— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/11/04
Jake and the Fatman!

Að hugsa til þessara þátta vekur með mér blendnar kenndir. Flestar þeirra góðar en eina slæma!

Sem krakki á Akranesi aldist maður uppvið mikla útiveru og lítið sjónvarpsáhorf(eitthvað sem skortir hjá börnum almennt í dag). Nema á fimmtudögum, ef ég man rétt, þá voru heilagar stundir á heimilinu. Þá var horft á Jake and the Fatman.

Þar sem pabbi Leibba Djass var og er í lögreglunni, að þá voru þetta einir uppáhaldsþættirnir hans og urðu þeir þarafleiðandi, skilyrðislaust, uppáhalds þættir okkar bræðra. Gleymi ég því aldrei þegar pabbi kom og kallaði upp stigann

"JEIK AND FATMAN ERU AÐ BYRJA STRÁKAR!"

Það þýddi einungis eðalstund í faðmi fjölskyldunnar.

Uppfrá þessum köllum upp stigann byrjaði svo forvitnilegur leikur milli mín og Davíðs, eldri bróður míns. Við hentumst í loftköstum niður stigann og stefndum í átt að sjónvarpsherberginu, með tilheyrandi slagsmálum og ávítunum. Þannig var mál með vexti að sá sem fyrstur mætti í sjónvarpsherbergið fékk að "panta" hver hann vildi vera. Í krafti stærðar sinnar, mætti Davíð bróðir nær undantekningalaust fyrr á svæðið og "PANTAÐI" að vera Jake. Hafði ég þarmeð fáa góða kosti í stöðunni, en sá boðlegasti varð nú að teljast Fatman. Stundum pantaði ég þó að fá að vera hundurinn svona til tilbreytingar. Davíð bróðir hinsvegar einokaði "pantið" á Jake. Meiraðsegja þegar hann var ekki heima, var ægivaldið svo mikið að ég aungvu að síður "pantaði" að vera Fatman.
Þetta voru góðir tímar.

Tek ég þetta síður en svo nærri mér því þættirnir voru afburðagóðir(í minningunni). Ég held ég skrópi samt sem áður að bera þessa þætti augum í dag, og haldi mig frekar í nostalgíunni!

Nostalgían getur dimmu í bærilega birtu breytt!

   (4 af 31)  
2/11/04 23:00

Upprifinn

Þegar ég var krakki var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, það kommiklu seinna svo að þig hlýtur að misminna.

2/11/04 23:00

Leibbi Djass

Breytir engu með hvað þættirnir voru svalir.

2/11/04 23:00

Jóakim Aðalönd

Mig minnir endilega að þeir hafi verið á fimmtudögum, rétt eins og Matlock. Þetta voru snilldarþættir...

2/11/04 23:00

Von Strandir

Hressandi félagsrit Leibbi.

2/11/04 23:00

Vamban

Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að leikarinn sem lék Jake hafi verið öfuguggi og hommi. Þú ert kannski betur settur með að hafa verið fitukeppurinn?

2/11/04 23:01

krumpa

Mig minnir líka að þessir hafi verið á fimmtudögum -þegar sjónvarpið loksins byrjaði að sýna á fimmtudögum þá voru það reyndar einu kvöldin sem eitthvað af viti var í kassanum. Þegar ég var krakki (fyrir fimmtudagssjónvarpið) fékk maður hins vegar að horfa á Derrick á föstudögum og stundina á sunnudögum (efast reyndar um að 6-7 ára börnum væri leyft að horfa á Derrick í dag...). Það voru góðir timar!

3/11/04 00:00

Hakuchi

Þetta voru fínir þættir (í minningunni). Minnkuðu fráhvarfseinkennin milli Mattlokkþáttaraða.

3/11/04 00:00

Leibbi Djass

Áfram Fatman...

3/11/04 00:01

Leibbi Djass

Eða Fatlock og Matman.

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.