— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Pistlingur - 2/11/03
Þáttur í imbanum

Skáldskapur þarf ekkert að vera svo fjarri raunveruleikanum

Sælir Bagglýtingar.

Hér fyrr í kvöld lá ég eins og slitti í sófanum, líkt og margir aðrir eftir langann vinnudag.

Á Stöð2 er þáttaröð er ber hið stórfenglega nafn "Summerland".
Einhver samansoðin fjölskylda þar sem móðirin er einhver svaðaleg pía sem ekkert eldist og fær öngvar hrukkur, sama hvað krakkagemlingarnir eru erfiðir. Og faðirinn jafn skorinn og skoffínín í Herra Ísland.
Samt þykist gerpið vinna fullan vinnudag og virðist aldrei hafa tíma fyrir annað en vinnuna. Iss..
Þessi þáttur er svo mikil drulla að mér bauð við og skipti í snarhasti á hið eina sanna Ríkissjónvarp. Þar var nýhafinn þátturinn "ER".
(Ætli megi þýða það "Slysó"?)
Í þessum þætti var sagt frá sveittum bandarískum lækni er vinnur með eyðnissmituðu fólki í Kongó. Líkt og í raunveruleikanum þá voru þarna þúsundir, já eða tugþúsundir manna er voru sjúkir, kannski ekki allir af eyðni en þá af einhverju öðru bráðdrepandi eða hreinlega við það að deyja úr sulti.

Einhverra hluta vegna líður mér alltaf illa yfir því að búa hér á Íslandi, já og á Baggalút. Það er sem ég sé með samviskubit yfir þessu öllu saman, þó ég geti lítið gert og ekki ákvað ég að hafa heiminn svona.
Þó get ég gert eitt -jafnvel tvennt.

Hagað mínu lífi skikkanlega og grenja ekki eins og fordekraður krakki ef að ég fæ ekki nýjan Nissan í jólagjöf frá Jólasveininum(minn er víst 2000 árgerð, er ekki kominn tími á nýjan?)

Þetta efni er Bagglýtingum auðvitað þaulkunnugt og öll sjáum við þessa vesalinga í sjónvarpinu í auglýsingum frá Hjálpastofnun kirkjunar, þar sem flugur skríða yfir andlit máttvana fólks.

Bagglýtingar, tökum okkur saman og hjálpum þessu fólki -hvernig sem við getum.

Hafið það gott,
Rasspabbi

   (12 af 17)  
2/11/03 01:02

Fíflagangur

Þú ert góður. Ég legg til að friðargæslan hætti að versla teppi og veifa byssum og fari að byggja skóla.

2/11/03 01:02

Haraldur Austmann

Mæltu manna heilastur. Tek undir þessa áskorun heilshugar.

2/11/03 01:02

Skabbi skrumari

Þakka gott félagsrit, mun kría út peningum til að gefa Hjálparstofnuninni, maður ætti að hafa það af þar sem maður sparar svo mikið í ÁTVR-mótmælasveltinu...

2/11/03 02:01

Nafni

Já það er ekkert sem hreyfir jafn vel við samviskunni og ER...

2/11/03 02:01

Heiðglyrnir

Verst fynnst mér þó þegar maður álpast til að sjá svona hörmungar á aðfangadag, fer alveg með steikina, en framtakið er gott, Hjálpum þeim!!!

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.