— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Pistlingur - 6/12/04
Ísland farsaelda Frón

Hér í H-landi telst skothelt partítrikk að bjóða Íslendingum í partí. Íslendingar hafa það orð á sér að vera spólgröð partíljón sem finnst ekkert tiltökumál að halda út heila helgi af almennum ólifnaði og maeta svo í munnlegt próf eldsnemma á mánudagsmorgni, saetir og skveraðir.
Margir hollenskir karlmenn eru líka afar hrifnir af meintu frjálslyndi íslenskra kvenna í kynferðismálum - enda finnst þeim sem von er lítið gaman að þurfa sífellt að stíga fyrsta skrefið sjálfir.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Að bjóða Íslendingi í partí tryggir ekki aðeins öruggt fyllerí og kynsvall heldur sér það partíinu fyrir síungu umraeðuefni. Íslendingur í Hollendingapartíi þarf iðulega að útskýra ýmislegt hvað Íslandi og Íslendingum vidkemur og fer það eftir skapferli og almennu siðferði viðkomandi, stemmningu í partíinu og fáfraeði viðstaddra hversu mikill hluti útskýringanna er almenn og raunsae landkynning. Með áralöngum vísindalegum rannsóknum hef ég nefnilega komist að því að það er haegt að segja fólki hvaða vitleysu sem er um Ísland og þó vitleysan sé eins öfgafull og ímyndunarafl viðkomandi sagnaþuls leyfir og jafnvel framreidd á vafasaman og ótrúverðugan hátt skiptir það engu máli. Menn trúa henni eins og heilugum sannleika.

Fróðleiksást fólks á sér engin takmörk og oft faer maður framan í sig furðulegar spurningar sem þó eru settar fram í einskaerri einlaegni. Maður getur ekki verið þekktur fyrir að aesa sig yfir slíku. Verra er lendi maður á vel lesnu fólki sem veit afskaplega mikið um Ísland að eigin sögn. Við slíkar aðstaeður getur skemmtilegt partí leyst upp í heljarinnar fyrirlestur af hálfu Íslendingsins sem mótmaelt er hástöfum af vel lesnu Hollendingunum sem að sjálfsögðu vita betur.

Mér finnst við haefi sem Íslendingur með áralanga reynslu af slíkum hremmingum að setja hér á prent 10 asnalegustu fullyrðingarnar sem ég hef heyrt. Eitt er víst, lítið hefur breyst sídan Jón Hreggviðsson fór til Köben.
Ég hef heyrt fólk stadhaefa af fyllstu alvöru að;

1. Ísland sé hluti af Danmörku
2. íslenskar konur borgi útlendingum fyrir að sofa hjá sér
3. að á Íslandi lykti allir eins og rotin egg vegna hitaveituvatnsins í sturtunum
4. að á Íslandi séu engir malbikaðir vegir og menn ferðist um á hestum
5. að á Íslandi sé hvorki sjónvarp né útvarp
6. að á Íslandi sé blóðhefnd enn við lýði
7. að Íslendingar tali ensku að móðurmáli
8. að á Íslandi þyki sifjaspell ekkert tiltökumál vegna mannfaeðar
9. að eini atvinnuvegur Íslendinga séu fiskveiðar
10. að Ísland sé óbyggjandi land vegna gríðarlegra frosta árið um kring og slaems aðbúnaðar landsmanna.

Daemi nú hver fyrir sig. Er skylda Íslendingsins að leiðrétta ranghugmyndir viðstaddra og eyða í það tíma orku og ergelsi - eða á hann að beita ofangreindri sagnalist og ljúga enn meiru ofan á vitleysuna? Eitt er víst, og það er að ég hef persónulega gefist upp á því að hafa vit fyrir vel lesnum Hollendingum sem hafa ofurtrú á eigin vitneskju. Nú kríta ég liðugt í hverju einasta partíi. Siðferðislega rétt? Mér er alveg sama. Á Íslandi er hvort eð er hvorki réttarkerfi né fangelsi - ekki satt?

   (11 af 23)  
6/12/04 06:01

hundinginn

Ný búinn að hálshöggva frænda minn fyrir að sofa hjá dóttur sinni. Ör þreyttur eftir fiskvinnuna og reyðina heim eftir ónýtum drullu stíg. Fúll yfir því að hafa ekkert við að vera þegar heim er komið en konan kemur sífellt á óvart á sumrin. Alltaf með alla vasa fulla af útlenskum seðlum blessunin. Látum hollensku fíflin bara halda það sem þau vilja!

6/12/04 06:01

Hakuchi

Ljúgðu þá uppfulla. Ekki hika.

6/12/04 06:01

Limbri

Láttu svo ísbjörn éta eins og fjóra eða fimm umrenninga.

-

6/12/04 06:01

Nafni

Gott skrímsl!

6/12/04 06:01

Bismark XI

Já má ég ekki bjóða ykku hvera soðið selspik í snjóhúsinu mínu?

6/12/04 06:01

Bölverkur

Er þetta ekki allt satt um Ísland?

6/12/04 06:01

Nornin

Tveggjahæða snjóhúsin mín vöktu stormandi lukku í Kanalandi. Sérstaklega þegar ég útlistaði fyrir þeim erfiðleikana við að leggja rafmagn í iglúin okkar. [Hlær sig í kör]

6/12/04 06:01

Ittu

Já má ég ekki bjóða ykku hvera soðið selspik í snjóhúsinu mínu?

DREKKA MINNA!

6/12/04 06:02

Tigra

Einhvertíman laug ég að einhverjum eitthvað um snjóhús með lyftum í [Glottir]

6/12/04 06:02

Ittu

Hótel hornös var það er það ekki?

6/12/04 06:02

Sæmi Fróði

Ekki gleyma að minnast á mörgæsirnar!

6/12/04 06:02

Hexia de Trix

Já mörgæsirnar. Við værum nú klæðalaus ef við gætum ekki búið okkur til spjarir úr mörgæsaskinni. Og auðvitað eru lyftur í snjóhúsunum okkar - hvar ættum við annars að búa á sumrin þegar snjóhúsin bráðna?

6/12/04 07:00

Ívar Sívertsen

Fyrir sautján árum kom ég heim eftir ársbúsetu í Hollandi. Ég fékk allar þessar spurningar og gott betur. Þegar ég nefndi við einhvern hóp að á Íslandi væru einn stór jökull, sá stærsti í Evrópu og síðan nokkrir minni þá varð fólkið eitt stórt spurningamerki þar til einhver spurði hvort það væri nokkuð pláss fyrir alla þessa jökla. Fólkið varð enn stærra spurningamerki þegar ég tjáði því að Holland kæmis þrisvar sinnum inn í Ísland. Og ekki minnkaði spurningamerkið þegar ég sagði þeim að við værum (á þeim tíma) 250.000 manns. Þeir nefnilega sáu fyrir sér 45 milljóna manna þjóð. Þeim fannst það einhvern vegin tóm fásinna að hægt væri að keyra frá einum þéttbýliskjarna, aka í þrjá klukkutíma til þess að komast í þann næsta. Eitt sem vinur minn komst að þegar hann bjó í Hollandi ári síðar var að til að ganga fram af þeim (og reyndar Þjóðverjum líka) þá er besta ráðið að fara að tala um íslenska hestinn. Þeir spyrja síðan hvað manni finnist um íslenska hestinn og á maður þá að svara að bragði að hann sé góður með kartöflum og sósu og enn betri sem bjúgu með kartöflum og uppstúfi. Þeir æpa og góla og hneykslast ógurlega á því að við skulum éta þá.

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,