— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Gagnrýni - 7/12/03
Hljómleikar Metallica í Egilshöllinni

Þeir stærstu og flottust sem hafa verið haldnir á Íslandi

<i>"Wether it has been one day or twenty two years that you've waited for Metallica, it's finally over, we are here"
-James Hetfield</i>

Já kæri Baggalútur, Rasspabbi var á Metallica og þvílíkt og annað eins opplevelse. (sletti nú aðeins á dönsku til heiðurs Lars Ulrich)

Svo ég taki þetta fyrir í tímaröð þá fékk ég að fara hálftíma fyrr heim úr vinnuni (vinn á suðurnesjum) og stóð drusluna heim til Reykjavíkur þar sem farið var úr vinnufötunum yfir í gleðigallann. Haldið var upp í Grafarvog við annann mann og heim til vinar míns og gengið fylktu liði, um fimmtán manns, í Egilshöll.
Fyrir utan kofann var múgur og margmenni og ekki laust við að maður finndi fyrir vægri eftirvæntingu í mannskapnum.
Leyfði ókunnugum karlmanni að káfa lítillega á mér áður en ég komst inn í húsið.

Jæja.

Varð af því að sjá Brain Police og þótti það miður en fékk að sjá Mínus, sem ég hef aldrei verið hrifinn af en þótti mikið til koma sviðsframkomu sem var með eindæmum skemmtileg.

Eftir að Mínusmenn stigu af sviði var heldur meiri bið eftir Metallica en ég vildi. Taugarnar þoldu varla meiri eftirvæntingu. Öðru hvoru er tæknimaður birtist á sviði og lagaði snúrur eða prófaði hljóðið trylltist lýðurinn, múgsefjunin var alger.

Ljósin slokknuðu... það var hljóð en svo byrjaði það.
Ég öskraði hvað aftók.
<b>METALLICA STIGU Á SVIÐ!!!!!</b>

Hitinn var nær óbærilegur, ég svipti sjálfan mig úr bolnum og hengdi í buxnastrenginn. Svitinn bogaði af mér.
Ecstasy of Gold hljómaði undir og svo birtust hver á fætur öðrum. Lars steig upp á trommurnar og baðaði út höndum við mikinn fögnuð gesta.
Þannig hélt þetta áfram fram eftir öllu og aldrei var slakað á.
En svo fór nú þannig að gleðin og hitinn var svo mikill að ég varð að fara fram og kaupa Pepsí á yfirsprengdu verði.
Kom aftur inn í salinn og þá var "Battery" að klárast.
Þar sem ég átti miða í A-stæði var farið ansi framarlega og hoppað og höfðinu slegið til í takt við músíkina. Ég er með fínann hálsríg.

Eitthvað gekk gestum illa við að halda takti og lagi en það er nú fyrirgefanlegt. Hiti og önnur óþægindi settu strik í reikninginn hjá mörgum. Enda mundi ég varla textann í Enter Sandman.
Íslendingar eru fínir í karókí... ja það sagði James Hetfield amk.

Hvað lagaval varðar þá get ég lítið sett út á það og í raun stendur ekkert sérstaklega upp úr, þó vissulega komast <b>Master of Puppets, One, Nothing Else Matters og Sad But True </b>ansi ofarlega. Eldvörpur og flugelda skorti, en það er afsakanlegt því ég er viss um að það hafi þurft að fá nokkrar undanþágur frá reglugerðum og öðru eins til að meiga að hafa 18.000 vitleysinga undir einu þaki.

Svo lauk tónleikunum.

Glaður, sveittur og gjörsamlega búinn á því, hélt ég út í ferskt loftið. Klæddi mig í rennandi blautann bolinn sem angaði eins og kæstur hákarl.
Það var sami svipur á öllum vinum mínum. Við höfðum orðið vitni að og tekið þátt í einhverju einstöku.
Tónleikar með Metallica.

Til ykkar sem ekki komust vegna vinnu eða annara leiðinda,
ég samhryggist innilega.
Fyrir ykkur hin sem mættuð.......

<b>DJÖFULL VAR ÞETTA FOKKING DRULLU GAMAN!!!!!!!</b>

Rasspabbi

   (16 af 17)  
31/10/03 09:01

bauv

Gaman af þessu.

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.