— GESTAPÓ —
Sprellikarlinn
Nýgræðingur.
Saga - 31/10/03
Hress dagur!

Saga af hressum degi

Ég var ekkert sérstaklega latur í dag og það var bara nokkuð gaman!

Ég byrjaði á því að skutlast í perluna(strætó) með tveimur ferðafélugum annar að nafni Útmigin Brunahani hér en hinn er eigi Bagglýtingur, fínt gaman þar og einhver á nýjan Metallica-S&M disk!

Svo tók við ferð í Smáralindina sem var farin fótgangandi því ákveðinn ferðafélagi vildi spara strætópeninginn. Spara strætópeningin, pælið í því!!!
Kauptu þér bara miða góurinn!!

Já, Rúmum klukkutíma seinna vorum við mættir í Smáralindina, það sem tiltekin vara sem ég hef hikað á að kaupa hingað til, var ekki til!! En góður málsverður á Borgarakóngnum kom manni aftur í gott skap.:)

Eftir þann góða málsverð þurftum við að fara að koma okkur í mjóddina aftur og þá braut hinn sparsami odd af oflæti sínu og sættist á að fara leiðina í mjóddina sitjandi.

Meira að segja strætóferðin var eilítið viðburðarík því þar hitti ég "fólk" sem ég hef ekki hitt síðan kennararnir fóru í þetta frábæra verkfall og átti í fínum samræðum við það "fólk".

Þá tók við stuttur labbitúr heim til hins sparsama ferðafélaga og þar náðum við andanum í eins og 2-3 klukkutíma. Sem var ógurlega gott.;D

Ef það er svo ekki nóg fórum við í bíó um áttaleytið á Resident Evil sem var svoldið scary... Annar labbitúr heim til hins sparsama ferðagélaga og svo hjólatúr úr Breiðholtinu aftur heim í Grafarvoginn.

Já, og auðvitað svo er ég líka að skrifa þessa ógnvænlega löngu grein!

Ég ætla að fara að hætta núna....

   (3 af 5)  
31/10/03 04:00

Sverfill Bergmann

Strætó? STRÆTÓ!? Hvað hlandbrunnu handklæðishausahelvíti gengur á hérna?

31/10/03 04:00

Goggurinn

Ekki er ég að fatta notkun þína á tvípunktum og semíkommum, kæri Sprellikarl. Einnig lokar því sviga án þess að hafa nokkurntíman opnað hann, sveiattan!

31/10/03 04:00

Goggurinn

Einnig lokar því sviga = Einnig lokar þú sviga, helvítans

31/10/03 04:00

Sprellikarlinn

Þetta eiga að vera broskarlar, Goggur en ég biðst forláts á of mikilli notkun á þeim. En gætir þú ekki litið framhjá þeim í eins og augnablik og rætt um greinina?

31/10/03 04:00

Frelsishetjan

Er kominn einhver Tony í Sverfil, samanber innlegginu hér efst?

31/10/03 04:01

Glúmur

Svona nú Frelli, er nú ekki óþarfi að grípa til svo gallsúrra svívirðinga?

31/10/03 04:01

Golíat

Það er ástæðulaust að láta æsku Sprellikarlsins fara í taugarnar á sér. Öll vorum við ung einhverntímann og sum eru það enn.

31/10/03 04:01

Goggurinn

Satt er það, ætli Sprellikarlinum sé ekki fyrirgefið.

31/10/03 04:01

Órækja

Eilítið sprell kannski? Held ég nú að æska sé algerlega fyrirgefanleg hér á lútinum, enda allir ungir í anda.

31/10/03 04:02

Sprellikarlinn

You Said it Órækja!!
Biðst forláts á útlenskunni.

31/10/03 04:02

Skabbi skrumari

Já, ungdómurinn lætur ekki að sér hæða, ágætis saga hjá þér og hver hefur ekki óvart ýtt á shift þegar hann ætlar að skrifa punkt og svo af tilviljun ýtt á shift og 9 já svona eru tilviljanirnar...

31/10/03 05:01

Finngálkn

Öll heimsins leiðindi samankomin í einum manni?

1/11/03 01:02

Leibbi Djass

Óþarfa Sprell.

Sprellikarlinn:
  • Fæðing hér: 5/2/04 20:12
  • Síðast á ferli: 7/3/10 22:29
  • Innlegg: 0
Eðli:
Góðann og blessaðann daginn! Hopp og hí trallalí, þetta er skvamp og skrumarí. Ég flýg, ég er frjáls, frjáls eins og fuglinn fljúgandi!
Fræðasvið:
Geometrist uppistand, abcd gráða í ólátum og meistaraþjálfun í sprelli.
Æviágrip:
Móðir mín sagði alltaf að hláturin lengdi lífið. Það hlýtur að vera satt því að nú, á áttræðisaldri er ég eins sprækur og 10 ára, og hef þroskann á við það líka. Síðan ég varð tveggja ára í fyrsta skipti hef ég verið uppistandari og síðan ég varð tveggja í seinna eignaðist ég mína eigin brandarabók. Endir.