— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 1/12/04
Að vera eða ekki vera - á Gestapó

Miklar umræður hafa spunnist um skemmtanagildi Gestapó nýverið. Ég hef ákveðna skoðun á því. Hér ætla ég að rekja þetta mál frá mínum bæjardyrum séð þeim til glöggvunar sem ekki höfðu kost á því að fylgjast með því. Þetta er líklega leiðinlegur pistill og ræð ég uppstökkum einstaklingum frá því að lesa hann.

Umræðan hófst að mínu viti á Gimlé (fyrir þá sem ekki vita þá var það griðarstaður þeirra sem höfðu náð ákveðnum fjölda innleggja) þegar Júlía blessunin setur inn eftirfarandi innlegg:

<i>Það er ekkert við að vera hér í fásinninu annað en taka til. Ég hef nú þegar lokað nokkrum þráðum og mun loka enn fleiri, ef ekki verða mikil mótmæli. Kannski ætti bara að opna hér allar gáttir fyrir almúganum.

Það er orðið óttalega leiðinlegt hér á Lútnum. Kannski elítan hefði bara átt að halda sig á Tahiti. Hún var þægileg, eyjan sem við fengum til umráða. </i>

Meint leiðindi hafa ekki komið mér enn fyrir sjónir. Hakuchi, Herbjörn og Haraldur tóku undir með henni að vissu marki.

Hakuchi lét stór orð falla þegar hann kallaði sig og einhverja fleiri lykileinstaklinga á Gestapó. Það fannst mér sárt að heyra því að enginn er lykileinstaklingur á Gestapó nema þá ef vera skyldi ritstjórnin.

Hakuchi sagði:
<i>Já. Fríið var gott. Lúturinn hefur liðið fyrir það í formi fjarveru lykileinstaklinga.

Lúturinn hefur verið að sökkva of mikið niður á dægurþrasplan (stafþrykkir meðsekur um það). Oft á tíðum er þetta bara eins og gjálfur á leiðinlegu kaffihúsi. Ég man þá tíð þegar sýra og absúrdismi spiluðu langtum stærra hlutverk. Sei sei já.</i>

Reyndar hafði mér ekki sárnað á þessum tímapunkti því ég hélt að hér væri um græskulaust grín að ræða og ekkert sérstaka tilraun til að vekja á sér athygli. En ég komst síðar að raun um annað.

Júlía hélt áfram að kasta sprengjum:
<i>Leiðindi og meðalmennska gegnumsýra allt og alla á Lútnum þessa dagana.

Hvar eru grallarar á borð við Plebban, Hilmar, Frella (hvurn hefði grunað að ég ætti eftir að sakna hans, bölvaðs?), Rýtingu (sem alltaf skrifaði góða pistla) og fleiri ritsnillingar og húmoristar? Fór þetta fólk allt til fjalla með jólasveinunum? </i>

Vladimir Fuckov gekk í lið með fyrrnefndum aðilum en átti mun hnitmiðaðri og gáfulegri innlegg sem mætti kannski túlka meira sem hugleiðingar en bombur. Síðan fara menn að hegða sér eðlilega miðað við eðlilega hegðu á Gestapó þar til sjálfur Fuckov fer að leggja til byltingu í uppröðun þráða. Þetta mæltist misvel fyrir og dró Vladimir reyndar úr hugmyndum sínum og minnti þráfaldlega á að hér væri einungis um tillögur að ræða. Júlía greip þessar hugmyndir á lofti og barðist mjög hart fyrir þeim og vildi ganga enn lengra:

<i>Ég vil gjarnan ganga enn lengra. Veitingahúsaþræðirnir eru orðnir allmjög sérhæfðir, nánast eins og fundur í Félagi áhugamanna um finnsk og lappnesk frímerki. Þeir ættu heima í Undirheimum, ef ekki bara á sér vefsvæði.

