— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Dagbók - 10/12/07
Ökuleyfinu stútað...

Úbbbs...

Ég skemmti mér bara nokkuð vel í partíinu hjá Þarfa á laugardaginn. En því lauk á endanum og allir fóru heim.

Álfelgur & co. buðu mér að leggja mig "í sófanum" hjá sér (nudge, nudge), en ég sagðist ætla að ganga heim.
Þegar þau voru horfin úr augsýn áttaði ég mig á því að ég bý ekki í miðbænum þessa dagana, heldur í Hafnarfirði. Það hefði þurft leigubíl, sem er erfitt að finna ef maður er símalaus í Vesturbænum. Ég vildi ekki bögga Þarfa aftur með sófapláss eða síma, svo að ég lagði mig bara í aftursætinu á bílnum og keyrði heim um morguninn.

Löggan stoppaði mig og benti mér á að þetta væri ekkert voðalega góð hugmynd, þar sem ég var augljóslega grúttimbraður.
Ég var ennþá yfir mörkunum svo að bíllinn og skírteinið voru tekin af mér - klukkutími í viðbót og ég hefði sennilega sloppið með harðorða áminningu (Rassinn hans Bangsímons á einhverja sök á þessu...).
Ég sé fram á að nota hjólið og strætó mun meira en ég hefði viljað næstu 2 vikurnar. Enn ein ástæða til að flýja land...

   (3 af 16)  
10/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Æ.

10/12/07 05:01

Þarfagreinir

Þú ert nú meiri róninn ... [Flautar sakleysislega]

10/12/07 05:01

Andþór

Nei andskotinn.

10/12/07 05:01

Ívar Sívertsen

hananú... Það gengur bara betur næst.

10/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Hvað ertu lengi að fá þetta aftur?

10/12/07 05:01

Anna Panna

Vúbbs. Þetta er þá í annað skipti sem Gestapói missir próf eftir Þarfaþing. Viljiði passa ykkur gott fólk!

10/12/07 05:01

Tigra

Skítt með prófið. Ég er bara fegin að þú lentir í löggunni en ekki sjúkrabíl.

10/12/07 05:01

Ívar Sívertsen

Já ég er sammála því Tigra

10/12/07 05:01

Vladimir Fuckov

Úps...

En þó er hægt að horfa á björtu hliðarnar og vekja athygli á orðum Tigru.

10/12/07 05:01

Steinríkur

Samkvæmt www.us.is er þetta 4 mánaða straff. Ég verð reyndar ekki á landinu fyrr en í febrúar.

En ég hafði hætt að drekka 5-6 tímum fyrr, þ.a. ég hélt ég væri a.m.k. undir sektarmörkum...
Hver var fyrstur til að missa próf eftir Þarfaþing?

10/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Dula er það ekki?

10/12/07 05:01

Ívar Sívertsen

Nei það var Tumi Tígur

10/12/07 05:01

krossgata

Lifrin er um 1 klukkustund að brenna 150 ml bjór/50 ml léttvín/20 ml sterkt vín, svo hálfur líter af bjór tekur um 3 tíma að hverfa. 5-6 tímar eru 2 bjórar. Þú hefur líkast til drukkið meira.

10/12/07 05:01

Jarmi

Dula keyrir ekki heim eftir djömm... hún er keyrð heim eftir djömm.

10/12/07 05:01

Skabbi skrumari

Ja hérna hér... þetta félagsrit er þó víti til varnaðar okkur hinum um að koma ekki nálægt bíl svona stuttu eftir Gestapóapartí...

10/12/07 05:01

Steinríkur

Krossgata:
Á maður semsagt ekki að treysta Umferðarstofu?
Lifrin minnkar vínandann í blóðinu um 0,15 prómill á klukkustund og meðan á því stendur er best að hvílast vel.
http://www.us.is/id/1414

Ég drakk vissulega meira, nn það er stór munur á að "hverfa" og "fara undir sektarmörk".
Ég ætla ekki að reyna að afsaka það neitt - bara vera víti til varnaðar fyrst ég er ekki hæfur til annars.

10/12/07 05:01

Jarmi

Ég hef drukkið það mikið yfir kvöldstund að ég hefði átt að vera fullur í 2 daga á eftir. Þó rennur alltaf af manni eftir svona 10 tíma, í seinasta lagi.

