— GESTAPÓ —
Sprellikarlinn
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/03
Andlegur stuðningur vel þeginn!

Jaa...nafnið segir það allt, held ég.

Já, nú er ég að fara keppa í smávægilegri grein í kvöld en sama hve smávægileg greinin er þá vill ég VINNA! Ef ekki þá var allaveganna gaman að taka þátt. En þá kemur að því hví ég er að skrifa þetta fremur stutta félagsrit, ég þarf stuðning ykkar, jafnvel bara andlegan við bakið á mér í kvöld. Ég er viss um að með ykkar hjálp sé ómögulegt fyrir mig að tapa!

Es. Ég er ekki lengur tossi!(Kastar ferkantaða hattinum sínum hátt í loft)

   (2 af 5)  
1/11/03 03:01

Júlía

Áfram, Sprelli! Þú ert bestur!
Hjálpar þetta eitthvað?

1/11/03 03:01

hundinginn

Þér munið tapa er ég nú hræddur um.

1/11/03 03:01

Hakuchi

Stattu þig piltur! Sýndu enga miskunn! Slíkt gera bara pissudúkkur.

1/11/03 03:01

Sprellikarlinn

Stuðningur ykkar Konungshjónanna er mjög vel þeginn og mun fleyta mér langt, ef ekki til sigurs! En Hundinginn er ekki að hjálpa.

1/11/03 03:01

Hakuchi

Hann er hundingi, það er ekki við öðru að búast frá honum.

1/11/03 03:01

Júlía

Taktu því eins og hverju öðru hundsbiti, gæskurinn - þú átt eftir að gjörsigra andstæðingana.

1/11/03 03:01

hundinginn

ýlfrar og fer svo að sleikja loppurnar...

1/11/03 03:01

Hakuchi

Láttu það svo ekki eftir þér að svindla eða láta andstæðinga lenda í 'slysum' ef í harðbakkann slær.

Svona hundingi, fáðu þér hundakex hérna.

1/11/03 03:01

Órækja

Farðu nú og Sprellaðu í liðinu!

1/11/03 03:01

Limbri

Er eitthvað sprell í kvöld ?

-

1/11/03 03:01

Vímus

Beyttu öllum þeim fólskubrögðum sem vænleg eru til sigurs og þú hefur það

1/11/03 03:01

Barbie & Dio

Áfram Sprelli, láttu þá finna til tevatnsins!!

1/11/03 03:02

Barbapabbi

Mundu að það skiptir ekki öllu máli að sigra, heldur það að niðurlægja andstæðinginn!

1/11/03 03:02

Tigra

Ég tek upp dúskana og dansa hérna! Go Sprelli Go!!

1/11/03 03:02

Skabbi skrumari

Taka á þessu kallinn, þú getur þetta...

1/11/03 04:00

Sprellikarlinn

Takk kærlega fyrir þennan gífurlega stuðning! Og auðvitað vann ég!<Snýr listanum öfugt><Átarr sig og snýr listanum við, niðurlútur á svip>Ég tapaði þó með stæl!
Féll bara kylliflatur á miðri brautinni! Og náði ekki að klára.

1/11/03 04:00

Limbri

Ég vona að keppnin hafi ekki verið á neinn hátt í ætt við drykkjukeppni ?

-

1/11/03 04:01

Sprellikarlinn

Þú vonar rétt.

1/11/03 04:01

Frelsishetjan

Æ góði gefstu bara upp. Það er bara einn drottnari og þú átt ekki séns í hann.

Kær kveðja Frelli Drottnari.

1/11/03 04:01

Hildisþorsti

Poy, poy og tuh, tuh.

Sprellikarlinn:
  • Fæðing hér: 5/2/04 20:12
  • Síðast á ferli: 7/3/10 22:29
  • Innlegg: 0
Eðli:
Góðann og blessaðann daginn! Hopp og hí trallalí, þetta er skvamp og skrumarí. Ég flýg, ég er frjáls, frjáls eins og fuglinn fljúgandi!
Fræðasvið:
Geometrist uppistand, abcd gráða í ólátum og meistaraþjálfun í sprelli.
Æviágrip:
Móðir mín sagði alltaf að hláturin lengdi lífið. Það hlýtur að vera satt því að nú, á áttræðisaldri er ég eins sprækur og 10 ára, og hef þroskann á við það líka. Síðan ég varð tveggja ára í fyrsta skipti hef ég verið uppistandari og síðan ég varð tveggja í seinna eignaðist ég mína eigin brandarabók. Endir.