo sami texti án feit- eða skáletrunar:
Áhættuatriðaþættir í sjónvarpi á borð við Jackass þar sem kynnarnir meiða sig viljandi eða stríða grandalausu fólki, hafa haft þau áhrif að breskir táningar hafa tekið upp á því að slá ókunnugt fólk utan undir og taka það upp á myndavélasímana sína, að því er fram kemur í frétt BBC.

Það sést glöggt að hér er þægilegast að lesa þann sem ekki hefur verið átt við. Það að hafa bæði skáletrað og feitletrað er svo auðvitað hrein fásinna.

Hvað litaða textann varðar þá ætlaði ég að hafa hann með hér en litir eru víst ekki leyfðir í félagsritum og er það vel!

Ég vil því biðja ykkur Gestapóar góðir að taka mið af þessum reglum og hugsa um þá sem lesa en ekki að reyna að gera þetta einhvern veginn öðruvísi þannig að enginn nenni að lesa skrifin ykkar.

Lifið heil.

   (198 af 287)  
5/12/04 12:01

Þarfagreinir

Alls kyns fikt með útlit texta er auðvitað varasamt í venjulegum innleggjum, en það getur nú verið gaman að leika sé með þetta við og við. Þarfur pistill engu að síður.

5/12/04 12:01

Litla Laufblaðið

Afskaplega merkilegt

5/12/04 12:01

albin

Gaman að þessu. Ég hef einmitt velt fyrir mér t.d. hvað fólki gengur til sem setur upp Power point sýningu og lætur allt blikka, flúga inn snúast og guð má vita hvað. Notar alla liti og leturgerðir. Oftast verður það til þess að athygli minnkar til muna og hverfur jafnvel.

5/12/04 12:01

Texi Everto

Feitir stafir eru líka stafir! Ansans fordómar alltaf.

5/12/04 12:01

Vestfirðingur

Ég er með smá vandamál. Fékk senda .pdf skrá, opnaði í InDesign og ætlaði að fara vinna í því...Lok,lok og læs bara. Eitthvað svona lykil-tákn og pass/logg-box. Hvernig fixa ég svoleiðis...?

5/12/04 12:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þótt úngur sé fór ég í aðgerð fyrir nokkrum árum síðan út af starr á báðum augm sem ég hef ekkert Íslenskt nafn á en alt síðan þess hef ég séð stjörnu ljós um allt og veit ekki afhveju (þettað er ekki fyndið enda háir það mér mjög þegar ég skrifa hér)

5/12/04 13:00

grýti

Skemmtilegt og fræðandi, meira af svona!

Mér dettur í hug, er þá sjónsvið, ferill augna, fólks í Austurlöndum, annar en okkar á Vesturlöndum.
Þau byrja að lesa neðst á síðunni og lóðrétt upp...
Ekki satt?

5/12/04 13:00

Ívar Sívertsen

Það gildir í raun sama lögmál Því þéttar sem línurnar eru og þeim mun lengri sem þær eru þá þarf augað alltaf að fara í lengra ferðalag, óháð því hvernig línurnar snúa.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!