— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Sinn er siður í landi hverju

Hollendingar hafa lítið eitt annan sið á jólahaldi en vér Íslendingar. Hér reka menn upp stór augu sé þeim sagt frá íslenskum jólasiðum og sögnum. Finnst mönnum fáránlegt að tengja skrímsli á borð við Grýlu og syni hennar - að ekki sé minnst á félagslega heftan jólaköttinn - við sykursaet jólin. Hollendingar halda hins vegar mikið upp á sinn eigin jólasvein, eða Sinterklaas, sem frá og með 14. nóvember ár hvert heldur Hollandi í heljargreipum ásamt litlu svörtu vikapiltunum sínum. Sinterklaas á aettir að rekja til Spánar. Hvaðan liltu svörtu vikapiltarnir koma veit ég ekki enda aldrei fengið beinskeytt svar við þeirri spurningu.
Sinterklaas og Svörtu Pétrarnir (Zwarte Pieten) fara víða seinni hluta nóvember og í byrjun desember. Varla er sú verslunarmiðstöð er ekki hefur slíkan hóp á sínum snaerum. Allt miðast að undirbúningi aðaldagsins - 5.desember.
5.desember er mikill gjafadagur og barnahátíð af bestu sort. Daginn þann safnast kjarnafjölskyldurnar saman og gefa gjafir innbyrðis. Gjöfunum er pakkað inn á hugvitsamlegan máta og kemur gifs, lím, pappamassi og annad föndurdót og óþrifnaður þar oft við sögu. Gefandinn þarf auk þess að semja ljóðkorn um þann sem gjöfina á ad fá. Hollensk bragfraeði er fátaekleg með afbrigðum og eru því ljóðin oftast óttalegt hnoð. Nóg er að þau rími nokkurn veginn. Innihaldið getur þó verið skemmtilegt með afbrigðum enda er þar illkvittni og þórðargleði sjaldnast langt undan.
Á meðan þessari miklu gjafahátíð stendur borða menn fígúrur úr möndludegi og bíða eftir því að Sinterklaas sjálfur heiðri heimilið með heimsókn sinni. þeir sem ei hafa efni á að borga fyrir slíka heimsókn geta ávallt leigt sérstaka búninga í svipuðu skyni. Auglýsingar þess efnis er að finna hvern sunnudag í baejarblaðinu - við hliðina á hóruhúsaauglýsingunum.
Aðfangadagur er á hinn bóginn ekki haldinn heilagur hér í Hollandi. Menn vinna fullan vinnudag, setjast til borðs á gallabuxunum og fara svo á barinn. Sinterklaas kemur þar hvergi naerri.
Sem góður og samvinnufús útlendingur maeti ég í öll þau Sinterklaashóf sem ég er boðin í þetta árið. Vér viðurkennum þó fyrir Bagglýtingum að eitt stykki asósíal jólaköttur með hundaaeðisfroðu um kjaftinn myndi sannarlega lífga upp á selskapinn.

   (17 af 23)  
2/11/03 02:01

Júlía

Alltaf er gaman að lesa þína pistla. Þeir eru fróðlegir, skemmtilegir og ákaflega vel skrifaðir.

2/11/03 02:01

Órækja

Hvílík goðgá. Barferð á sjálfan aðfangadag? Ekki munu þó Klosslendingar vera einir um þann sið, Límarnir gera þetta víst líka.

2/11/03 02:01

Órækja

Hvílík goðgá. Barferð á sjálfan aðfangadag? Ekki munu þó Klosslendingar vera einir um þann sið, Límarnir gera þetta víst líka.

2/11/03 02:01

Órækja

Ands... takkaæði er þetta í manni!

2/11/03 02:01

Finngálkn

Sammála Júlíu! - Það liggur við að mann langi að leggja frá sér pennann - uh í þessu tilfelli lyklaborðið.

2/11/03 02:01

Heiðglyrnir

Yndislega vel skrifað (snökt) svona vel langar mig til að geta skrifað (snökt) koma tímar koma ráð.

2/11/03 02:01

Nafni

Þessir litlu svörtu negrasveinar eru bara þrælar.

2/11/03 02:02

Jóakim Aðalönd

Vel skrifaður pistill og áhugaverður. Hafðu þökk fyrir víólskrímsl.

2/11/03 03:01

Skabbi skrumari

víólskrímsl, þú hefur opnað augu okkar fyrir öðrum menningarheim... salút

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,