— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 2/12/04
Mál að linni

Ég er ekki lengur sá sem ég var. Gestapó er ekki lengur það sem það var. Ég þarf að breyta til.

Ágætu Baggalútsgestir, ritstjórn og aðrir lesendur.
Veru mína á Gestapó má rekja allt til þess er Baggalútur var .com eða eins og einhver sagði „rosalega erlendis“. Hingað til hefur mér líkað vel og margt skemmtilegt gerst í þessu samfélagi okkar.

Það hefur þó árað illa undanfarið og má nefna brotthvarf Hakuchis, Júlíu, Muss. S. Sein, Limbra, Rauðbjarnar, Plebbins, Vambans, Blástakks, Bjúrókrats, Semmnings Semmningssens, Ruglubulla, Rýtingu, Síra Skammkells, Sjöleitisins og auðvitað snillingsins hans Haraldar Austmann. Svo hafa einhverjir gestir minnkað viðveru sína mikið.

Margir góðir gestapóar hafa líka skotið upp kollinum og hef ég átt ágætis samskipti við flesta þá sem stundað hafa Gestapó af einhverjum krafti.

Eins og gengur og gerist hef ég örugglega gengið fram af einhverjum með fíflalátum og óábyrgu hjali en ég hef samt reynt að halda mig á mottunni. Ég er ekki að biðja um einhverjar skýrslur um það hvað ég kann að hafa gert hvar og hvenær heldur að gera grein fyrir máli mínu.

Fyrir einhverju síðan sendi ég einkapóst tvo aðila þar sem ég sagðist hafa grun um hverjir þeir væru. Þetta var einungis gert með það að markmiði að staðfesta þann grun en ekki til að skemma neitt. Annar aðilinn svaraði mér strax og fórum við í mikinn vísbendingaleik sem gaman var að. En hinn svaraði mér aldrei. Það var Haraldur Austmann. Ég taldi að hann hefði ekkert við grun minn að bæta, vildi hvorki staðfesta né hrekja grun minn og lét ég þar við sitja. En ég var aldrei viss um hver Haraldur er og ég fæ víst seint að vita það.

Já, kæru (þá líklega fyrrverandi) vinir. Ég virðist vera önnur aðalástæðan fyrir því að Haraldur leggur frá sér Gestapó og lokar sínum kafla þar. Það hefur aldrei verið ætlun mín að særa neinn eða ergja nokkurn mann. En Það virðist hafa gerst í þetta sinn.

Samfélag Gestapó hefur breyst mikið undanfarið árið og það er rétt sem einhver sagði að nú er Gestapó farið að snúast um allt of raunverulega hluti. Byrjað er að draga menn í flokka og alls kyns fúkyrði fjúka um sali sem ekki eru sæmandi slíkri frjálsri útópíu sem Gestapó var.

Ég hef hitt nokkra Gestapóa á hittingum og líkað vel það sem ég hef séð. En það er viðbúið að ég mæti ekki á fleiri hittinga nema þá í fylgd eiginkonu minnar, Hexiu.

Það má svo sem vel vera að ég taki mér gott hlé núna og birtist svo aftur sem nýr fábjáni. En eitt er víst, Ívar Sívertsen er farinn og kemur líklegast aldrei aftur á Gestapó nema að haldið verði eitt allsherjar kombakk. Ég á vafalítið eftir að lesa vitleysuna sem vellur upp úr ykkur en Ívar er hættur að skrifa.

Ég segi því af mér sem friðargæsluliði á Lygilega vinsælum leikjum.

Það er með miklum trega og söknuði sem ég rita þessi orð en það er virkilega kominn tími á breytingar hjá mér.

Ég kveð ykkur því hér með og loka á eftir mér með upphrópuninni okkar

SKÁL!

   (222 af 287)  
2/12/04 15:00

Jóakim Aðalönd

SKÁL! Er strax farinn að hlakka til ,,comeback".