Hvað varðar Salernið, sem ég hef af einhverri guðs mildi forðast hingað til, þá rakst ég á eftirfarandi þar rétt í þessu, eftir ábendingu Forseta vors:
Tilvitnun:

‹Kemur inn í sakleysi sínu og drukknar næstum í pissflóði Nornarinnar›
‹Ákveður að pissa bara þar sem hún stendur þar sem hún er hvort sem er blaut í gegn›
‹Fer heim í sturtu›

Á þetta heima á Baggalútíu - eða Baggalút yfirleitt?? </i>

Ég get skilið andúð sumra í garð salernisins en þeir þræðir sem gamalgrónir eru á sínum stað má ekki færa. Þetta bentum við mörg á en þremenningarnir Júlía, Hakuchi og Vladimir þráskölluðust við og börðust hart fyrir breytingunum. Svo var komið að ég var orðinn verulega pirraður á þessum heimsósómahugsunargangi þremenninganna fór að grípa til langra innleggja og stórra orða.

<i>Ég veit ekki hvort einhver hefur gert sér grein fyrir þeirri sorglegu þróun sem virðist vera að eiga sér stað. Eitthvað sem ritstjórnin hefur völd yfir en notar ekki.

Ákveðnir Gestapógestir hafa nú með ritum sínum og ræðu barist hatrammlega fyrir óbeinni ritskoðun og breytingum á Gestapó án vitneskju þeirra sem ekki komast á Gimlé, en eru kannski talsvert virkir á Gestapó.

Þetta kallast einræðistilburðir og þegar svona makk hefur átt sér stað í kjötheimum hefur það yfirleitt leitt til byltingar og jafnvel blóðsúthellinga. Verði gerð bylting á Gestapó má útleggja blóðsúthellingarnar á þann hátt að margir fastagesta láti sig hverfa endanlega.

Ég hvet ykkur, ágæta elíta, til að hægja á ykkur í þessum tilburðum ykkar og leyfum ritstjórninni að melta tillögurnar. Þeir hafa jú lokaorðið.

Málflutningur elítunnar hefur verið á einn veg og það er að útbúa svæði sem þeim er ekki þóknanlegt og henda þráðum þangað sem þeim þykja leiðinlegir. Satt best að segja þá er ég lítið fyrir Vísindaakademíuna og sæki sára sjaldan í Kveðist á nema að yfir mig komi kveðskaparandi. Undirheimar eru einnig (að sumum finnst blessunarlega) að mestu lausir við mig. Ekki er ég að rausa um að færa þessi svæði eða þræði af þeim eitthvert annað. En Baggalútía, Efst a Baugi, Almennt Spjall og Leikjasvæðin eru svæði sem ég skoða og tek þátt í. Ég hef heldur ekki hvatt til breytinga á þeim svæðum þó þræðir inn á milli séu mis gáfulegir.

Þessi umræða hefur snúist um smekk örfárra notenda og er það miður að þeir skuli telja sig geta tekið sér slíkt ægivald í hönd að ákveða samkvæmt sínum geðþótta hvað eigi að vera á ákveðnum svæðum.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta eru einungis tillögur af ykkar hálfu en málflutningurinn er á þann veg að margir óreyndir gætu haldið að hér væri á ferð fólk með öll völd sem þið eruð ekki.

Ég er alls ekki að gagnrýna þessa ákveðnu einstaklinga með því sjónarmiði að rýra þau trausti notenda heldur að halda sig á mottunni því að markmið Gestapó eftir því sem ég kemst næst er að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það var í upphafi, er og verða mun um aldir alda, amen!¨

Lifi lúturinn!
</i>

Eftir talsvert orðaskak sem einkenndist af stórum orðum frá mér og aðalega Júlíu og svo hugleiðingum Vladimirs. En svo skarst Enter í leikinn og tók ákvörðun.
<i>Skelfing er nú heimurinn ósanngjarn.

Ég fæ ekki betur séð en þorri gesta skemmti sér hér bærilega, allir nema einhver fámennur hópur sem þrástaglast á einhverri betri tíð hér um slóðir. Margir eru farnir og margra er sárt saknað - og það er bara eðlilegt, ný andlit koma í staðinn og sumir reka jafnvel aftur inn nefið.

