— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Vernharður Linnet

Verðharður Linnet eini eftirlifandi jazzskríbentinn sem er alveg úti á sjó.

Já, ég gef Vernharði Linnet 5 feitar fyrir viðleitni og gamanmál, einnig að ég hef hitt manninn í fylgd Bakkusar.

Vernharður skeytir skapi sínu líkt og kamelljón á efedríni og er harður í horn að taka, ekki hvað síst í myndlíkingunum.

"Eins og Bud Powell ís með Cecil Taylor sósu."

Alveg hreint til bærilegra fyrirmynda. Það ætti að breyta sjálfum Vernharði í bronsstyttu og flytja alla leið á Seyðisfjörð, þaðan færi hann svo með Norrænu til vinabæjar Kópavogs í Svíþjóð sem stolt okkar og gersemi.

Venni færi mínus 2 stjörnur fyrir tiktúrur og það að gera upp á milli fólks.

   (25 af 31)  
31/10/03 14:01

Hakuchi

Mér hefur alltaf þótt Vernharður Linnet vera óhemjuleiðinlegur útvarpsmaður og jazzskríbent. Það eru allir snillingar í hans bók, jafnvel einhver Svíi að blása í saxófón. Hann er Harry Knowles jazzins. Fyrir þá sem þekkja ekki Harry, þá mæti segja að Vernharður sé svo mikill djassgeggjari að gagnrýnin hugsun virðist ekki vera til staðar, hann kokgleypir allt og hefur því ekkert fram að færa. Svo er hann með leiðinlegan talanda í útvarpi. Í eina skiptið sem ég heyrði hann skrifa illa um einhvern, þá var það Ástþrúður Gilberts. En hún er frábær, þó hún hafi ekki lagt metnað í mikla raddvídd.

Helsti og alvarlegasti gallinn er sá að Vernharður er ekki Jón Múli. Múlinn er, var og verður besti djassgeggjari allra tíma, í ræðu og riti. Blessuð sé minning hans.

31/10/03 14:01

Leibbi Djass

Blessuð sé minning þess mikla snillings. Eyþór Gunnarsson einn ástkærasti píanisti þjóðarinnar er einmitt fóstursonur Jóns Múla heitins. Þeir bræður voru miklir snillingar.

Svona til þess að bæta við, að þá held ég að Venni hafi aldrei verið við hljóðfæri kenndur.

31/10/03 14:01

Leibbi Djass

Enda gæti maðurinn ekkert spilað nema einhverja steypu.

31/10/03 14:01

Hakuchi

Ætli hann sé ekki bara að þykjast elska megnið af þessu sem hann kynnir. Hann slefar yfir hvaða rugli og óhljóðum sem er.

31/10/03 14:02

Leibbi Djass

Ég er nú æði takmarkaður að því leytinu til.

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.