— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Sálmur - 31/10/06
Jaðar-rómantík

Víólskrímslið snýr aftur með nýstárlegri túlkun á tilfinningalífi nútímafólks - JAÐAR RÓMANTÍK.<br />

Þú kitlar mig í kálfann
og klórar er ég sef
Bítur mig svo brellinn
og..borar í mitt nef.
Er ég illa sofin
og örg mér að þér vík
Þú heldur uppi hugtakinu
JAÐAR RÓMANTÍK

Þú kyssir mann og kjassar
af karlmannlegri þrá
en aldrei úti á götu
því enginn má það sjá
Ef ég mig á því undra
og að engu þykist rík
er svarið létt og laggott, eða
JAÐAR RÓMANTÍK

Þú gleymir öllum afmælum
og aldrei fæ ég blóm
og öll þín orð um bót og betrun
eru oftast tóm
en iðrun þín er upp það kemst
engu er hún lík
á vængjum hennar vinnst upp mikil
JAÐAR RÓMANTÍK

Ég veit annars þú elskar mig
þó oft sé leiðin grýtt
um nætur finn ég fangið þitt
og faðmlag undurhlýtt
Og þegar svefninn sígur á
í silkiklæddri flík
það finnst mér oft hin eina sanna
JAÐAR RÓMANTÍK

   (1 af 23)  
31/10/06 21:00

Galdrameistarinn

Glæsilega ort.
Má ég semja lag við þetta?

31/10/06 21:00

krossgata

Skuldbindingaótti? Þetta er skemmtilegt ljóð og pæling.

31/10/06 21:00

Upprifinn

ég skal kyssa þig úti á götu.

31/10/06 21:00

Dula

Unaðslegt og svo satt. Mjög gott.

31/10/06 21:01

Huxi

Vill hann ekki kyssa þig út á götu? Það er örugglega ekki hann, það hlýtur að vera þú.

31/10/06 21:01

hvurslags

Þetta er skemmtilegt og frumlegt kvæði...vonandi sjáum við meira.

31/10/06 21:01

Barbapabbi

Þetta er vel sönghæft sýnist mér. - skál

31/10/06 21:01

Upprifinn

Þetta er alveg hörkublús

31/10/06 21:01

Nornin

Týpískur karlmaður myndi ég segja.

31/10/06 21:01

Regína

Skemmtilegt kvæði.

31/10/06 21:01

blóðugt

Skemmtilegt og töff.

31/10/06 22:00

Sundlaugur Vatne

Velkomin heim.

31/10/06 22:02

Hakuchi

Stórglæsileg endurkoma. Gaman að sjá þig á ný.

31/10/06 23:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mjög gott. Láttu endilegast sjá þig hér meir.

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,