Eftir ár verður sennilega sá hópur sem hvað virkastur er núna haldinn þunglyndi yfir nýrri holskeflu gesta og harmar þá efalítið mjög hvað Kaffi blútur verður lítið heimsóttur og hvað ferðir á salernið séu orðnar óspennandi. Það er að segja ef sá hópur er ekki hreinlega flæmdur í burtu með niðurdrepandi hjali og svartagallsrausi um leiðinlegan lút. Þið getið ekki bara setið og beðið eftir að eitthvað skemmtilegt gerist, þið verðið að skemmta sjálfum ykkur. Sjáið bara Harald, hann er í góðu stuði í Alaska. Skabbi dælir inn nýjum og skemmtilegum þráðum og Ívar blandar óspart geði við „almúgann“. Svona á þetta að vera.

Í öllu falli megið þið ekki skemma gleðina fyrir öðrum þó ykkur finnist hún fyrir neðan ykkar virðingu. Júlía, ef þú kannt ekki við þig á salerninu, hvers vegna ekki að mæta þangað með skúringagræjur og hreinsiefni og taka ærlega til þar?

Að lokum held ég að best sé að loka Gimlé fyrir fullt og fast, þetta var hugsað sem griðastaður fyrir ungviðisholskeflunni frá í haust en nú er þetta orðin einhver leiðinda kjökurklúbbur ofdekraðra grátkerlinga.

Kannski verður hann bara opinn á stórhátíðum og tyllidögum. Júlía gæti þá séð hér um kaffiboð og veislur. Eins má hugsa sér að panta svæðið fyrir afmæli, brúðkaup og jafnvel jarðarfarir hér á Gestapó.

Að öðru leyti verða allir bara að gjöra svo vel og leika sér saman í sama daunilla sandkassanum. Lokuð svæði, flokkadrættir og leynimakk eru af hinu illa. Svo mikið hef ég lært síðan í haust.
</i>

Eftir þetta hafa menn verið duglegir að segja að hér sé leiðinlegt og allt að verða eins og argaþrasið í kjötheimum. Ég verð að segja að það þykir mér hvimleitt og niðurdrepandi fyrir okkur sem höfum haft gaman hér bæði meðan ákveðnum einstaklingum hefur þótt gaman og líka eftir að þeir einstaklingar hafa verið í einhverju fríi og komið aftur með heimsósómaraus.

Ég hef ekki í hyggju að yfirgefa lútinn og vil helst ekki að neinn annar geri það. Þessi umræða hefur verið hávær en ég ætla að gerast svo frekur að krefjast þess að allt tal um leiðinlegan lút og stórtækar breytingar verði aflagt með öllu.

Lifi Baggalútur
Lifi Gestapó
Lifið heil

   (231 af 287)  
1/12/04 17:01

B. Ewing

Sammála þessu með grátinn. Hitt er ofar mínum aðgangi.

1/12/04 17:01

Þarfagreinir

Góð samantekt hjá þér Ívar. Ég er sammála þér í flestu - Gestapó á að vera fyrir alla, og það á að geta þróast með nýju fólki. Við getum lifað öll saman í sátt og byggt skemmtilegt samfélag þó svo að fleiri bætist í hópinn. Þetta er einungis spurning um opið hugarfar.

1/12/04 17:01

víólskrímsl

Hvað...eru bara allir í fýlu?! Elskum friðinn og strjúkum kviðinn óháð innleggjafjölda.

1/12/04 17:01

kolfinnur Kvaran

Hér erum við komin með stefnuskrá Jafnaðarmannaflokksins. Þrefalt húrra!

1/12/04 17:01

Tigra

Ég er búin að fylgjast eitthvað með þessu, en það var aðeins einu sinni sem að mér sárnaði töluvert og það var við þessi fleygu orð Hakuchi:
Veistu ungfrú Júlía, þegar ég hugsa út í það, þá held ég að bauv sé síðasta persónan af nýliðum Gestapós sem hefur náð að skapa sér 'karakter.'
Ég varð frekar sár og skrifaði um þessi orð ummáli sem má lesa hér: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3981&start=50
Þá fékk ég auðvitað afsökunarbeiðni frá Hakuchi, Júlíu og Vladimir og sögðu þau öll að ég væri auðvitað ekki meðtalin þarna, en mér sárnaði samt.
Ef ekki fyrir mig, þá fyrir hönd mjög margra nýgræðlinga sem mér fannst þetta alls ekki eiga skilið.

