— GESTAPÓ —
Ugla
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/04
Konur og Karlar.

[i]Erum við svona ólík?[/i]

Ég er byrjuð í háskóla eftir langt hlé.
Nám með vinnu.
Ákvað að ég væri að dragast aftur úr í þjóðfélaginu og allir væru að meika það og gera það gott nema ég.
Ég valdi mér stjórnunarnám og set stefnuna á forstjórastól í risastóru fyrirtæki sem græðir milljarða og borgar mér milljónir á mánuði fyrir að stjórna með harðri hendi.
Í gær var verið að fjalla um munin á körlum og konum í stjórnunarstörfum.
Það er ýmislegt sem bendir til þess að við lifum enn á steinöld. Samkvæmt rannsóknum eru margir karlmenn sem vilja ekki vinna undir eða náið með konu sem er of fallegt því að þá verða þeir svo graðir og eiginkonan svo afbrýðisöm.
Hún má heldur ekki vera ljót því engir nennir að hafa einhverja herfu fyrir augunum allan daginn!
Rannsóknir sýna að menn taka síður mark á konum sem stjórnendum, treysta þeim síður og hafa sterka tilhneigingu til að flokka þær niður í steríótýpur eins og móðirin, tíkin, tálkvenndið osfrv.
Er þetta satt?
Takið þið minna mark á konum og finnst ykkur við hafa minna til málanna að leggja?

   (4 af 4)  
9/12/04 21:01

Hakuchi

Ha?

9/12/04 21:01

Von Strandir

Fyrirgefðu, ég var ekki að hlusta.

9/12/04 21:01

Hakuchi

En að öllu glensi slepptu...þá get ég einungis miðað við sjálfan mig í þessum efnum. Í þessum rannsóknum sem þú vitnar í er dregin upp mynd/steríótýpa af karlmönnum sem ég kannast nákvæmlega ekkert við. Ég hef aldrei átt bágt með að vinna undir kvenfólki og það fögru kvenfólki í þokkabót.

Ég tek alveg jafnlítið mark á konum sem og körlum.

9/12/04 21:01

Texi Everto

Svona gullfalleg kona eins og þú, mættir alveg stjórna mér.

9/12/04 21:01

B. Ewing

Ekki gleyma Ristinni. Þar lekur allt í gegn.

9/12/04 21:01

Skabbi skrumari

Ég tek mark á öllum þeim sem hafa eitthvað vitrænt fram að færa... hef tekið eftir því að það kemur yfirleitt eitthvað vitrænt frá þér... salút.

9/12/04 21:01

Smali

Ég myndi taka mark á konum ef að það væri ekki þessi eilífi röklausi og innantómi kjaftavaðall og gleiðhoppandi brussugangur yfir allt og alla á vinnustað, fermingarfliss og harmagrenjur á víxl allan liðlangan daginn.
Þannig að mér þykir ég vera býsna opinn fyrir þessu verð ég að segja.

9/12/04 21:01

Bölverkur

Þetta er allt satt! En hvað vilja konur vera að ana út á vinnumarkaðinn?

9/12/04 21:01

Limbri

Félagi minn lagði einu sinni fram punkt um sjálfan sig, sem ég tel að beri að virða upp að vissu marki. Hann sagði að ef hann mætti velja þá væru bara karlmenn í hans deild í fyrirtækinu en sem mest af fallegum og/eða gáfuðum konum í öðrum deildum. Hann sagði (og ég held að hann hafi verið að meina það) að honum gengi erfiðlega að halda athygli innan um kvenfólk sem hann dáðist að og hann ætti mjög auðvelt með að verða bálskotinn í öðrum hverjum kvenmanni sem heillaði hann á einhvern hátt.

Við hlógum dátt að þessu en vissum báðir að þetta var helber sannleikur. Við karlmenn eigum því miður oft bágt með hormónana.

Að endingu er líklegast best að leggja fram mína skoðun á málinu og hún er sú að kvenfólk á vel heima í hverju því starfi sem það getur sinnt. En kynjakvótar og þessháttar má mín vegna alveg hverfa. Konur hafa sýnt það og sannað að þær eru margar hverjar fullfærar um allt sem karlmenn í stjórnunarstöðu geta og oft aðeins meir.

-

9/12/04 21:01

Nornin

Jæja þetta er það sem ég hef til málana að leggja:

Ég hef unnið á kvennavinnustað, karlavinnustað (vorum bara 3 konur) og svo blönduðum vinnustað og mér finnst lang verst að vinna bara með konum.
Það fer einhvern veginn allt að snúast um "hver þú ert" frekar en að vera um "hvernig þú vinnur".

Ég hef bæði góða og slæma reynslu af kvennyfirmönnum, góði parturinn er að þær virðast vera skilningsríkari þegar eitthvað bjátar á (tilfinningavandamál, "kvenna"mál, erfiðleikar með börnin) en slæmi parturinn er að þær eru ekki eins skipulagðar og virðast ekki hafa eins góða yfirsýn yfir hvað gera þarf (Tek fram að þetta á aðeins við þær sem ég hef unnið með og er ekki algilt).

Akkúrat þetta með stjórnunar- og skipulagshæfileikana finnst mér merkilegt, því engin nema kona gæti pússlað saman barnauppeldi, námi, heimilisstörfum og vinnu í einn pakka án þess að fara á taugum (alhæfing sem allir mega vera ósammála).
Kannski þarf málefnið að snúa að konunni sjálfri til að hún hafi þessa yfirsýn yfir það? Ég veit ekki.