2/12/04 15:00

Herbjörn Hafralóns

Gestapó er ekki lengur eins og það var. Ætli það endi ekki bara með því að ritstjórnin loki og skelli í lás.

2/12/04 15:00

Mjási

Þetta voru þungskref, er ég viss um.
En nauðsinleg að sama skapi.
Ívar! Þú ert maður að meiru.
Lifðu heill.

2/12/04 15:00

Steinríkur

*snökt*
Vill enginn leika við okkur lengur...?

2/12/04 15:00

Gvendur Skrítni

Salút Ívar, synd og skömm ef þú ert að fara. Hafðu það allavega gott hvar sem þú ferð.
Skál!
Og Steinríkur, það eru bara ekkert allir hrifnir af því að leika "grípum bautasteininn"

2/12/04 15:01

Enter

Enn einn. Ojæja, farvel Ibbi minn.

Gestapó verður hins vegar ekki skellt í lás nema svo ólíklega vildi til að okkur á ritstjórn færi að þykja einhver gesturinn leiðinlegur.

Efalítið hefðuð þið þó gott af að skella ykkur í hressandi sumarleyfi með ritstjórn. Hvernig haldið þið að við þolum við?

2/12/04 15:01

Fíflagangur

Er enginn farinn að gruna leyniútópíuplott?

2/12/04 15:01

Júlíus prófeti

Allar þessar fréttir af brottförum eru lítt upplífgandi og þykir mér brottför þessara heiðursmanna miður skemmtileg. Þrátt fyrir það efast ég ekki um að þeir muni snúa aftur til Baggalútíu, þó ekki nema til að fá sér ákavítisdreitil og dásama löngu liðna daga. Ákavítið bragðast hvergi betur í Baggalútíu.

Fíflagangur, þú hefur nú einu sinni verið hér nánast frá upphafi, þú veist það vel að Gestapó er leyniútópía, þar er einungis hið eiginlega þotulið.

En já, að lokum, SKÁL!

2/12/04 15:01

víólskrímsl

Hvort sem um leyniútópíur er ad raeða eður ei..hér gerist fátt um fína draetti.

2/12/04 15:01

Númi

Svona fer þegar menn kunna sér ekki hóf. Far vel.
Þangað til næst...

2/12/04 15:01

hlewagastiR

Ég minni nú bara á það þegar ég, fyrir nokkrum mánuðum, varaði gestapóa við afleiðingum hittinga. Ég sagði að árekstur netlífs og ketlífs myndi leiða til tómra leiðinda og vinslita. Ég var þá hart gagnrýndur, mest af sumum þeirra sem nú eru horfnir á braut. En á örskammri stundu fór nákvæmlega sem ég spáði.

Reyndar þykir mér um margt betur mannað hér á Gestapó nú en þá. Ferskir nýliðar hafa leyst af hólmi heimaríka hunda. Sumir nýliðanna eru reyndar allgreinilega endurbornir fastagestir en þeir njóta sín betur í nýju klæðunum - sem þeir halda huliðsslæður. Þetta eru sömu gömlu gestapóarnir en hafa þó lagt til hliðar eðlisþáttinn [neikvæður nöldurseggur]. Allt er þetta ágætt.

Ég get ekki sagt að ég sakni neins af 15-menningunum í upptalningu Ívars. Brotthvarf sumra þeirra og endurvinnsla annarra er kærkomin vorhreingerning. En Ívar sjálfur hefur alltaf verið drengur góður. Það yrði sjónarsviptir að honum.

2/12/04 15:01

Montessori

Er verið að stofna nýtt ríki annars staðar? Furðulega margir hættir bara sisona. En annars gangi þér allt í haginn.

2/12/04 15:01

Nafni

Kjáni!

2/12/04 15:01

bauv

*Grætur*

2/12/04 15:01

Dr Zoidberg

*Grætur með bauv*

Það fer nú að verða fokið í flest skjól, maður er eiginlega hættur að þekkja nokkurn kjaft hérna.

