— GESTAPÓ —
SlipknotFan13
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
SSNA og heimurinn

Já, SSNA (sameinaðar sýslur norður ameríku) eru stórskemmtilegt fyrirbæri. Auðvitað eru ekki allir kanar slæmir. Spáið bara í stærðinni á landinu! Þetta er gríðarstórt! Og þeir sem kusu, meirihluti þeirra valdi að hafa sama forseta áfram.
Verði þeirra vilji, þetta er þeirra val (eins og þeir segja sjálfir).

Og hvað gerist? nú, efnahagskerfið hjá þeim er að hrynja til grunna eins og spilaborg vegna óráðsíu, heimskulegra fjárfestinga og eilífs stríðsrekstrar. SSNA kýs Bush? Heimurinn (eða réttara sagt Dow Jones og félagar) svara með því að skella þjóðinni á hausinn. Bingó, Bin Laden vann.
Og þar með sigrar hann heiminn. Kreppa í jafn stóru hagkerfi og SSNA mun valda heimskreppu líkt og þeirri stóru sem skall á á fjórða áratugnum, við gætum öll orðið soldið svöng innan tíðar. nema hagkerfi Kína bjargi okkur, það er að blása út eins og risastór peningablaðra. Það væri soldið fyndið, kapítalíska vestrinu bjargað af fjármagni hins kommúníska austurs.

   (7 af 13)  
2/11/03 05:01

Hakuchi

Ja há. Merkileg sýn. Ég er nú ekki viss um að þetta sé alveg svona skelfilegt. Efnahagskerfið er ekki að hrynja, það er hægt og rólega að sýna vægan bata. Gallinn er hve batinn er hægur.

Heimskulegar fjárfestingar? Nja, flest lönd lifðu af netbóluna og það gerðu fjármálamarkaðir líka þó markaðsvirði hafi minnkað mikið. Sprunga netbólunnar var enginn dísaster, hagkerfin náðu að höndla þetta fjandi vel, miðað við aldur og fyrri störf.

Stríðsreksturinn kostar varla túkall, í heildarefnahagssamhengi hlutanna. Pólitískar afleiðingar hans hafa miklu meira að segja, þó svo að ég stórefist um að þetta stríð hafi feiknarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Reyndar hefur stríðsrekstur yfirleitt þensluhvetjandi áhrif, ef eitthvað er, amk. í Bandaríkjunum þar sem stríðið virkar í raun eins og útgjaldaþensla á samdráttartímum (eða stöðnunartímum), svona eins og ef ríkið hér færi að ráðast í veggangagerð til að örva hagkerfið eins og oft er gert. Þó er ljóst að það er ekki megintilgangur stríðsins. Það væri gersamlega siðlaust, nógu siðlaust er stríðið nú þegar.

Einkageirinn í Bandaríkjunum spjarar sig ágætlega miðað við aðstæður. Vandinn felst í framferði ríkisins. Bússi skar niður skatta í stórum stíl. Það er í raun ekki slæm hugmynd í samdrætti. Gallinn er bara hversu mikið hann lækkaði skatta og svo má deila um hvernir skattarnir dreifðust (allir til moldríku vina hans). Enn annar galli felst í því að þegar skattar eru lækkaðir er yfirleitt skynsamlegt að lækkja útgjöld ríkisins aðeins á móti. Það hefur Bússi ekki gert. Þvert á móti hefur hann aukið umsvif ríkisins all rosalega og ekki bara út af stríðsrekstri. Hann eyðir og eyðir eins og hálfviti.

Gengdarlaus hallarekstur án aðhalds er mjög skrítinn því hann kemur frá flokki sem yfirleitt hefur verið talið íhaldssamur í fjármálastefnu. Sumir vilja segja að öfgahægrimennn innan flokksins vilji skuldsetja ríkið svo mikið, viljandi, að það neyðist á endanum til að skera niður og þá helst almannatryggingarnar, sem kosta mikið og eru helber sósíalismi í þeirra augum. Í það minnsta aukast skuldir ríkisins mikið. Þetta getur haft slæm áhrif, þó ríkið eigi efni á þessu, þannig séð. Bæði geta áhrifin lýst sér í hærri vöxtum á markaði (slævandi fyrir hagkerfi) og minna trausti á skuldastöðu ríkisins. En heimsendir er þetta nú varla.

2/11/03 05:01

Vladimir Fuckov

Hakuchi sagði: "Gengdarlaus hallarekstur án aðhalds er mjög skrítinn því hann kemur frá flokki sem yfirleitt hefur verið talið íhaldssamur í fjármálastefnu."
Þetta með íhaldssemi í fjármálum er að nokkru leyti þjóðsaga, am.k. í seinni tíð. Reynslan hefur sýnt að einna mest hætta er á miklum hallarekstri er sami flokkur er bæði með forsetaembættið og meirihluta á þingi því það stóreykur líkur á að þingið samþykki gagnrýnislaust einhverja vitleysu frá Hvíta húsinu.

2/11/03 05:01

Hakuchi

Nja Reigann byrjaði á svona massívum hallarekstri. Bush, sem er Regan klón, er að gera nákvæmlega það sama, nema hvað á miklu stærri skala.

2/11/03 05:01

Jóakim Aðalönd

Þú ættir að taka að þér embætti yfirhagfræðings Baggalútíu. Þetta er vel að orði komist hjá þér.

2/11/03 05:01

Jóakim Aðalönd

Hakuchi, þ.e.a.s.

1/12/09 03:00

Goggurinn

Mikið er fyndið að lesa þetta komment miðað við aðstæður í dag.

SlipknotFan13:
  • Fæðing hér: 3/1/04 22:22
  • Síðast á ferli: 23/12/22 23:23
  • Innlegg: 1
Eðli:
Æm djöst a normal gæ hú læks Pína Kóladas and getting köht in þe rein...
Fræðasvið:
Númetalískst spjátrungspopp og tíska unglingsstúlkna á ofanverðri 21. öld.
Æviágrip:
Ungur fæddist, ekki látinn enn.