— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/06
Varist eftirlíkingar

Mogginn hefur nýlega sett upp bloggsíður. Þetta blogg er náttúrulega ekkert nema eftiröpun á Baggablogginu, þar sem þjóðkunnir einstaklingar tjá skoðanir sínar.

Það versta við þetta blogg er hvaða api sem er getur búið til sína eigin bloggsíðu undir hvaða nafni sem honum þóknast, og sagt það sem honum dettur í hug.

Nú hefur einhver Ólafur úti í bæ gengið svo langt að byrja að blogga undir mínu nafni. Ég er ekki miðaldra, og þaðan af síður úttaugaður offitusjúklingur, eins og hann segist vera. Og hann vogar sér að kalla sig Steinríkinn. Það eitt að skeyta ákveðnum greini við nafnið sitt er vægast sagt plebbalegt.

Manni getur nú sárnað. Ég mun væntanlega leita réttar míns hjá Aukasjálfsnefnd (sem er deild innan Persónuverndar) við fyrsta tækifæri.

   (5 af 16)  
5/12/06 06:01

Hakuchi

Ég styð baráttu þína heilshugar.

5/12/06 06:01

Dula

Skítur skeður.

5/12/06 06:01

Offari

Þetta er hneiksli.

5/12/06 06:01

Vladimir Fuckov

Þetta er svívirðilegt og augljóslega að undirlagi óvina baggalútíska heimsveldisins. Þess má svo geta að Klobbi var líklega fyrstur til að blogga á Baggalúti (um var að ræða fjelagsrit) og vjer að líkindum næst fyrstir (blogg í sjerstökum þræði) - nema það sem titlað er sem dagbók í fjelagsritunum teljist til bloggs.

5/12/06 06:02

Texi Everto

<Varast Steinrík, nei, ég meina, Steinrík hinn, nei, ég meina...> Hvað meina ég eiginlega? <Dæsir mæðulega og klórar sér í hattinum>

5/12/06 06:02

Þarfagreinir

Hvaða óbermi er það síðan sem skrifar þarna í mínu nafni? Það vita allir að ég er ekki svona mikill kommi.

5/12/06 07:00

krossgata

Hrikalegur skortur á hugmyndaauðgi að ræna nöfnum af Gestapó.
Pff pff.

5/12/06 07:00

feministi

Þetta er ekkert nýtt, bæði konur og menn hafa kallað sig feminista og sumt sem þau láta út úr sér er mér ekkert að skapi.

5/12/06 07:00

Vímus

Ég vona bara að enginn sé svo vitskertur að fórna lífi sínu með eftirlíkingu af mér.

5/12/06 07:00

Carrie

Takk fyrir þetta, ég mun svo sannarlega forðast þessar eftirhermur sem og bloggheima gjörvalla. En ég verð þó að nefna að bloggið á Baggalút er eðal og greinilegar engar eftirhermur þar á ferð. [Skálar]

5/12/06 07:00

Anna Panna

Ef allir aparnir skrifa nógu lengi á bloggin sín þá gæti komið Shakespeare verk út úr því...

5/12/06 07:00

Grágrímur

Efast um það... kannski handrit að Silvíu Nóttar þætti en ekki mikið meira...

5/12/06 07:01

U K Kekkonen

Hérna Dula ekki segja ske það er danska. "Kúkur kemur fyrir" hljómar betur

5/12/06 07:01

Billi bilaði

Hægðir henda.

5/12/06 07:01

Steinríkur

[Hendir hægðum]

5/12/06 07:01

Grágrímur

Hægðarhenda... nýtt orð yfir leirburð?

5/12/06 07:01

Billi bilaði

„Hægðahendir“ er þá leirskáld?

5/12/06 07:01

B. Ewing

Verst finnst mér að einhver hefur dulbúið sig sem Hexíu og farið að blogga undir kjánanafninu Magidapókus!! [Blótar herfilega og bloggar af áfergju]

http://magidapokus.blog.is/blog/magidapokus/

5/12/06 07:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er svívirða!

5/12/06 07:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
Kannski eru þetta óvinir ríkisins, vjer höfum ei sjeð Hexiu hjer lengi þannig að henni hefur e.t.v. verið rænt af þeim [Hrökklast aftur afturábak og hrasar við].

5/12/06 07:01

hvurslags

[Hrökklast aftur á bak og hrasar um Vladimir] Úps, fyrirgefðu Vlad minn.

5/12/06 08:00

U K Kekkonen

"hægðir henda" alger snild Billi, snild

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...