— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 2/11/04
Harmonikkan

Bregst aldrei.

Leifur Jónsson betur þekktur sem Leibbi Djass var að spila á nikkuna í tónlistarbúðinni sem hann vinnur og var þar að sýna ágætum manni Delicia Harmonikku.

Tók hann þekkt lög á borð við Til eru fræ, Dagný og Ljúfa Anna. Þó að tónlistarflutningurinn hafi gengið því sem næst óaðfinnanlega, að þá keypti gamli maðurinn EKKI nikkuna af Leibba Djass.

Þar lá hundurinn grafinn og get ég einungis fengið af mér að gefa Leibba Djass 2 stjörnur fyrir viðleitni og ágætis spilamennsku.

Virðingarfyllst.

Lennkvaddur Vinnet

   (8 af 31)  
2/11/04 12:01

Hakuchi

Hva? Enginn Tom Waits?

2/11/04 12:01

Jarmi

Örugglega fátæklingur og ræfill sá sem keypti ekki nikkuna. Ég hefði pottþétt keypt hana ef ég hefði þó ekki nema minnsta áhuga á að spila á nikku.

2/11/04 12:01

dordingull

Þú er nú líka GaGa!
Ef þú ferð til að kaupa bíl sest þá sölumaðurinn inn í bílinn gefur allt í botn, snarhemlar og tekur beyjur á tveimu til að sýna þér kosti bílsins, keyrir að lokum á húsvegginn svo þú sjáir að beltin og öryggispúðarnir virki? Nei hann réttir þér lyklana og býður þér að prófa.
Afhverju lést þú ekki þann gamla spila sjálfan?

2/11/04 12:01

Leibbi Djass

Hann bað mig um það, auk þess sem hann kunni sjálfur ekki rassa-gat.

2/11/04 12:01

Offari

Tekur hann líka Tull og Zeppelín?

2/11/04 12:02

dordingull

Snjall sá gamli! Hann labbar á milli tónlistarbúða þegar honum leiðist og lætur taka fyrir sig nokkur lög.

2/11/04 12:02

Ívar Sívertsen

Ég vil heyra Purrk Pillnikk leikinn á Harmonikku í djassútsetningum!

2/11/04 12:02

Leibbi Djass

Ég skal redda því.

2/11/04 12:02

Dannibé

Ég held að sá gamli hafi ekki fengið nóg úr lífeyrissjóðnum og hafi því bara haft efni á munnhörpu

2/11/04 12:02

Leibbi Djass

Segðu, ég seldi Bobby Fischer munnhörpu um daginn og ekki kunni hann að spila á hana.

DANNI BÉ!

2/11/04 13:00

Nafni

Spilaru í giftingarveislum?

2/11/04 13:01

Leibbi Djass

Hef spilað 3svar sinnum dinner músík á píanó. Einu sinni á sög og 6 sinnum á skeiðar.

2/11/04 13:01

Sæmi Fróði

Okkur vantar nikkuspilara á dansiball eldriborgara, kanntu eitthvað eftir Geirmund?

2/11/04 13:01

Offari

Tekur þú að þér heimakynningar?

2/11/04 14:01

Leibbi Djass

Tek að mér alltsaman ...

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.