— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/12/04
Loksins, loksins!

Ég villtist inn í eina af hinum fjölmörgu raftækjabúðum bæjarins í dag og sá þá mér til mikillar gleði að frændur okkar Svíar hafa nýverið gefið út nokkrar gamlar bíómyndir á DVD-diskum.

Þegar ég var yngri eignaðist bróðir vinar míns "ógeðslega fyndna splattermynd", að hans mati. Ég fékk hana lánaða og við hópuðumst saman u.þ.b. 10 strákar í svefnherbergi eins okkar og horfðum á þetta furðuverk - og hlógum eins og vitleysingar. Maðurinn sem virtist gera allt bak við myndavélina hét Peter Jackson og var hann samstundis tekinn í guðatölu.

Á ferðum mínum um heiminn, mörgum árum síðar, komst ég svo yfir bæði http://uk.imdb.com/title/tt0092610/ [tengill] Bad taste [/tengill] og http://uk.imdb.com/title/tt0103873/ [tengill] Braindead [/tengill] á VHS-spólum. Ég vissi að hann hefði gert fleiri myndir en aldrei tókst mér að finna þær, nema á Amazon og það fannst mér allt of mikið vesen. Kunningi minn átti þó http://uk.imdb.com/title/tt0097858/
[tengill] Meet the Feebles [/tengill] og tókst mér að fá hana lánaða frá honum. Ég þekkti þó engan sem átti "myndina sem gabbaði allt Nýja Sjáland", http://uk.imdb.com/title/tt0116344/ [tengill] Forgotten silver [/tengill], heiSnilldarmynd (e. mockumentary) um gleymdan snilling .

Í dag rakst ég hins vegar á nýja útgáfu af þessum myndum, frá frændum okkar Svíum. Ég trúði varla mínum eigin augum, en þarna voru Bad taste, Meet the Feebles og Forgotten silver við hlið nýrri mynda eins og Die hard og Pulp fiction.

Ég greip þær tvær myndir sem mig vantaði í safnið, snaraði fram þúsundkalli fyrir hvora mynd og flýtti mér burt að skoða gripina.

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með Forgotten silver, hálftími af aukaefni og skemmtileg frásögn.

Meet the Feebles olli hins vegar vonbrigðum - ekkert aukaefni og fyrir utan texta á hinum ýmsu norðurlandamálum er hún alveg eins og VHS-útgáfan.

Ég og DVD safnið mitt erum þó bættari eftir daginn í dag og ELKO hefur vaxið í áliti hjá mér...

Uppfært:
Fór aftur í ELKO og bætti Bad taste og Braindead við - bara til að eiga þær líka á DVD. Rétt eins og í Meet the Feebles er offramboð á aukaefnisskorti, bara nokkar "síður" um ævi snillingsins Peter Jackson en ekkert um gerð myndanna og tæknibrellurnar sem beitt var.

Myndirnar fá allar *****, en ein er dregin frá vegna slælegs frágangs á diskunum.

   (16 af 16)  
1/12/04 06:02

Nornin

Ég í Elkó á morgun!!!
Ég elska meet the Feebles og Bad taste!!
Þakka þér fyrir að deila þessu með okkur hér.

1/12/04 06:02

Ívar Sívertsen

Ég hef heyrt um Forgotten Silver... ég kem með Norna!

1/12/04 07:00

Nornin

Fínt. Upp úr hálf sex?

1/12/04 07:00

Steinríkur

Stelpa sem elskar Bad taste?

2 spurningar:
1) Ertu lesbía?
2) Ef ekki - viltu giftast mér?

1/12/04 07:00

Nornin

1) Nei.
2) Nei.
En ég skal íhuga það að lifa með þér í synd.

1/12/04 07:00

Stelpið

Stelpið elskar Bad Taste. En hún er hvorki lesbía né vill gifta sig bráðlega.

1/12/04 07:00

Stelpið

1/12/04 07:00

Nornin

Við erum svo eins elsku Stelp!!!

1/12/04 07:01

Hakuchi

Þetta eru sannarlega frábærar myndir. Það kemur skemmtilega á óvart að Elkó skuli bjóða slíka dýrgripi til sölu.

1/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

ohh... hálf sex er ég að vinna ég kemst ekki í dag...buhuhuhuh... farð þú bara.. ég fer á morgun ef Bagglýtingar hafa ekki keypt upp lagerinn!

1/12/04 07:01

Skabbi skrumari

Bad Taste, hélt að það væri ekki hægt að nálgast hana á Íslandi... frábært...

1/12/04 07:01

Steinríkur

Stelp og norn - hvað segið þið um að við lifum öll saman í synd - þó ekki væri nema eina kvöldstund...?

1/12/04 07:01

Nornin

Og horfum á Bad taste?
Til er ég!!!

1/12/04 07:01

Tigra

Ahahah! Bad taste og Braindeaad er svo mikil snilld!
Ég leigði þær báðar í laugarásvideo á sínum tíma.. ég gargaði úr hlátri! Ég þarf að kíkja í Elko!
Hvaða Elko búð var þetta? Eða.. er kannski bara ein?

1/12/04 07:01

Steinríkur

Norn: Áhugavert, en þó ekki alveg það sem ég átti við...

Tigra: Þetta var í Elko í Skeifunni - en mér finnst líkegt að myndirnar fáist líka í Elko Kópavogi. Er einhver hérna með það á hreinu?

1/12/04 07:01

Nornin

Ha? Ekki til að horfa á Bad taste??
*setur upp sakleysissvip*
Nú skil ég ekki!

1/12/04 08:00

Steinríkur

*reynir án árangurs að fela perraglottið*
Það að horfa á Bad taste telst nú varla að lifa í synd...

1/12/04 08:00

Nornin

Enda var ég að grínast.
*ullar á Steinrík*

1/12/04 08:01

Heiðglyrnir

Er þá ekki betra að horfa á Meet the Feebles, hinar kafloðnu og heitu ástasenur í henni, eru nú líklegri til að kveikja undir þessum yndislegu stúlkum okkar, en einhver geimbúa æluatriði.

1/12/04 08:01

Tigra

Geimveru æluatriðin eru hot.
Auk þess virtist þessi æla ver hið meista lostæti.. allavega miðað við viðbrögðin sem hún fékk.

1/12/04 09:01

Steinríkur

Heiðglyrnir: fyrst þær fíla þetta er greinilegt að þær eru ekki klígjujarnar - þannig að ég á smá séns...
*lítur í spegilinn og brestur í óstöðvandi grát*

1/12/04 09:01

Heiðglyrnir

Steinríkur minn þetta bara getur ekki verið svona slæmt, þú ert örugglega myndamaður. En stúlkurnar okkar, já þær eru ótrúlega skemmtilegar.

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...