— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 2/11/04
Leibbi Djass

Maðurinn með vinstri vænginn.

Eitt sinn var sagt við Leibba Djass á Baggalút að hann væri ágætis gaur. Þar sem ágætt er betra en gott, að þá verður að segjast að þetta var helber lygi. Leibbi Djass var, er og verður aldrei neitt meira en bærilegur gaur. Ekki frambærilegur, ágætur eða þessheldur til eftirbreytni, heldur bara bærilegur. Þessu verður best lýst í bundnu máli.

Andskoti eru ömurlegur
Ekki fríður, bara bærilegur
Alveg eins og liðið lík
Linleskja og algjör tík

   (5 af 31)  
2/11/04 20:00

dordingull

Linleskja, er þetta nokkuð skylt orðinu sveskja?

2/11/04 20:00

Leibbi Djass

Þar verð ég að játa vanþekkingu mína dordingull. Jeg ætla meir að segja ekki einu sinni að gúggla þessu. Þó segir eitthvað mér að sveskja sé fyrrverandi aldin en linleskja sé lýsing á eiginleikum/vaneiginleikum þeirrar persónu sem verið er að fjalla um hverju sinni.

Linleskjusveskja gæti gengið.

2/11/04 20:00

dordingull

Liðleskjusveskja líka.

2/11/04 20:00

Leibbi Djass

Liðleskjukviðmágssveskja, kannski?

2/11/04 20:00

Vamban

Leibbi! Fokking frábært!

2/11/04 20:00

Offari

Þú ert nú ekki ömurlegur er þú spilar á nikkunna.
Takk fyrir.

2/11/04 20:00

Leibbi Djass

Ég hef aldrei verið ömurlegur, bara svona nett bærilegur.

Vamban! Þetta'er sko fokkling bærilegt.

2/11/04 20:00

Skabbi skrumari

Bærilegur... Skál.

2/11/04 20:01

Leibbi Djass

Skál.

2/11/04 20:01

Nafni

Alveg prýðilega bærilegur að mínu mati.

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.