— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Þjóðfáni Baggalúts

Nauðsynlegt í þeirri heimsveldisstefnu er ríkir á lútnum.

Bagglýtingar!

Hver ykkar er það fær á tölvu (dásamlegt orð, gaman að vera ekki svo geldur að þurfa að notast við kompjúter) og einhvurt teikniforritið að sá hinn sami geti hannað þjóðfána Baggalúts?

Í nýlegum landvinningum mínum á Fuglaey í Færeyjum (sjá þráð Frelsishetjunar undir Baggalútía "Þeir eru að fylgjast með okkur")
Nú, þar kvaðst ég flagga þjóðfána Baggalúts en glöggvaði mig ekki á því fyrr en um seinann................að hann er ekki til.
Þetta voru víst nærbuxurnar mínar sem ég skaut upp.

Vitaskult verður skjaldamerki Baggalúts að koma fram, það er sjálfgefið. Fleiri hugmyndir hef ég ekki nema helst að kóbalt verður að koma við sögu... já og ákavíti.

   (14 af 17)  
1/11/03 17:02

Goggurinn

Blár litur ætti að afgreiða kóbalt en ákavíti, hmm...

1/11/03 17:02

Vímus

Það er ár og öld síðan ég hef drukkið ákavíti, svo ég veit ekki hvernig flaskan lítur út, en hugmyndin er góð. Það hlýtur að mega finna eitthvað á miðanum. Græn flaska fer ekki vel á bláum grunni.

1/11/03 17:02

Muss S. Sein

Nú er mál að feta varlega. Kóbalt er bláleitt eins og allir vita, en ákavíti er gult. Við viljum nú ekki enda með að fólk haldi að við séum Svíar?!

1/11/03 17:02

Tigra

Sko ákavíti er nú til í margskonar flöskum.. svo ég held að flaska sé ekki málið.
Veit ekki alveg hvernig við afgreiðum þetta mál.. hvað með að sulla því bara yfir fánann?
Og svona til fróðleiks þá er ákavíti skrifað аквавит á rússnesku..

1/11/03 17:02

Muss S. Sein

Ákavítið sjálft er nefnilega gulleitt, sama hvernig flaskan er.

Eða þannig er það í þessum gúlagbúllum sem fyrirfinnast á skerinu Íslandi...

1/11/03 17:02

Tigra

Sko ákavíti er nú til í margskonar flöskum.. svo ég held að flaska sé ekki málið.
Veit ekki alveg hvernig við afgreiðum þetta mál.. hvað með að sulla því bara yfir fánann?
Og svona til fróðleiks þá er ákavíti skrifað аквавит á rússnesku..

1/11/03 17:02

Tigra

Sko ákavíti er nú til í margskonar flöskum.. svo ég held að flaska sé ekki málið.
Veit ekki alveg hvernig við afgreiðum þetta mál.. hvað með að sulla því bara yfir fánann?
Og svona til fróðleiks þá er ákavíti skrifað аквавит á rússnesku..

1/11/03 17:02

Tigra

Huhm... hvernig fór ég að þessu

1/11/03 17:02

Goggurinn

En að hafa hann grænan fyrir miðju og gult og blátt á sitthvorri hliðinni og skjaldarmerkið fyrir miðju.

1/11/03 17:02

Muss S. Sein

Hvað um skjaldarmerki fyrir miðju á gulri þverrönd með bláum fyrir ofan og neðan?

1/11/03 18:00

Jóakim Aðalönd

En hvernig lítur skjaldarmerkið út?

1/11/03 18:00

Goggurinn

Að öllum líkindum er það hið heilaga merki Baggalúts.

1/11/03 18:00

Rasspabbi

Góðar tillögur. Tek undir orð Muss S. Sein.. eins gott að þjóðfáninn líkist ekki fána Svíðþjóar. Ekki viljum við að Bagglýtingum sé ruglað við þá vesældarþjóð!

1/11/03 18:00

krumpa

Stórkostleg hugmynd - muna bara að setja mynd af öllum þjóðhöfðingjunum á fánann !

1/11/03 18:00

Skabbi skrumari

Þess ber að geta að Álaborgar Ákavíti er með fagurrauðum miða... ekki að það skipti máli...

Aftur finnst mér enginn hæfari en blessaður Enter í að útfæra þessar hugmyndir með aðstoð tölvu og teikniforrits... spurning hvort málshefjandi hafi ekki samband við hann...

1/11/03 18:01

Rasspabbi

Hví ekki það...

1/11/03 18:01

hundinginn

Bíðum við bíðum við, sagði einhver gul rönd í miðju á bláum fleti? Er það ekki of sænskt?

Jeg skal koma með tillögu ef mjer tekst að setja inn mynd einhvern veginn.

1/11/03 18:01

hundinginn

Oh. þarf slóðin á myndina að byrja á "http://"
Verð jeg þá að troða myndinni inn á einhverja heimasíðu fyrst. Fjandinn, það geri jeg ekki.

1/11/03 18:01

Skabbi skrumari

Segi það sama, ég gæti alveg búið til tillögu að merki, en ég á enga heimasíðu... hvað gerir maður í því, veit einhver um heimasíðu þar sem maður getur hent inn mynd, sem maður getur síðan vitnað í hér?

1/11/03 18:01

bauv

Vill bemda á þennan þráð http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2830

1/11/03 18:01

hundinginn

Sendum ritstjórninni þetta bara beint, enda mikilvægt efni. Jeg var að senda eina magnaða tillögu til Enter-ritstjorn... Sjáum til.

1/11/03 18:01

Ívar Sívertsen

1/11/03 18:01

Ívar Sívertsen

<img src="http://www.mikkivefur.is/hallur/bag-a-flag.gif>
Hvað með þetta?

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.