— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 4/12/04
Ný von!

Um hnignun slagsmála og nýja von á því sviði.

Ég fór loksins að ráðum Frella og horfði á myndina Ong Bak. Það voru ekki vonbrigði. Vægast sagt. Ég fylltist nýrri von. Myndin er fantagóð óld skúl kúng-fú mynd (reyndar er múa tæ notað).

Ég var löngu búinn að gefa upp vonina um að gamla góða kúngfúið myndi hljóta endurnýjun lífdaga með nýrri kynslóð. Ég var búinn að sætta mig við að kynslóð Jackie Chan, Sammo Hung, Yuen Biao, Yuen Woo Ping, Lam Ching Ying, Lau kar Yan ofl. hafi verið einstök og hefðir þeirra og snilld myndi hverfa eftir því sem þeir yrðu of gamlir til að slást á stórkostlegan hátt.

Slagsmálamyndir þessarar gömlu kynslóðar byggðu á sterkum rótum kínverskrar óperu en allir þessir kappar voru aldir upp í tveimur óperuskólum á Hong Kong svæðinu frá því þeir voru smábörn. Líf þessara gutta var ótrúlega erfitt, endalausar og hálf fasískar æfingar í öllum mögulegum bardagaíþróttum, fimleikum og kóreógrafíum. Þessi meðferð á krökkunum yrði aldrei leyfð í dag. En upp úr þessari skólum spratt upp hópur frábærra hæfileikamanna sem breyttu kvikmyndaiðnaði Hong Kong. Þeir, þó sérstaklega Sammó, komu fram með nýjan og hraðvirkari stíl sem gerði gömlu sígildu Shawbræðramyndirnar stirðbusalegar í samanburðinum.

Það flotta við slagsmálamyndir þessarar kynslóðar var sú staðreynd að þessir menn vissu hvað þeir voru að gera. Þeir kunnu að berjast og flestir gerðu sín áhættuatriði sjálfir enda byrjuðu þeir flestir sem áhættuleikarar. Slagsmálaatriðin voru því tekin lengur (meiri hreyfingar per töku) og myndavélin notuð til að sýna hæfni viðkomandi leikara. Guttarnir notuðu jafnan lítið af víraleikfimi, nema ef um fantasíumynd væri að ræða. Fyrir vikið sér maður þá ótrúlegu list sem þessir menn geta gefið af sér, þessa list hreyfingarinnar. Þetta er eins og listilega vel gerður ballett. Nema hvað hann er skemmtilegur.

Nú til dags er staðan verri. Hong Kong hefur brugðist. Við hafa tekið nýjar stjörnur sem allar eru snoppufríðar en kunna ekki kobbaskít í slagsmálum. Afleiðingin er sú að slagsmál eru komin niður á sama lága og lélega plan og í Hollywood. Hæfileikalausir leikarar (þ.e. hæfileikalausir í slagsmálum) þurfa áhættuleikara til að gera allt það erfiðasta. Myndavélin þarf að fela hæfileikaleysi þeirra og eru því slagsmál í myndum svo ótrúlega hraðklippt að það er hálf hlægilegt en umfram allt drepleiðinlegt.

Þegar Hollywood uppgvötaði kúngfú seint á 10. áratugnum hrökk það skiljanlega í þetta sama slæma ástand og Hong Kong var þegar komið í. Í Hollywood eru engir hæfir slagsmálasnillingar (nema Snípurinn) og því endalaust notast við víra og snöggklippingar, svo mikið að maður hefur fengið ógeð á þessu. Hollywood væri nær að taka upp gamaldags kábojslagsmál, það var gott í því.

En nú fyllist ég von. Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr kappi sem skilur gamla góða kúng fúið. Hann er góður og hann vill sýna það. Hann hefur hreðjar og hann vill sýna þær (ekki bókstaflega kannske). Í kvikmyndinni Ong Bak kemur fram nýr arftaki Bruce Lee/Jackie Chan. Hann er tælenskur og heitir Tony Jaa. Pilturinn dýrkaði þessa hefð og æfði sig frá barnsaldri í bardagalistum og það sést. Hann vann sem áhættuleikari framan af og það sést. Maðurinn er fantafimur og lipur, ögn þyngri á sér en Chan, en hann á eftir að læra. Það besta er að þessi maður er ungur, fæddur 76 og á því nóg eftir. Myndin er í raun bara sýning á hæfileikum þessa manns og þeir eru umtalsverðir, hann hefur eitthvað af fimi Chans, fótalipurð Biaos og intensítífteti Lees.

Hann hefur öll múvin á hreinu. Nú þarf hann bara að móta sér karakter sem hann getur notast við. Slíkt tekur yfirleitt nokkrar myndir, fyrir generískar aksjónhetjur. Ég vona að hann komi niður á einhverja góða týpu en lendi ekki andlausu limbói hins einskisnýta eins og menn á borð við Donnie Yen.

Í það minnsta. Ný von. Von um betri tíð með betri slagsmálum.

   (27 af 60)  
4/12/04 03:01

Heiðglyrnir

Ekki man Riddarinn til þess að hafa lesið skemmtilegri og sérhæfðari úttekt á þessum málum fram til þessa. Enda er sá sem notar "(Kung fu) tíu fingra stílinn" á takkana engin annar en fyrirhugaður sýningarstjóri í Hugsjónarbíóinu®.
Nú verður maður að fara í gula jogginggallann og spyrja að einhverju gáfulegu. Hvað með Jet li vin okkar var, hann og er, blindgata. Gaman væri að fá frá sýningarstjóranum lista, yfir þær myndir í þessum flokki sem hann telur þess virði að setja á lista.