10/12/07 05:01

Günther Zimmermann

Ljótt er að heyra. Vagnmennirnir eru betri sýnu betri en svona timburmenn.

10/12/07 05:01

Bleiki ostaskerinn

Hvað með rassinn hans Bangsímons?

10/12/07 05:01

Dula

Þetta er farið að verða alvarlegt mál . Þarfi þú verður að fá þér kojur !

10/12/07 05:01

Nermal

Maður verður að passa sig á svona löguðu. En eins og Tigra sagði gott að þú lentir bara í lögguni en ekki í því að valda líkamstjóni á sjálfum þér eða öðrum.

10/12/07 05:01

Steinríkur

Ég tel mig reyndar ekki hafa verið neitt sérstaklega hættulegan öðrum svona löngu eftir að drykkju lauk - en menn halda það víst líka þegar þeir eru blindfullir svo ég er engan veginn dómbær á það sjálfur.
Það var nú enginn skortur á svefnplássi sem mér bauðst - ég bara hafði ekki vit á að þiggja það.

Rassinn hans Bangsímons má sjá á þessari mynd: http://www.diebemme.de/bilder-gross/Bacardi%20Razz%202.jpg

10/12/07 05:01

Álfelgur

Þér var nær að þiggja ekki sófann okkar...[Glottir eins og fífl]

10/12/07 05:02

Lopi

Það er ekkert grín að missa ökuskírteinið en að missa af svona góðu partíi. Það er hrikalegt.

10/12/07 06:00

Villimey Kalebsdóttir

Á meðan þú endaðir ekki í sjúkrabíl, þá held ég að þú hafir sloppið vel.

10/12/07 06:02

Aulinn

Hvad er thetta, allt í lagi ad keyra fullur. Bara aumingjaskapur í thessum ad láta ná sér.

31/10/07 01:00

Jóakim Aðalönd

Lifrin brýtur í meðalmanni niður um 10 grömm af áfengi á klukkustund (u.þ.b. einn stór bjór, vínglas eða snafs).

Leiðinlegt að heyra að þú skyldir hafa verið svona óheppinn Steini minn...

31/10/07 01:00

Villimey Kalebsdóttir

[setur Aulann í fangelsi]

31/10/07 01:00

Steinríkur

Jóakim: Ég skoðaði þessar tölur á http://www.rupissed.com/
Þar er gert ráð fyrir að 7g eyðist í lifrinni á klukkustund.
Tölunar fyrir 40ml 40% skot og lítið 12% vínglas (120ml) eru 11-12g. Hins vegar eru um ~20g af áfengi í stórum bjór.

Samkvæmt sömu síðu hefði ég þurft að drekka tæplega 1/5 af romminu hans Bangsímons til að ná þessari tölu - sem mér reyndar finnst engan veginn ganga upp...
Ég held að lifrin í mér sé komin úr æfingu.

31/10/07 01:01

Villimey Kalebsdóttir

Þá er bara að koma henni í æfingu aftur!! Drakka meira drekka meira drekka meira!

31/10/07 01:01

Hexia de Trix

Iss, Steinríkur hefur bara verið búinn að drekka svo mikið að hann man ekki hvað hann var búinn að drekka mikið - og þess vegna fær hann dæmið ekki til að ganga upp.

Eða að það vantar að gefa lifrinni í honum smá start... [mætir með startkaplana]

31/10/07 01:01

Vladimir Fuckov

Ætli sje þá ekki hægt að nota Sigfús sem startkapla ?

31/10/07 01:02

Villimey Kalebsdóttir

Nei það er enginn straumur í honum!! Virkar ekkert [Snýr uppá sig og gengur fúl út]

31/10/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Hmmm... reyndir þú að ,,starta" þér með Sigfúsi?

31/10/07 02:00

Villimey Kalebsdóttir

Nei, ég var að reyna að "starta" honum.. virkaði ekki. Hann var ekki móttækilegur fyrir neinu!

31/10/07 02:01

Vladimir Fuckov

Það hefur að líkindum ekki verið nógu mikið 'stuð' hjá ykkur.

31/10/07 05:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ansans ólukka... skál, samt; fyrir góðri frásögn !

[Fær á heilann bæði ´Ég held ég gangi heim´ & ´Ég sef í bílnum´]

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...