— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 4/12/04
Napóleón Dínamít

Hlegið að lúserum.

Ég skrapp á Napóleón Dínamít nýlega en hún er sýnd á kvikmyndahátíð þessa dagana. Myndin hafði getið sér gott orð vestanhafs og varð nokkuð vinsæl þrátt fyrir að vera hræódýr í framleiðslu og njóta nær engrar aðstoðar hinna illu markaðsafla í Hollywood.

Myndin er skemmtileg gamanmynd um ofuraumingja sem kallar sig Napóleón Dínamít. Hann býr á sorglegu heimili með ömmu sinni og 32 ára bróður sem leitar að ástinni á spjallrásum internetsins. Inn í blönduna bætast aumkunarverðir en elskulegir karakterar úr ýmsum áttum.

Hér er á ferðinni svokölluð framhaldsskólamynd en sú undirgrein kvikmynda er orðin einhver sú leiðinlegasta og staðnaðasta í öllum heiminum. Formúlan í þessum myndum er ótrúlega fastmótuð og steríótýpurnar nær allar eins. Þú færð alltaf þína ljóshærðu, fallegu og vinsælu stúlku sem er með ‘jockeyinum’ og gengið í kringum þau eru vonda fólkið ef svo má segja. Svo hefur þú lúserana.

Þessi mynd gerir engar byltingar í formi, alls ekki. Steríótýpurnar og formúlan er til staðar nema hvað það eru gerðar litlar breytingar hér og þar sem allar eru ánægjulegar.

Aðalatriðið er að myndin er fyndin á sinn lágstemmda hátt, fín leið til að eyða tímanum. Ekkert dýpra en það. Mæli með henni.

   (26 af 60)  
4/12/04 19:02

Ittu

Já vinur. Og fortíðin er tínd og tröllum gefin því miður. Kanski er þetta ádeila!

4/12/04 19:02

Hakuchi

Má vera. Ég missti í það minnsta af þeim hluta myndarinnar.

4/12/04 19:02

Ittu

Veit ekki svo gjörla. Hef ekki litið ræmuna glyrnum. En hljómar áhugavert fyrir fífl eins og (mig)...

4/12/04 19:02

Hakuchi

Jájá, þú gætir eflaust skemmt þér yfir þessari mynd. Þú ert ekkert fífl. Þú ert sérvitur.

4/12/04 19:02

Ittu

Víst er ég fífl!

4/12/04 19:02

Hakuchi

Jæja. Fyrst þú vilt.

4/12/04 19:02

hundinginn

Harðfiskur og rúgbrauð henntar vel sem snarl með þessari!

4/12/04 19:02

Litla Laufblaðið

Mig langar samt svolítið að sjá þessa mynd

4/12/04 19:02

Hakuchi

Samt? Áttu við þrátt fyrir þennan jákvæða kvikmyndadóm?

4/12/04 19:02

Litla Laufblaðið

Mér fannst hann nú ekkert allt of jákvæður

4/12/04 19:02

Hakuchi

Þrjár stjörnur af fimm er nú fjandi jákvætt. Þetta er ekkert meistaraverk en góð skemmtun öngvu að síður. Ég mæli með henni. Kannski ég setji það í dóminn til að taka af allan vafa.

4/12/04 20:00

Steinríkur

Ég hafði nú ekkert voðalega gaman af því að horfa á borderline þroskahefta rugludalla á hálfum hraða.

Hún hafði góða kafla en ekki nóg til að ég myndi mæla með henni.

4/12/04 20:00

Limbri

Ekki myndi ég mæla með myndinni. Myndi það hafa í för með sér að misyndismenn myndu fara á myndina og mynda sér mis-yndislegar skoðanir á mér.

-

4/12/04 20:01

Vímus

Mig langar í bíó þegar ég les þetta. Þó ekki vegna þess sem Limbri skrifaði. Ég fer bara alltof sjaldan í bíó.

4/12/04 20:01

Bangsímon

Mér fannst Napoleon Dynamite mjög góð og fersk mynd sem ég hló mikið af. Persónurnar höfðuðu mikið til mín, enda upplifði maður svipaða hluti sem unglingur, þar sem maður var oft að reyna að skilja heiminn út frá reglum hlutverkaspila og var oft ekki alveg með viðurkennda félagslega hegðun á hreinu.

En hinsvegar held ég að ekki allir hafi gaman af þessu. Það eru bara ekki allir sem þola þennan nördaskap í aðalpersónunni.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.