1/12/04 17:01

Tigra

En ég vil samt alls ekki að við séum í einhverri fýlu. Ég fékk mínar afsökunarbeiðnir og tók þær full gildar.
verum nú öll vinir.

1/12/04 17:01

krumpa

Kæri Ívar !
Ég veit ekki hvort í lokaorðum þínum eiga að felast skot á mig - en ég er ein þeirra sem sagði að mér þætti orðið leiðinlegt hér... Hið rétta er að mér finnast þessar tilteknu umræður leiðinlegar - þar sem mikil orka fer í pælingar um fýlu elítunnar og útúrsnúninga og tilvitnanir í það hver sagði hvað og hver særði hvurn þá er eðlilega minni orka eftir til að semja frjóa og skemmtilega pistla, eða hvað? Finnst þessi umræða auk þess að verða fullpersónuleg. . .

Ég las þennan tiltekna þráð á Gimlé og ég fann reyndar engar bombur á honum en mikið óheyrilega var hann leiðinlegur! Kannski fann ég bara ekki bomburnar því að ég hélt mér varla vakandi við lesturinn.

Eigum við ekki bara að hætta þrasi og leiðindum og einbeita okkur að því að setja eitthvað skemmtilegt inn ?

1/12/04 17:01

krumpa

Hmmm... er ekki að segja að ,,allir eigi að vera vinir" ... Það er bara þannig í lífinu og hér að manni líkar misvel við fólk og það er allt í lagi, það er líka gaman að smáágreiningi ef hann er á léttu nótunum, laus við skítkast og leysist ekki út í tuð og jarm! Er það ekki?

1/12/04 17:01

krumpa

Æi - eitt í viðbót...(er farin að jarma sjálf) en er engin leiður á ,,flokkum" og ,,stefnuskrám" ? Er það bara ég ? Fæ alla vega nóg af svoleiðis vísindaskáldskap í kosningabaráttu raunheima...

1/12/04 17:01

Finngálkn

Helvíti góður pistill... Stundum er gott að tilheyra engum hópi og spila sig saklausann.

1/12/04 17:01

Mikill Hákon

Þú gleymdir áhyggjuáhyggjunum mínum.

1/12/04 17:02

Haraldur Austmann

Joy to the world,
all the boys and girls,
joy to the fishes in the deep blue sea,
joy to you and me.

1/12/04 17:02

Ívar Sívertsen

Krumpa mín, þetta var ekki skot á þig, raunar var þetta ekki skot heldur ábending um það að þegar einhver segir svona þá fara allir að hugsa sinn gang og verða svolítið óvirkir í kjölfarið. En ég lýsi því yfir að um þessa orrustu tjái ég mig ekki meir og tek undir orð Haraldar Austmann.

1/12/04 17:02

Smábaggi

Góður pistill hjá þér. Mikið eru þessar endalausu áhyggjur þreytandi.

1/12/04 17:02

feministi

Æ, nú hef ég áhyggjur af því að hafa ekki haft nægar áhyggjur af þessu máli.

1/12/04 18:00

Skabbi skrumari

Það kemur upp reglulega einhver paranoja og rugl hér á Gestapó, hver svo sem ástæðan er fyrir því... það var ekki svo...
Don't worry...Be happy

1/12/04 18:01

Hermir

Það voru nú ekki allir "lykilmenn" sem tóku undir að Gestapó væri orðinn leiðinlegur. Annars er ég ekki alveg með á tæru hvar "lykilmenn" enda og (þá væntanlega) "almúginn" byrjar. Er farið eftir heimavarnarlistanum, eða er þetta klíkuskapur sem vissir aðilar velja meðlimi í? Fátt er samt betra en góður Baggalútur í morgunsárið svo ég segi : Swing it baby, yeah.

1/12/04 18:01

Órækja

Þið eruð öll kjánvitar.

1/12/04 18:02

Nafni

Þetta er súr-real-ís-kasta lesning mín til þessa.

1/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Nafni, þú verður að hætta að stama svona

1/12/04 19:01

Nafni

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!