— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 10/12/05
Skálkur

Eitt er að geta hnoðaða saman vísu eða sagt upplongar sögur, annað er að vera skáld.

Sönnu skáldi tekst að vekja tilfinningar hjá lesendum, góðar eða vondar, en fyrst og fremst svo sterkar að þær gleymist ekki heldur rifjist upp í hvert sinn sem viðkomadi skáld eða skáldverk er hugleitt eða nefnt.

Afar fáir eru í þessum flokki og áður en Heiðglyrnir klippir undan sér í brynjubuxnaklaufinni og fer að þvæla um glerhús og grjót, ætla ég að segja að þennan flokk fylli ég ekki, hef aldrei þóst fylla hann og mun aldrei gera. Til þess skortir mig hæfileika líkt og flesta hér.

Skáldun er líka lífshættuleg því flest skáld eru dauð.

Fökk jú.

   (32 af 164)  
10/12/05 01:02

Offari

Ertu eitthvað sár við okkur?

10/12/05 01:02

Haraldur Austmann

Særindi eru fyrir kerlingar.

10/12/05 01:02

hlewagastiR

Óskaplega ertu uppstökkur undanfarið, elsku Haraldur. Líður þér illa? Segðu okkur hvað er að angra þig. Vertu nú hugrakkur og gerðu það.

10/12/05 01:02

Offari

Ertu kerling?

10/12/05 01:02

Haraldur Austmann

Já og ég er ástfanginn af þér Offari. Það var bara það hlebbi.

10/12/05 01:02

Haraldur Austmann

En í röngum líkama sko. Þannig að þú getur bæði gefið og þegið Offari ef þú giftist mér.

10/12/05 01:02

Offari

Ertu fjölnota gripur?

10/12/05 01:02

Haraldur Austmann

Kostagripur.

10/12/05 01:02

Offari

Þú verður fyrst að viðurkenna að ég sé skáld áður enn ég svara bónorðinu.

10/12/05 01:02

Nermal

Við vitum öll að þú ert ekki skáld og þig skortir hæfileika, við vildum bara ekki segja það við þig beint.

10/12/05 01:02

Offari

Ert þú ú allt í einu orðinn Halli?

10/12/05 01:02

Haraldur Austmann

Hann er að tala við mig. Þessi greining er alveg rétt hjá honum.

10/12/05 01:02

Vamban

Þetta gerist hjá gömlu gigtveiku fólki þegar verkjalyfin hætta að virka. Það verður viðskotaillt með afbrigðum.

10/12/05 01:02

Ugla

Ó Halli baby
I love you
Just want you to
love me too
Lets just kiss
and be good friends
I will miss
your......fr..*?Ö(/&%..
DJÖFULLINN HVAÐ ÉG VAR NÁLÆGT ÞESSU NÚNA!!!!

10/12/05 01:02

Heiðglyrnir

Hið sanna er að þér hafið ekki hundsvit á hver er skáld og hver ekki herra Haraldur, þér getið í mesta lagi lagt út af yðar eigin smekk í þeim efnum. Eins og allir aðrir.
.
Tilfellið er að þetta með hver er skáld og hver ekki, hver er betra skáld en annað, hefur verið þrætuepli svo lengi sem elstu menn muna...Samanber Skólaljóða-stríðið o.s.fv.
.
Hér er meira að segja oft í umræðunni að herra Laxnes hafi ekki verið skáld. þvílíkt bull og þvílík fyrring að mínu mati....Tilfellið er að sjáfsögðu að hver má dæma fyrir sig og þér fyrir yður....EN EKKI FYRIR AÐRA.
.
Sjálfum finnst mér ótrúlega gaman að þessari tilraunastarf-semi sem er í gangi hérna og tek þátt í henni af heilum hug.
.
Vont væri ef að illa ígrundaðar umsagnir yðar hefðu áhrif á þá gleði og uppgang sem er hér í þeirri þróun.
.
Það að yður líði e-ð illa og viljir koma því á framfæri er skiljanlegt herra Haraldur og sennilega er það rétt hjá yður að úr yður verður lítið meira „skáld eða annað" úr því sem komið er, en í guðanna bænum leyfðu okkur sem byrjuðum á þessi fyrir ári eða svo að spreyta okkur, það er bara aldrei að vita hvað framtíðinn ber í skauti sér fyrir okkur og er ekki allt í góðu meðan einhverjir hafa gaman að þessu.
.
Ég sjáfur eins og herra Haraldur geri ekkert tilkall til þess að vera skáld, en ef að ég ákveð að svo sé. Þá segir mér engin að svo sé ekki og HANANÚ.
.
Hér er ótrúlegt samansafn af hæfileikafólki og flestir eru að leika sér með íslenska tungu á einn eða annan hátt...Hér koma fram hugmyndir sem unnið er úr í bundnu sem óbundnu máli. Oft er hugmyndin góð en ekki unnið úr henni sem skyldi, oft er það öfugt. Á góðum dögum gengur þetta allt upp.
.
Svo eru það stílistarnir. Konungurinn okkar, Krumpa, Júlía, Hlebbi já og þér herra Haraldur o.fl. sem geta reifað nánast hvaða efnistök sem er og komið frá sér þannig að unun er að lesa.
.
Þetta eru allt hæfileikar meðfæddir eða lærðir.
.
Reynið svo að hunskast út úr minni buxnaklauf og renna yðar upp.