Þeir karlar sem ég hef unnið undir hafa ekki verið fullkomnir heldur, en flestir þeirra hafa haft meiri stjórnunarhæfileika og virst taka starfinu sem starfi á meðan konurnar taka því frekar sem hluta af hverjar þær eru.

Ég skil þetta viðhorf samt, því við konur gerum þetta líka, við drögum hver aðra í dilka og dæmum eftir útliti og hegðun, frekar en eftir hvernig viðkomandi vinnur. Ég hef unnið með gullfallegum konum sem komið var fram við eins og þær væru heilalausar og með sterkum konum sem komið var fram við eins og þær væru harðbrjósta tíkur. Hvorugt á við rök að styðjast, en svona er mannlegt eðli.
Við flokkum fólk snemma á lífsleiðinni í "pakka" sem við ráðum við og skellum svo öllum með svipað útlit/persónuleika/hæfileika í sama pakkann.

Ég held reyndar að þetta sé að lagast og því fleiri konur sem komast í stjórnunarstöður, því betra. Við hættum þá kannski að hafa einhverja staðalímynd af þeim.

9/12/04 21:01

Þarfagreinir

Ég hef nú ekki mikla reynslu á vinnumarkaði, en ég hef heyrt ýmislegt svipað því sem hér hefur verið viðrað áður. Eins og ég hef margoft japlað á, þá er ég maður sem fyrst og fremst metur fólk á einstaklingsgrundvelli, og á sérlega auðvelt með að hundsa hinar 'óæðri' hvatir þegar þær eiga ekki við.

Eins og er þá er ég á litlum vinnustað þar sem einungis er einn yfirmaður sem ég vinn mjög náið með og ber mikla virðingu fyrir, enda hefur sá maður töluvert vit í kollinum, og kann á mannleg samskipti. Þar áður vann ég á stað þar sem framkvæmdastjórinn var kona, nánar til tekið kona eigandans. Hún er einn sá vanhæfasti stjórnandi sem hægt er að hugsa sér. Held ég þó að hvorugt hafi nokkuð með kyn að gera. Ef ég væri með kvenkyns yfirmann sem væri jafn hæfur og sá sem ég er með núna, þá myndi ég bera virðingu fyrir henni og ekki eiga í vandræðum með að vinna með henni, óháð því hvert útlit hennar eða atgervi væri að öðru leyti.

Meginatriðið er það að hormónaflæði og hvatir þeim tengdar eiga ekki heima á vinnustað. Svei þeim sem ekki geta farið eftir þeirri reglu.

Og Ugla, ég er viss um að þú ert efni í afbragðsgóðan stjórnanda, enda ertu Gestapói ... það eitt segir nú ýmislegt.

9/12/04 21:01

Nafni

Við erum öll jafn misjöfn og við erum mörg. Geta okkar til verka eða hugsana er sú sama af hvoru kyninu sem er. Hinsvegar held ég að hugrekki (þ.e. einbeittur vilji) hafi fram að þessu frekar verið innrættur karlkyns einstaklingum og hlédrægni þá á hinn bóginn. Þar eiga trúarbrögðin stærstan hlut að máli enda virðast völd þeirra minnka í samræmi við aukið jafnrétti kynjanna. Sem er vel.

9/12/04 21:01

Limbri

10 stig fyrir Nornina. Hún hefur góða punkta þarna.

-

9/12/04 21:01

Sundlaugur Vatne

Ég átta mig ekki alveg á þessum pælingum, Ugla mín. Ég hélt að það væru ekki til neinar ljótar konur. Þær væru bara þjóðsaga.
Vissulega eru til misjafnlega snyrtilegar og heillandi konur, en ég þekki enga ljóta.
Ég hef löngum unnið á kvenmörgum vinnustöðum og oftar en ekki með konu sem næsta yfirmann og einnig konu sem nánasta samstarfsmann. Það held ég hafi hvorki háð mér né mínum afköstum.
Við verðum hinsvegar að hætta að líta á misrétti kynjanna sem fortíðarvanda sem nær langt aftur í aldir. Konur á miðöldum voru mun betur settar og meira virtar en síðar varð. Það á ekki sízt við þar sem siðaskipti urðu við upphaf nýaldar.

P.S. Til hamingju með fyrsta félagsritið.

9/12/04 21:01

Isak Dinesen

Ferlega þurfið þið öll mikið að tjá ykkur. Les þetta seinna.

9/12/04 21:02

Kargur

Já, kvenkynið er ekki eins og mannkynið.

9/12/04 22:01

Ugla

Ég held að það sé hræðilega langt í land með að jafnrétti kynjanna verði náð.
Ég held að mjög margir karlmenn líti ekki á konur sem jafningja sína nema að takmörkuðu leiti.
Ennþá erum við með lægri laun fyrir sömu vinnu og ennþá eru það við sem sjáum að stórum hluta um heimilið og börnin þrátt fyrir að vinna fullan vinnudag.
Nú er ég bara að vitna í rannsóknir og alls ekki að halda því fram að allir karlmenn séu eins.

9/12/04 22:01

hundinginn

Sko. "Menn" sem ekki geta unnið "undir" konu, á bara að senda heim. Og henda bleika nestisboxinu í hausinn á þeim, svo samlokurnar klessist við skallann á þeim. Bölvaðir.

Ugla:
  • Fæðing hér: 2/2/04 16:08
  • Síðast á ferli: 18/1/07 13:12
  • Innlegg: 121