Ég fer þó hvergi, allavega ekki langt.

2/12/04 15:01

Tigra

Æ Ívar. Mér hefur fundist þú með skemmtilegri persónum á Baggalúti og þó ég eigi einhvertíman eftir að hitta þig í kjötheimum, þá á ég aldrei eftir að kalla þig annað en Ívar.
Þú ert mikill grínisti og hefur augljóslega ekki meint þetta illa. Það sem mér sýndist á félagsriti Haralds að hefðu verið hótanir, sýnist mér bara hafa verið glens í þér.
Ég vona að þið sjáið að ykkur báðir tveir

2/12/04 15:01

Vladimir Fuckov

Hvað sem hér hefur gerst þá er það a.m.k. góð áminning um eitt: Tölvupóstur o.þ.h. getur svo auðveldlega skilist öðruvísi en til er ætlast. Þar vantar svo mörg blæbrigði - svipbrigði, rödd/tón o.s.frv.

2/12/04 15:01

Kuggz

Allt frá mínum árdögum, þar til að ég gekk með þér nokkrar holur á golfvelli Baggalútíu hafa kynni mín af þér Ívar verið með ágætum. Vertu velkominn aftur hvenær sem það kann að verða.

2/12/04 15:01

Örvar Gröndal

Farðu þá bara fúli pittur

2/12/04 15:01

Texi Everto

Mér finnst nú frekar óviðeigandi Örvar að reka svona lagað framan í Ívar okkar! Þú ættir að skammast þín Örvar!

2/12/04 15:01

Nornin

Ívar minn, ég á eftir að sakna þín dálítið.

2/12/04 15:02

Hóras

Ívar þú hefur verið einn af betri gestum hér í langa tíð. Alltaf gaman að spjalla við þig og ég vona að fjarvera þín verði ekki varanleg.

Þinn vinur, Hóras.

2/12/04 15:02

Goggurinn

Þín verður sárt saknað Ívar, farvel og ekki láta neinn komast upp með að borga ekki í strætó.

2/12/04 15:02

Skabbi skrumari

Ívar komdu fljótt aftur kallinn...

2/12/04 15:02

B. Ewing

Haraldur kom með snöggt kombakk, nú er bara að toppa snarheitin...

2/12/04 16:00

kolfinnur Kvaran

Ívar minn, ég græt þessa ákvörðun þína og vona að þú komir aftur. En ég mun sakna þín svo að það er bara tímaspursmál hvenar ég mun leita þig uppi og sækja þig.

Láttu sjá þig sem fyrst.

2/12/04 16:00

Tina St.Sebastian

Æ, er allt að hrynja í kringum mig? Laugavegurinn rifinn niður og Lúturinn fainn fjandans til...

2/12/04 16:00

Mófreður C. Mýrkjartans

Ég hefi lesið félagsrit þín og þykir mér sumt verðugt lestrarefni. Þú ættir nú að endurskoða ákvörðun þína þar sem svo margir félagar þínir hér hafa krafið þig um endurkomu. Íhugaðu það vel. Þó ég sé nýr hér á þessum slóðum þá sýnist mér að máttarstólpar hafi fallið og einn af þeim sért þú. Hafðu þökk fyrir góða skemmtun og hefði ég gaman af að sjá meira frá þér.

2/12/04 16:01

Lómagnúpur

Er allt þetta fólk virkilega farið? Fór það í flokkum eða eitt og sér? Og gaf það einhverjar skýringar? Einhvern veginn hafa þessir fólksflutningar farið framhjá mér.

2/12/04 16:01

Skabbi skrumari

Ég hef það á tilfinningunni að þessir fólksflutningar séu stórlega ýktir... [í bullandi afneitun]

2/12/04 16:01

Ívar Sívertsen

Takk fyrir hlýjar kveðjur.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!