Virðingafyllst
fökk ðí tú
Riddarakveðja.

10/12/05 01:02

Haraldur Austmann

Þegðiu Heiðglyrnir og haltu áfram að totta mig.

10/12/05 01:02

Ugla

Viljiði að ég semji annað ljóð..einhver..???

10/12/05 01:02

Offari

Halli ég hætti að vera sár við þig um leið og þú ferð að kalla mig skáld.

10/12/05 01:02

Rósmundur

Mig langar stundum ákaft til að yrkja
um ástina og fögur sumarblóm
en þá verð ég eins og góð og gömul kirkja
sem grætur yfir því að vera tóm.

Þetta er skáldskapur. Er það ekki?

10/12/05 01:02

Bölverkur

Segðu bara í andskotanum hvað hugtakið skáld þýðir. Kom þú með hreina og beina skilgreiningu. Annars ert þú bara bullari.

10/12/05 02:00

hlewagastiR

Hehe, kallinn er búinn að æsa upp allt stóðið hérna og gera alla foxílla. Svona stönt kann maður að meta. Meira! Meira!

10/12/05 02:00

Hakuchi

Bráðskemmtilegur orðaslagur. Nenni þó ekki að pæla í þessu núna. Hallast þó að óathuguðu máli að því sem Halli er að reyna að koma til skila þó röksemdafærslan sé gölluð. Brundyrðingar eru varla skáld, þó stuðlar séu réttir. Æ, úff, jæja.

10/12/05 02:00

Heiðglyrnir

[gefst upp á látunum í Uglunni] OK OK! Ugla þú mátt semja annað ljóð!...Skilaðu svo brynjunni á sinn stað, þegar þú ert búin með Harald.
.
[Notar tækifærið og þakkar Haraldi fyrir vandaða framkomu]

10/12/05 02:00

Skabbi skrumari

Ljóðskáld eru að mínu mati þau skáld sem ná til fólksins, skapa tilfinningar og hugljómun, eitthvað sem fólk lifir sig inn í, sorgir eða væntingar, kvöl eða gleði.
Að mínu mati er Haraldur ljóðskáld.

10/12/05 02:00

Haraldur Austmann

Skáld blæs lífi í textann sem það skrifar. Það geri ég ekki.

10/12/05 02:01

Gvendur Skrítni

(Þetta er ekki samið af mér - þetta er samið af skáldi)
Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.

Krunk, krunk, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólelsk hjörtu í sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi.

Krunk, krunk, krá.
Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja,
fljúga eins og svanirnir og syngja.

Krunk, krunk, krá.
Fegri tóna hann ekki á,
og aldrei mun hann fegri ná.
Í kuflinum svarta hann krunka má,
uns krummahjartað brestur,
krummahjartað kvalið af löngun brestur.

Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.

10/12/05 04:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er til að mynda hörmung hjá þessu ,,skáldi". 10 ára skólakrakki gæti ort betur. Það eru mörg skáld hér á Gestapó og endilega haldið áfram að yrkja.

...og hættið svo þessu skítkasti!

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504