— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Sálmur - 2/12/06
Ég fer í bað fyrir þig

Nú vantar bara lagið við fjandans textann.

Ég sá þig fyrst um sumardag
sólbjart var og hlýtt
sunnanblærinn lítið lag
lék svo undur þýtt.
Ég óskaði þess þú yrðir mín
æstur spurði um það
þú ansaðir sem upp á grín
EF þú ferð í bað.

Viðlag: II: Ég fer í bað fyrir þig :II
Aðeins fyrir þig
kem ég mér á það stig
en ég fer í bað fyrir þig!

Fyrir þessa frægðarstund
að fyrst þig augum leit
ilmaði ég á við úldinn hund
og arfagamla geit.
Loðinn skreið í lörfunum
lýsnar skriðu á mér
ég skýt mér hjá að skeggræða um
þau skot sem enginn sér.

Viðlag

En nú er löngu liðin tíð
að lögð voru að því drög
að ösli ég í erg og gríð
allskyns sápulög.
Ástin til þín endalaust
sem eldur fer um mig
og vetur sumar vor og haust
ég veð allt fyrir þig!

Viðlag

   (2 af 23)  
2/12/06 01:02

krossgata

Sápulag! [Ljómar upp] Þvílík fórnfýsi.

2/12/06 01:02

Grágrímur

Ekki oft sem ég skelli upp úr þegar ég er einn en það var ekki hægt annað... sumarsmellurinn i ár

2/12/06 01:02

Regína

Þetta er enginn fjandans texti, þetta er snilldarkvæði. Og það vantar lag, því er ég sammála.

2/12/06 01:02

Offari

Ég fer þá bara líka í bað fyrir þig. Flott.

2/12/06 01:02

Vladimir Fuckov

Afbragðs fjelagsrit finnst oss þetta og hvarflar að oss að hjer kunni að vera um að ræða verðugt verkefni fyrir hljómsveitina Kóbalt. Skál !

2/12/06 02:00

Galdrameistarinn

Hvað með köntrípolkastemmingu á léttu nótunum?

2/12/06 02:00

Gaz

[Skellir uppúr.]

2/12/06 02:01

Kiddi Finni

En ef þú ert skitug(ur) á ég þá líka að fara í bað fyrir þig?

2/12/06 02:01

Tigra

Árinn sjálfur. Ég las þetta yfir og það samdist lag í kollinum á mér á svipstundu.
Ég hugsa að ég setji það í nótur fyrir sjálfa mig en ætli þið fáið nokkuð að heyra það.

2/12/06 02:01

B. Ewing

Fæ ég ekki einu sinni að heyra lagið þitt Tigra? [Setur upp sjúklega krúttleg hvolpaaugu]

2/12/06 02:01

Tigra

Sko... mögulega ef ég hitti þig á næstunni og er með textann við hönd.

2/12/06 02:02

Galdrameistarinn

Ég er kominn með lag á þetta.
Skelli á ykkur demo fjlótlega

2/12/06 04:02

Hakuchi

Þetta er glæsilegur texti Víóluskrýmsl. Nú vantar þig bara þinn Elton John.

2/12/06 05:01

Billi bilaði

Þetta er svo gott að ég er að hugsa um að fara í bað í ár. [Skálar]

2/12/06 05:02

Heiðglyrnir

Hressandi og skemmtilegt kæra Víóluskrýmsl, já og velkomin heim....Skál í freyðibaði.

2/12/06 05:02

Hakuchi

Hmm...já. Velkomin til Fróns. Láttu þér vel líka, það er margt annað í boði.

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,