— GESTAPÓ —
SlipknotFan13
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/12/04
[Warner Brothers] Jungle Jitters (1938)

Ég held áfram ferðum mínum um heim bannaðra teiknimynda. Í þetta sinnið er það hin heldur slaka Jungle Jitters, ein af hinum bönnuðu 11 myndum Warner Bræðra.

"Censored 11" myndirnar frá Warner Brothers eru flestar af þeim meiði að þykja gera lítið úr hinum ýmsu þjóðarbrotum og minnihlutahópum. Þessir sömu hópar hafa síðan ýtt á dreifendur og fengið þær bannaðar, enda eru minnihlutahópar einnig viðskiptavinir og viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér.

'Jungle Jitters' byggist að mestu upp á því að gera grín að hinum afríkanska búskmanni, með smá ádeilu þó.

Hún byrjar stórvel. Áhorfandinn er leiddur um búskmannsþorpið þar sem hin ýmsustu kjánalæti sem þorpsbúar taka sér fyrir hendur.

Þorpsbúar eru hinir hugmyndaríkustu og það má hafa ágæta skemmtan að því hvað þessir runnabúar eru nú skrýtnir og vitlausir, þar til að skyndilega andskotans aðalkarakter myndarinnar er kynntur til sögunnar.
Sá er einhverskonar misheppnaður Guffaklóni, farandsölumaður með slæman stamvanda sem á víst að vera einhverskonar vísun til útvarpsbrandarakalls frá þessum tíma.

Þessi farandsölumaður er gersamlega hræðilegur, allt frá þeim tíma sem hann birtist þar til hann virðist drepast í enda myndarinnar. Ég hef ekki séð svona leiðinlegan óskapnað síðan ég sá Gigli. Ef þessi viðbjóður myndi geta barn með Mariuh Carey mætti króginn hennar Rósemarí fara vara sig.

Vitanlega er það ekkert sem svertingjarnir vilja frekar en að snæða kauða..

.. og upphefjast miklar tilfæringar við að sjóða karlfíflið.
En sjá, það leynast fleiri karakterar! Hin ógeðslega leiðinlega drottning þorpsins er á lóðaríi og þegar hún fréttir að það sé karlmaður í nágrenninu sem verður hún óð af frygð. Þar sem þorpið virðist byggt einungis karlmönnum verðum við að gefa okkur að hún hafi legið undir þeim öllum þegar og sé því að leita að nýju kjöti.
Af einhverjum undarlegum sökum er hún hvít.


Hvort það sé til að sýna að hvíti kynstofninn sé alltaf við stjórnvölinn, jafnvel í einhverju afdalasmáþorpi í svörtustu Afríku látum við liggja á milli hluta. Það sem fylgir þessu eru nefnilega tvö sérkennilegustu atvik sem undirritaður hefur séð í teiknimynd;
1) Óðir kanníbalarnir berja í borð á meðan þeir bíða þess að fá matarbita. Drottning spyr hvað sé í gangi -


"What's tha matter out there?!"

og svarti þrællinn hennar svarar, með útglenntar kanínutennur og allsvakalega steríótípískum japönskum hreim -


"Oooho! We ale having a man fol dinna prease!"

Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem myndin kemur út 1938, en Japanir bomba ekki Perluhöfn fyrr en 1941.

2) Þegar farandssalinn er sóttur, umbreytir hormónafylltur hugur drottningarinnar honum úr þessu -


í þetta og svo


þetta.
Ég veit ekki hvort er verra. Eitthvað hefur fegurðarmatið skolast til í áranna rás, en þetta er líklega ágætis testament um hvernig hugsunarháttur fólks breytist.

Myndin hefur risið lágt hingað til, og nær ekki meiri hæðum. Hrapar reyndar frekar hátt frekar hratt. Gifting fylgir, svartra manna style ("Do you take this woman.. or dontcha?") og síðan í blálokin frekar slakur plottwist.

Ekki mikið til að gleðja, en má hafa gaman af ef þó sé ekki nema fyrir blámennina sem kjánast svo skemmtilega í byrjun.

Myndina má sækja hér -

http://www.nfmh.is/~atlividar/video/propaganda/Warner_Bros_-_Jungle_Jitters.mpg
Jungle Jitters [76.5 mb innanlands]

   (2 af 13)  
1/12/04 13:00

Skabbi skrumari

Þakka þér SlipknotFan13 minn, haltu þessu áfram, þrælskemmtilegt...

1/12/04 13:01

litlanorn

vá, takk fyrir kærlega. skemmtilegt að skoða þessar gömlu myndir allar saman. ég hef dundað mér við það að skoða stéttskiptingar í disney myndunum, jungle book til dæmis leikur sér mjög skemmtilega með hvers kyns mállýskur og hreima úr ensku.

1/12/04 13:01

SlipknotFan13

Flettu þá í gegnum eldri félagsrit mín litlanorn, þar eru þrjár aðrar í sama stíl.

SlipknotFan13:
  • Fæðing hér: 3/1/04 22:22
  • Síðast á ferli: 23/12/22 23:23
  • Innlegg: 1
Eðli:
Æm djöst a normal gæ hú læks Pína Kóladas and getting köht in þe rein...
Fræðasvið:
Númetalískst spjátrungspopp og tíska unglingsstúlkna á ofanverðri 21. öld.
Æviágrip:
Ungur fæddist, ekki látinn enn.