— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 10/12/05
Stóriðja svona heilt yfir eða hugmyndir þar að lútandi

Nú hafa orðið hér heitar og skemmtilegar umræður um orðinn hlut, Kárahnjúkavirkjun og álver á Eyðarfirði. Þess vegna þykir mér rétt að rifja upp hvaða hugmyndir eru uppi um frekari stóriðjuframkvæmdir á Íslandi.

Álver á Húsavík sem væntanlega kallar á jarðvarmavirkjun nærri Húsavík eða Mývatni, Álver í Helguvík sem líklega þæði orku frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesi eða Hellisheiði, álver í Þorlákshöfn með virkjun á Suðurlandi, stækkun í Straumsvík og stækkun Norðuráls á Grundartanga.

Nú líður að kosningum og það er alls ekki útilokað að eitthvað af þessu beri á góma þá.

Er því ekki gáfulegra að fara að pæla í þessu en gráta hreindýramosann fyrir austan?

   (26 af 164)  
10/12/05 06:01

Offari

Kjósum Framsóknarflokkinn.

10/12/05 06:01

Siggi

Ég er allgjörlega sammála Haraldi ef hann er þá að meina það sem ég held. En framsókn held ég að enginn eigi að kjósa ekki nema þó ef hann óskar sér hægfara dauðdaga með loftslagsbreytingum og svo ofsavetri.

10/12/05 06:01

Hakuchi

Það hlýtur að vera til annar málmur í heiminum. Mig grunar þó að þessar verksmiðjur muni rísa nema kannski Þorlákshafnarálver. Jarðvarmi er ódýrari í uppsetningu en hvimleiðar stíflur og því ekki líklegt að þessi álver hafi eins rosaleg áhrif og það sem nú rís.

Hins vegar er álið leiðinlegt. Innan nokkurra ára verður útflutningur áls orðinn jafn mikill og á fiski. Snilldarplan að hoppa úr einni einhæfni í aðra.

Nei, iðnaðar og viðskiptaráðuneytið þarf að þróa með sér metnað til að skoða eitthvað annað en ál. Það hlýtur að vera að hægt að lokka einhverjar aðrar verksmiðjur hér með ívilnunum sem flytja til Evrópu. Það er ekki markaðsvænt en öll lönd Evrópu stunda slíkar hóreríngar grimmt. E-k samsetningarverksmiðjur væru t.d. vel til fundnar.

10/12/05 06:01

Þarfagreinir

Svaðalega er ég sammála því að asnalegt er að leggja öll egg í álkörfuna. Ég skil þessa vitleysu einfaldlega ekki.

10/12/05 06:01

Siggi

Málið er bara að við erum að skríða fram úr Kyoto bókuninni sem er hið versta mál það er náttúrulega rugl og vitleysa að það þurfi svona mörg álver í 300.000 manna samfélag við megum ekki gleyma því að við erum ekki fleiri og stærri en það.

10/12/05 06:01

Hakuchi

Það er einmitt rétt hjá þér Siggi. Ísland er að nálgast sín kvótauppfyllingarmörk. Með nýja álverinu og auknum afköstum þeirra sem fyrir eru á næstu árum mun sá kvóti fyllast. Þá þarf að fara að borga með þessu. Sem er jú enn vitlausara.

10/12/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Setjum egg í koltrefjakörfu.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504