— GESTAPÓ —
SlipknotFan13
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/11/03
Education for Death (Disney 1943)

The Story of One of Hitlers Children as Adapted from: Education for Death - The Making of the Nazi

Um leið og tónlistin fer að óma undir Walt Disney titlunum grunar mann að þetta sé enginn venjuleg Disney stuttmynd. Það er síðan staðfest þegar undirtitillinn "The Story of one of Hitlers Children" birtist og hakarkrossinn hressi feidar inn svartur á blóðrauðum bakgrunni.
"Education For Death" rekur ævi Hans litla sem fæðist inn í Þýskaland nasista árið 1943. Áhorfandinn fylgist með þegar foreldrar hans fara og láta skrá barnið hjá yfirvöldum. Þau vilja nefna drenginn Hans og verða að fara yfir sérstakan "Verboten" lista svo þau velji nú örugglega ekki nafn sem gert hefur veirð útlægt. Efst á þeim lista tróna Franklin og Winston, augljós skýrskotun til Franklin Roosevelt og Winston Churchill en restin á listanum eru allt saman almennt þekkt gyðinganöfn eins og Jósef, Abraham og såden noget. Við fylgjumst síðan með uppvexti Hans, hvernig Gestapó bankar reiðilega uppá þegar hann veikur, hvernig honum er refsað í náttúrufræðitíma fyrir að halda með héranum en ekki úlfinum í þeirra baráttu (taka ber eftir því hvernig Hans gengur gæsagang í "dunce"hornið) og hvernig hann þróast skjótt og vel úr litlum veikburða krakka í sterkan heilalausan nasista með bundið fyrir augun þar sem hann er leiddur fram á vígstöðvarnar.
Inn í þetta fléttast síðan stórkostleg propaganda útgáfa af Þyrnirós þar sem Hitler leikur Prinsinn, en Þyrnirós er Þýskaland (akfeit Germanía með víkingahjálm og bjórkollu) og wacky útgáfa af valkyrjureiðinni ómar undir.
Merkilegast við myndina fannst mér sjálfum samt hvernig lokaræða hins predikandi sögumanns endurspeglar stöðu bandaríkjamanna í dag.

"Now he is a good Nazi. He sees no more than what the party wants him to, he says nothing but what the party wants him to say! And he does nothing but what the party wants him to do. And so he marches on with his millions of comrades, trampling on the rights of others, for now his education is complete.. his education for death."

Er þetta ekki bara nákvæm lýsing á blindu hins almenna trúgjarna ameríkana í dag? Er The Compassionate Conservative ekki hægt að þróast yfir í þriðja ríkis hermann frá 43?
Kannski svolítið extrím, en samt sem áður þá er ekki hægt að hunsa þá þróun sem orðið hefur í SSNA undanfarið, og þá stórkostlegu blindu sem þeir beita á aðgerðir eigin stjórnvalda.

"Education for Death" er hið fínasta propagandaverk og virkar alveg jafnvel núna og fyrir 60 árum síðan, þó hlutverkin hafi kannski snúist pínu við.

Sækja má myndina hér -
http://www.nfmh.is/~atlividar/video/Disney_Education_For_Death_(propaganda).mpg
Education for Death [108 mb í mpg formi, innanlands]

   (11 af 13)  
2/11/03 01:01

B. Ewing

Verður þessi mynd síðan á föstum sýningartímum í MÍR salnum?

2/11/03 01:02

SlipknotFan13

alltaf fyrir hádegi á sunnudögum. Fólk er vinsamlegast beðið um að hafa með sér nesti.

SlipknotFan13:
  • Fæðing hér: 3/1/04 22:22
  • Síðast á ferli: 23/12/22 23:23
  • Innlegg: 1
Eðli:
Æm djöst a normal gæ hú læks Pína Kóladas and getting köht in þe rein...
Fræðasvið:
Númetalískst spjátrungspopp og tíska unglingsstúlkna á ofanverðri 21. öld.
Æviágrip:
Ungur fæddist, ekki látinn enn.