— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/05
Þegar við Stebbi fórum til útlanda í fyrsta sinn

Ef væri kosið til Alþingis á hverju ári, myndi ríkið borga með matnum ofan í okkur eftir sjö ár, strandlengjan væri þakin álverum og hálendið samfellt stöðuvatn, breiðir og malbikaðir vegir lægju um það sem uppúr stæði af landinu og inn í hvert einasta krummaskuð, Sundabraut væri komin og þrjár aðrar slíkar út úr borginni eða inn í hana, kvóti væri nægur í hverju sjávarplássi og skattar væru engir.

Það hefði sína kosti og galla að kjósa árlega.

   (18 af 164)  
31/10/05 11:01

Jóakim Aðalönd

Já. Það segirðu satt. Til hvaða lands fóruð þið Stebbi svo?

31/10/05 11:01

Ísafold

Afskaplega eru þessir friðargæslufíklar slappir. Alltaf svona 14-2 upplifun. Svona fíklar sem fresta því fram yfir hádegi að skrifa inná Baggalút vegna þess að þeir vita að spennan mun breyta seiðandi eftirvæntingu í hreina frygð ef þeir bíða aðeins lengur með að pósta dagsins einustu hugsun.

31/10/05 11:01

Offari

Ef kosið væri á hverju ári færi framsókn á hausinn, mér nokk sama þó hinir flokkarnir hverfi. Nema kannski íhaldið því gengur svo vel að stjórna Framsóknarflokkinum.

31/10/05 12:01

Skabbi skrumari

Það er ósköp merkilegt hvað þessi Ísafold getur rifið kjaft... hún sem hefur alldrei skrifað félagsrit né innlegg...

31/10/05 12:01

Jóakim Aðalönd

Það er í raun ekkert merkilegt, frekar ómerkilegt. Þetta er einhver Gestapói sem þorir ekki að tjá sig undir sínu venjulega sjálfi.

31/10/05 12:01

Úlfamaðurinn

GVÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ ÖÖÖÖÖÖÖÐ. Hlífðu oss við þessari þvælu.

31/10/05 12:01

Haraldur Austmann

Gvöð skrifaði þetta ekki.

31/10/05 12:01

Ugla

"Hlífðu oss við þessari þvælu."!!!!!!!!!!!!!
Kemur úr hörðustu átt Úlfamaður.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504