— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 10/12/05
Heimskt

Í gær kom í ljós hvað þjóðin er heimsk, allt vegna þess að löngu fyrirséð fylling Hálslóns hófst.

Þeir sem eru á móti virkjun við Kárahnjúka töluðu um glæp og ég veit ekki hvað og hvað en þeir sem hafa viljað virkjun við Kárahnjúka kalla andstæðinga fífl og fávita. Meira að segja ganga þeir svo langt að ögra andstæðingum með hrópum um hve landið sem fari undir vatn sé nú snautlegt og ljótt. Þetta hrópa þeir undan pilsfaldi Valgerðar og ég trúi ekki örðu en þeir séu með óráði af tussufnyk.

Andstæðingum í sinni heimsku tekst svo að gera lítið úr Austfirðingum í sínum málflutningi og fá þá nánast alla upp á móti sér.

Þar sem ég er einhversstaðar þarna mitt á milli, vil ég biðja ykkur að hætta þessu andskotans þrasi og spara stóru orðin, helvítis fíflin ykkar.

   (27 af 164)  
10/12/05 05:01

Gvendur Skrítni

Það er auðvitað arfavitlaust að alhæfa - í þessu máli eins og öðrum. Þeir sem alhæfa um Austfirðinga eru jafn slæmir og þeir sem alhæfa um listamenn og þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu.
Þeir sem alhæfa eru algjörir andskotans örvitar.
Nema ég auðvitað

10/12/05 05:01

Síra Skammkell

Fífl geturðu sjálfur verið. Við erum öll fífl. Samfífl. Það hefur enginn rétt fyrir sér. Nema Guð. Og hann er ekki til.

10/12/05 05:01

Offari

Þetta er ekki heimska heldur öfund, Ef þessi virkjun væri byggð fyrir stóriðju á suðvesturhorninu væru mótmælin ekki eins hávær.

10/12/05 05:01

Skabbi skrumari

Ég hef í bígerð kvæði um málið út frá öðrum sjónarhóli... ætli ég verði ekki úthrópaður sem fífl, en hvað um það... Skál...

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Nei nei. Það eru bara stóryrtir hálfvitar sem eru fífl.

10/12/05 05:01

Grútur Loðfjörð

Það þýðir ekki að rífast lengur um þetta mál. Fyrir utan að það á ekki að rífast heldur deila. Notum Kárahnjúkavirkjun svo sem víti til varnaðar. Svo væri gaman ef fólk á landsbyggðinni hætti þessum landshlutaríg.

10/12/05 05:01

Offari

Það er alltí lagi að mótmæla ef það stuðlar og rímar rétt.

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Komm on Grútur Loðfjörð. Aldrei hef ég orðið var við jafn mikla fyrirlitningu í minn garð og frá krúttlega og gáfaða andstöðuliðinu.

10/12/05 05:01

Þarfagreinir

Offari, ég myndi mótmæla þúsund sinnum hærra ef til stæði að setja niður álver nálægt Reykjavík. Nógu slæmt finnst mér að dæla hundrað milljörðum af skattfé í vitleysu af þessu tagi, en þeim mun verra væri ef til stæði að eyða þeim í að reisa reykspúandi skrýmsli í bakgarðinum mínum. Það er þó kostur við þetta allt saman að álverið verður langt frá heimili mínu.

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Það eru tvö álver nærri Reykjavík og tvö önnur á leiðinni. Farðu að mála skilti Þarfi.

10/12/05 05:01

Þarfagreinir

Hvað er eiginlega með þessi álver? Þau fjölga sér hraðar en kanínur. Er ekki hægt að gelda þessi helvíti?

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Mótmæltu vinur, mótmæltu. Semdu ljóð.

10/12/05 05:01

Grútur Loðfjörð

Haraldur minn. Ég er krúttlegur og gáfaður og á móti Kárahnjúkavirkjun og þar að auki að austan. Þar með eru allir á móti mér. Hvers á ég að gjalda?

10/12/05 05:01

Offari

Vitið þið að sá sem mest mótmælir á Reyðarfirði er án efa stærsti mengunnarvaldurinn á Reyðarfirði.

10/12/05 05:01

Skabbi skrumari

...segðu okkur Offari...

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Það er bull Offari.

Grútur - þetta eru bara grimmilega örlög sem þú verður að sætta þig við.

10/12/05 05:01

Þarfagreinir

[Semur ljóð]

Eigi vil ég álver
ei þau fara minn í graut.
Ég mun dansa allsber
eigi ef þau hverf' á braut.

10/12/05 05:01

Skabbi skrumari

Þegar mitt ljóð/kvæði verður tilbúið, þá verða allir búnir að fá leið á umræðunni... djöfull að vera fastur í kveðskap... [fær sér ákavíti]

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Skál!