4/12/04 03:01

Hakuchi

Ekki slæm hugmynd. Ég pæli í því að troða saman lista.

Jet Li er svolítið sér á báti. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur en er ekki í þessari fögru hefð Chans og co. Hann hefur verið allt of mikið í víraleikfimi (þó þar sem hún á best heima; í fantasíunni) og hann hefur lítið gert af viti í Hollywood. Þó bind ég nokkrar vonir við nýjustu mynd hans sem var að koma í bíó, en það er evrópska hasarmyndin Danny the Dog. Framleidd af Luc Besson en hann er sá eini sem hefur haft skilning á kúngfúi Lis en þeir gerðu saman hans skástu vestrænu mynd Kiss of the Dragon.

4/12/04 03:01

Heiðglyrnir

Er ekki alveg örugglega rétt munað hjá Riddaranum, að einhverjar eldri myndir með Jet-Li, þ.e. fyrir Hollywood hafi verið gerðar. Luc Besson er náttúrulega bara snillingur. Danny the Dog verður maður að sjá.

4/12/04 03:01

Vladimir Fuckov

Það hefur í nokkurn tíma staðið til hjá oss að kynna oss lítillega svona myndir. Nú vitum vjer að líkindum hvar vjer munum byrja á því.

4/12/04 03:01

Hakuchi

Auðvitað eru til myndir með Jet Li fyrir tíma Hollywood. Hann var stórstjarna í Asíu áður en hann fór til Kanalands. Jet gerði margar frábærar myndir í Hong Kong. Ég mæli með Fist of Legend (endurgerð Fist of Fury Bruce Lee og mun betri í gæðum), Once upon a time in China 1-3, Fong Sai Yuk (The Legend á leigum en varist almennu útgáfuna, hún er með ömurlegu döbbi), Twin Warriors (með hinni stórkostlegu Michelle Yeoh).

4/12/04 03:01

Nafni

Já karate myndir eru meiriháttar t.d. hefur Karate kid alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

4/12/04 03:01

Hakuchi

Hmm...kannski er kominn tími til að endurnýja kynnin af þeirri mynd, sem maður var svo hrifin af í æsku.

Kannski ekki.

4/12/04 03:02

Vamban

Hvar nálgast maður þessa mynd?

4/12/04 04:00

Hakuchi

Hjá Larrý í Laugarásvídeó auðvitað.

4/12/04 04:00

Heiðglyrnir

Hvaða hvaða, það vantaði eitt stykki [vel] í spurningu mína hér að ofan um hann Jet-Li. Átti að vera "Einhverjar eldri myndir með Jet-Li,þ.e. fyrir Hollywood hafi verið vel gerðar". [afsakið.]

4/12/04 04:00

Hakuchi

Jú jú. Skítnóg af dúndurgóðum myndum frá Hong Kong tímabili hans.

4/12/04 04:01

Finngálkn

Talandi um Danny the dog! - Djöfull er hún sérstök, Þotu Lee er óhugnalega góður. Það hefði samt mátt splæsa fleiri tökum á sum atriðin - svolítið áberandi lofthögg sumstaðar. En Hakuchi: Þar sem að þú virðist vel að þér í þessum efnum, hvað með leikarann sem lék á móti Jacky Chan í "Gorgeus" - hefur hann ekkert spreitt sig í fleiri lemjumyndum? Það er einn sá allra sneggsti djöfull sem ég hef séð í slíkri mynd. Og með hrikalega öruggan stíl!

4/12/04 04:01

Hakuchi

Ég hef ekki hætt á að horfa á Gorgeous. Ég skoðaði hins vegar imdb.com. Og miðað við lýsingar þínar á þessum manni kemur það heim og saman við Ken Lo.

Ken kallinn er dúndrandi góður, hefur aldrei risið í stjörnustatus en hefur verið traustur vondur kall. Hann var eitt sinn lífvörður Jackie Chan og hefur verið viðloðandi hans áhættukallateymi.

Skærasta stund Kens var í meistaraverkinu Drunken Master 2, á móti sjálfum Chan. Þar er Jackie upp á sitt besta og Ken í dúndrandi stuði. Myndin var gefin út í almennri dreifingu hér á landi undir nafninu The Legend of the Drunken Master (leiðinlegt döbb þó, reyndu frekar að fá betri útgáfu, tékkaðu á laugarásvídeó). Þessi mynd er sjáflstætt framhald af Drunken Master, sem gerði Jackie að stórstjörnu á 8. áratugnum. Myndin var hins vegar gerð árið 1994. Snilldarmynd.

4/12/04 04:02

Steinríkur

En sagði Frelli virkilega eitthvað af viti?

4/12/04 05:01

Skabbi skrumari

Það þekkir enginn betur Kung Fu en Hakuchi... hvað með Old Boy hvernig fannst þér hún? Er Kung Fu í henni?

4/12/04 05:01

Vladimir Fuckov

Vjer horfðum á Ong-bak í gærkvöldi og skemmtum oss konunglega (eða rjettara sagt forsetalega), mjög fín tilbreyting frá myndaflóðinu frá Hollywood. Mjög flott bardagaatriði o.þ.h., þó sagt með þeim fyrirvara að vjer teljumst seint til sjerfræðinga í svona myndum.

4/12/04 05:01

Hakuchi

Ég get vottað að þau voru á háum gæðastandard Vladimír minn.

Old Boy Skabbi? Ekki mikið kúng fú í henni en það er hins vegar án nokkurs vafa magnaðasta mynd sem ég sá á síðasta ári. Leigðu hana án hiks. Þú verður ekki samur á eftir.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.