— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 1/11/03
Kjúklingastaðurinn Suðurveri!

Hef að vísu aldrei stigið fæti þangað inn!

Ég var að rölta í átt til vinar míns sem býr í Mávahlíð 38 og á leiðinni fann ég þessa líku rosalegu kjúklingalykt. Rak þar augun í stað sem heitir því einfalda nafni "Kjúklingastaðurinn Suðurveri". Einhvernveginn fékk maður það á tilfinninguna að þarna væri á ferðinni staður sem væri rekinn af heiðurlegu karlmenni sem kallaði ekki allt ömmu sína, væri kominn með á löngu leið á vestrænni nauðgun skyndibitastaða á hinu fagra landi Ísa og ákveðið að gera einn alíslenskan og venjulegan. Engan SúperMac eða þessheldur Cournal Sanders, bara svona ósköp venjulega alíslenskan kjúklingastað.

Nei, þessi maður hefur ef til vill svarað því á þennan hátt þegar kona hans spurði hvaða nafn staðurinn ætti að bera:

"HVAÐ ERTU RUGLUÐ KELLING, NÚ AUÐVITAÐ KJÚKLINGASTAÐURINN SUÐURVERI. ÞAÐ ER EKKI EINS OG VIÐ SÉUM STÖDD Á SEYÐISFIRÐI EÐA BÍLDUDAL. BEYGLA"

Næst á dagskránni hjá mér er að sækja þennan stað heim og athuga hvernig smakkast ásamt því að fullvissa mig um hvort ég hafi nú ekki rétt fyrir mér eins og endranær.

Góðar stundir.

   (14 af 31)  
1/11/03 01:02

Þarfagreinir

Heyrðu félagi ... varðandi æviágrip þitt: Venni Linnet kenndi mér einu sinni dönsku sem afleysingakennari. Hann hrósaði mér meira að segja vegna míns þétta danska hreims. Ég get kannski komið þér í samband við kappann bara.

1/11/03 01:02

Leibbi Djass

Ég tók einu sinni í hendina á honum og hann sagði mér að ég væri efnilegur, ekkert meir. Kann kappinn dönsku segirðu! Ja, helvíti er hann vanskilegur.

1/11/03 01:02

Vamban

Þessi staður er búlla!

1/11/03 01:02

Þarfagreinir

Og hann er ... enginn venjulegur maður. Hann tók í höndina á mér .... o.s.frv.

Já, hann er naskur í dönskunni kallinn. Hann er líka góður útvarpsmaður og á allan hátt hinn reffilegasti fýr.

1/11/03 01:02

Leibbi Djass

Kannski hann sé alvöru Búlla Vamban! Hefurðu pælt í því?

1/11/03 01:02

Vamban

Hver ert þú?

1/11/03 01:02

Þarfagreinir

Bjúrókrat er Leibbi Djazz ... ekki vissi ég að hægt væri að skipta um nafn! Hvur fjárinn.

1/11/03 01:02

Leibbi Djass

Leibbi Djazz er orðinn lifandi Bjúrókrat og starfar sem slíkur. Rauði liturinn gefur þessu óneitanlega smá djöfullegt eðli.

1/11/03 01:02

Vamban

Þetta er flott hjá þér Leibbi. Extreme Makeover!

1/11/03 01:02

Sverfill Bergmann

Staðurinn er ekta búlla og kjúklingurinn er eðall...

1/11/03 01:02

Leibbi Djass

Svona svipað eins og Tommaborgarar og Hamborgarabúllan. Tékka á þessu á morgun.

1/11/03 01:02

Barbapabbi

Hvergi á jarðarkringlunni hef ég fengið íslenskari djúpsteiktan kjúklingabita - hann var svo himneskur að mig grunaði helst að hann væri af engli en ekki hænsnfugli öðrum.

1/11/03 01:02

Vamban

Það lekur svoleiðis af þessu sultan að ég hreinlega sá í gegnum víddir eftir að hafa étið einn bita.

1/11/03 02:00

Frelsishetjan

Þessi staður er æði.

Og leibbi þú lítur miklu betur út núna. Til hamingju með nýja lúkkið. Gott að fá vel valið fólk í hóp djöfla, ára og ærumeiðandi villidýra.

1/11/03 02:01

Hakuchi

Ég fór þarna einu sinni. Man ekki hvort það var þessi eða annar á sama stað sem hefur farið á hausinn áður en þessi kom. Sá staður bauð í það minnsta upp á viðbjóðslega kjúklinga.

1/11/03 04:01

Leibbi Djass

Mín er ánægjan Frelli.

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.