10/12/05 05:01

Offari

Eini strompurinn sem kemur reykur úr er frá húsi hans, ég ætla ekkert að fullyrða meira enda kannski kominn á hálan ís með svona fullyrðingum en ég veit vel að nágrannarnir eru ekki mikið hrifnir af reykjarmekkinum frá honum.

10/12/05 05:01

Ugla

Þetta er að verða ævintýralega leiðinlegt umræðuefni.

10/12/05 05:01

Galdrameistarinn

Reyðfirðingar eiga eftir að bölva þeim degi þegar þeir samþykktu þetta álver þegar óþefinn og eiturgufur leggur um allan fjörð og fólk þarf að ganga með gasgrímur og súrefniskúta til að ná andanum.

10/12/05 05:01

Golíat

Það er svo gaman að rífast aðeins, ná örlítðið upp þrýsingnum. En Grútur minn, þú ert ágætur greyið. en það eru ekki allir á móti þér, hér ertu meðal skoðanabræðra og vina. Að vísu eru þeir frekar fávísir sumir eins og Þarfi, en hann er ágætur samt.
Haraldur, getur verið að þú hafir gaman að helvítis þrasinu og sért að ýta undir það?

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Og ætlar þú að segja okkur að þessi strompur á einu himili mengi meira en allir bílar sem aka fyrir Bechtel? Eða annar reykur sem frá vinnusvæðinu berst?

Ó nei, Offari, þetta er ekki boðlegt og dæmi um rakalausa fullyrðingu þeirra sem styðja álverið. Þekkingarleysi Þarfa um álver í eigin bakgarði er dæmi um kjánalegan málflutning á móti.

10/12/05 05:01

Haraldur Austmann

Alls ekki Golíat.

10/12/05 05:01

Þarfagreinir

Öm ... hérna ... er einhvers staðar hægt að fá lista yfir þau álver sem til stendur að reisa?

10/12/05 05:01

Skabbi skrumari

Var það ekki Álftanes og Grafarvogur?

10/12/05 05:01

Vestfirðingur

Flöskudagur. Haraldur á(L)felgunni...

10/12/05 05:01

Þarfagreinir

Nú jæja ...

[Gleðst yfir því að hafa enn eina ástæðuna fyrir því að gleðjast yfir því að búa ekki í Grafarvogi]

10/12/05 05:01

Offari

Fyrirgefðu Halli ég var að tala um mengun í þorpinu og leyfði mérað taka svona djúpt til orða því mér finnst þessi háttsemi mansins ekki til fyrirmyndar að gaspra um mengun meðan reykur frá honum leggur yfir allt þorpið.

10/12/05 05:01

B. Ewing

Er þetta stórreykingamaður Offari?

10/12/05 05:01

Skabbi skrumari

Ætli hann sé að reykja silung?

10/12/05 05:01

Gvendur Skrítni

Í nótt mun ég dröslast með kassa af dínamíti inn hliðargöngin og sprengja burt lokurnar. Er einhver sem getur lánað mér þriggja metra langan kveikiþráð?

10/12/05 05:01

Offari

Hann reykjir pípu eins og strompur. og er örugglega frændi hans Halla.

10/12/05 05:01

Hörgull Eystan

Í guðs bænum ekki fara með þessa umræðu niður á sandkassastigið elskurnar mínar. Það skiptir engu máli hvort einhver notar arininn sinn eða ekki. Auk þess eruð þið öll asnar.

10/12/05 05:01

Isak Dinesen

Þú ert nú oft fjári skemmtilegur penni.

10/12/05 05:01

Finngálkn

Ég elska þig Halli!

10/12/05 05:02

Haraldur Austmann

Þarfi - það er rætt um álver í Helguvík, annað við Þorlákshöfn og svo stækkanir í Straumsvík og Grundartanga.

Og svo eitt í Hljómskálagarðinn.

10/12/05 05:02

Hakuchi

Here I am, stuck in the middle with you.

10/12/05 05:02

Úlfamaðurinn

Ekki get ég breytt mér í úlf á Austfjörðum því þar verður enginn Austfirðingur til að borða. Sveijattan, en þó vona ég að kindurnar, hrossin og hugsanlega einhver hreindýr nægi mér. Ég skal lofa að láta heiðagæsirnar í friði nema úlfseðlið nái tökum á mér áður strax og ég nálgast einhverja. Við getum alltaf endurskapað svæðið sem varð eyðilagt því við höfum til þess þekkinguna og vitið.

10/12/05 06:01

krumpa

eru þetta ekki tilgangslausar viððræður úr þessu? Verður samt gaman að sjá í vor hvort allur þessi mótmælandi fjöldi stendur við stóru orðin og kýs eina flokkinn sem var á móti frá upphafi.....

10/12/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Frjálslynda?

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504