— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/11/03
Jólalag Baggalúts 2004

Þorláksmessa hefur aldrei átt sitt eigið lag

Stórfenglegt! Hvílíkt tónlistarlegt afrek!!!
Ég ræð mér varla! Dansa hér sveittur við lyklaboriðið og syng hástöfum með þessari óviðjafnanlegu snilli sem mun vafningalaust verða meðal ástsælustu jólalaga þjóðarinnar það sem eftir er.

Svo ég fari út í litlar spekúlasjónir á laginu sjálfu þá er textinn, eins og vanalega, ekkert minna en tímalaus snilli.
Næstu árhundruð munu lúðalegir heimilisfeður geta tengt sig við þetta lag, þar sem þeir keyra heim, niðurlútir, með stresstöskuna í aftursætinu og dótabíla frá Shell í hanskahólfinu fyrir krakkana og "Old Spice, for Women" handa konuni.

Hljóðfæraleikurinn er vitaskuld stórfenglegur. Aldrei hef ég heyrt slagverk og strengjahljóðfæri þanin af jafn mikilli tilfinningu og nú, ja nema þá kannski í jólalagi Baggalúts 2003.
Ég hreinlega svitna við tilhugsunina!
Ómþyð söngrödd Tony Ztarblazter hljómar enn í eyrum mér og mun gera það allgavena fram yfir áramót og jafnval fram yfir þrettándann!

Skál Bagglýtingar og gleðileg jól!

   (11 af 17)  
2/11/03 21:01

bauv

Já skál.

2/11/03 21:01

hundinginn

Magnaður söngur og hljóðfæraleikurinn tær snilld!
Já við eigum fjandigóða talenta í okkar röðum. Skál!

2/11/03 21:01

Heiðglyrnir

Skál Rasspabbi og gleðileg jól

2/11/03 21:01

bauv

Maður kemst í jólaskð við þetta lag!!

2/11/03 21:01

Skabbi skrumari

Já, skál og gleðileg jól bagglýtingar nær og fjær...

2/11/03 21:01

bauv

Heu ekki toga í puttann minn.

2/11/03 21:01

bauv

Heu ekki toga í puttann minn.

2/11/03 21:02

Ívar Sívertsen

Afsakaðu en í umsögn segir þú að Þorláksmessa hafi aldrei átt sitt eigið lag. Það er rangt. Þorláksmessukvöld er hátíð út af fyrir sig, forleikur að jólunum - segir í lagi einu sem Ragnhildur Gísladóttir söng eitt sinn. En það er bara ekki eins gott og Jólalag Baggalúts 2004

2/11/03 21:02

kolfinnur Kvaran

Gott ef einhver poppgrúppan söng ekki um Þorláksmessu hérna um árið. Gott ef lagið heitir ekki bara Þorláksmessa

2/11/03 21:02

Limbri

Segjum þá bara : Þorláksmessa hefur aldrei átt sig eigið lag sem er bæði flott og hresst.

-

2/11/03 22:00

albin

Skál, þetta kemur manni bara í rétta fílinginn.
Ég fyllist lotningu, og fyllist líka.

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.