— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/04
Elvis og ég

Ánægjulegur konungafundur í Bláa Lóninu.

Eins og Baggalútur nefnir á forsíðu sinni er Elvis staddur í Bláa lóninu í dag. Í http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=61&n=457 [tengill] fyrra [/tengill] fór ég eftir að hafa lesið upplýsingar Baggalúts og hitti kappann. Það var góð stund.

Ég hlakkaði mikið til að hitta hann aftur í dag. Óróleiki fyrstu funda við Kónginn var horfinn og fannst mér ég vera hitta gamlan kunningja.

Elvis brást ekki vonum, var í góðu skapi í blíðviðrinu og reitti af sér brandara. Við ræddum heimsmálin, vafasama ráðningu Paul Wolfowitz í Alþjóðabankann, olíuskák stórveldanna í kákasus og 'stan'ríkjunum og fáránleika Atkins megrunarkúrsins.

Ég skoraði á Elvis að taka lagið áður en ég færi. Hann skoraðist ekki undan því, greip slitinn kassagítarinn sem hann notaði á Sun-árunum og tók magnaða útgáfu af Forever Young eftir Dylan, og glotti stríðnislega til Bobs sem lá þarna rétt hjá að reyna að ná smá lit á hörundið. Frábær náungi, hann Elvis. Sé hann aftur að ári. Ekki spurning.

Hér er mynd af mér og Elvis áður en við skelltum okkur í lónið.

‹þið afsakið myndgæðin, ljósmyndarinn hefur verið hýddur fyrir vanhæfni í starfi›

   (28 af 60)  
4/12/04 01:01

Golíat

Eins og Lómagnúpur sagði, "það var og".

4/12/04 01:01

Smábaggi

Var þetta þú?

4/12/04 01:01

Skabbi skrumari

Er Dylan ekki dauður?

4/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Er Bláa lónið blátt á mánudögum.

4/12/04 01:01

Hakuchi

Það veit ég ekkert um. Hef ekki farið í bláa lónið á mánudögum í mörg ár. Vlad: Þú veist betur.

4/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Hakuchi san, stendur þú ofan í holu á myndinni 1.92 cm.

4/12/04 01:01

Hakuchi

Cm? Hvaða vitleysa, ég er 1,93m og Elvis er 1,95m.

4/12/04 01:01

Júlía

Það má vart á milli sjá hvor er fegurri, Konungurinn eða Kóngurinn.

4/12/04 01:01

Órækja

Ég var einusinni Elvis.

4/12/04 01:01

Vladimir Fuckov

Hvað í fýllyndum fýlsungum á það að þýða að bæta 'X' við athugasemdir vorar við fjelagsritin án aðvörunar ?? Þetta leiddi til þess að vjer eyddum óvart athugasemd vorri ofar (hún var upphaflega nr. 3) og hljóðaði u.þ.b. svo: 'Er Bláa lónið á Mars ?'

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.