— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaţulur.
Pistlingur - 3/12/04
Ofsóknir á hendur reykingafólki

Af hverju í andskotanum má ég ekki reykja ţar sem mér sýnist, ţegar mér sýnist? Ađ undanförnu hef ég gert nokkrar tilraunir og komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ samfélagiđ er fjandsamlegt okkur sem reykjum.

Ég fór í fermingarmessu um síđustu helgi og ţegar presturinn var ađ útdeila oblátum og messuvíni, kveikti ég mér í sígarettu ţar sem ég sat á nćstfremsta bekk. Ekki leiđ á löngu áđur en međhjálparinn kom og bauđ mér ađ taka sígarettuna eđa fara út ţví reykingar vćru óheimilar í kirkjunni. Ég spurđi háum rómi hvort presturinn mćtti eitthvađ frekar gefa fjórtán ára börnum vín. Eitthvađ virtist ţetta fara í taugarnar á kirkjugestum, ţví fjórir stćđilegir feđur tóku mig á milli sín og hentu mér út.

Í fermingarveislu ţennan sama dag, settist ég hjá nokkrum stútungskellingum og kveikti mér í sígarettu. Hvađ gerđist? Jú, ég var beđinn ađ hćtta ţessu strax ellegar koma mér út. Mótmćli mín voru ađ vettugi virt og mér gert ađ yfirgefa samkvćmiđ en ég fór ekki fyrr en ég hafđi fengiđ endurgreiddan fimmţúsundkallinn sem ég gaf frćnda í fermingargjöf.

Á foreldrafundi í grunnskólanum ţegar ţvćlan um Olveus og einelti hafđi stađiđ í einn og hálfan klukkutíma án sýnilegrar niđurstöđu, setti ég lappirnar upp á borđiđ og kveikti í einni Salem light. Ţađ var eins og ég hefđi dregiđ upp mynd af Ingibjörgu Sólrúnu á fundi hjá Sjálfstćđisflokknum: allt ćtlađi vitlaust ađ verđa og mér vísađ á dyr. Ćtla fyrir vikiđ ađ segja stráknum ađ halda bara áfram ađ lemja freknótta fífliđ hennar Tótu.

Ţví spyr ég: Af hverju í andskotanum má ég ekki reykja ţar sem mér sýnist, ţegar mér sýnist? Er ekki til eitthvađ sem heitir frelsi, jafnvel persónufrelsi? Ţađ er ekki eins og ég sé ađ valda öđrum en mér sjálfum skađa međ ţessu.

   (99 af 164)  
3/12/04 11:01

Ţarfagreinir

Alveg rétt hjá ţér. Sjálfur skil ég engan veginn af hverju fólk er alltaf ađ setja út á ţađ ađ ég gangi međ úldna ţorskhausa bundna saman í hálsmen.

3/12/04 11:01

Smábaggi

,,Ţađ er ekki eins og ég sé ađ valda öđrum en mér sjálfum skađa međ ţessu."

Ég hef svo sem ekki tekiđ afstöđu en, jú, reynar.

3/12/04 11:01

Smábaggi

,,Reyndar" vildi ég segja.

3/12/04 11:01

voff

Ţađ er inntökuađferđin en ekki efnisinnihaldiđ sem fer fyrir brjóstiđ á fólkiđ. Prófađu ađ éta sígaretturnar, blanda ţćr í mjólk og drekka eđa jafnvel ađ taka ţćr inn "via anus" og gáđu hvort ţú verđur ekki látinn í friđi.

3/12/04 11:01

Júlía

Króganum hennar Tótu vćri nćr ađ fara ađ reykja eins og sivilíserađ barn, ţá lenti hann ekki í einelti.
Ég styđ ţig fullkomlega Haraldur minn, ekki varđ ég vör viđ ađ ţađ fćri neitt illa í ţig ţegar ég fékk mér vindil ţarna um áriđ ţegar ég heimsótti ţig á lungnadeildina.

3/12/04 11:01

Golíat

Eins frelsi er annars helsi og ţar af leiđandi er eins helsi annars frelsi...Komdu annars endilega í fermingamessuna hérna eftir rúman hálfan mánuđ og reyktu í kirkjunni, ţađ vantar alltaf eitthvađ til ađ lifga upp á ţćr samkomur...

3/12/04 11:01

Tina St.Sebastian

Halli minn, hefurđu íhugađ ađ skipta um tegund? Ţér yrđi án efa betur tekiđ ef ţú kveiktir ţér í Winston eđa Camel. Svo gćtirđu fariđ út í hinar öfgarnar og svćlt Capri. Enginn abbast upp á karlmann sem reykir Capri á almannafćri...

3/12/04 11:01

Hakuchi

Frábćr pistill. Ţađ liggur viđ ađ mađur fái sér smók eftir ţennan góđa lestur.

3/12/04 11:01

Nornin

Ég skal fara međ ţér og reykja í opinberum byggingum Haraldur. Gćtum viđ byrjađ á ađ fara og reykja á ţingpöllum Alţingis? Hefur oft langađ ađ fíra mér í einni ţar.
Svo getum viđ reykt í stjórnarráđinu eftir ţađ
[ljómar upp viđ tilhugsunina]

3/12/04 11:02

Ívar Sívertsen

Ţađ liggur viđ ađ mađur byrji ađ reykja á gamals aldri viđ ađ lesa ţetta, ţví ţetta er skemmtilegur pistill. En ég er samt enn á móti reykingum á almannafćri.

3/12/04 12:00

Skabbi skrumari

Ţiđ munuđ stikna... ţiđ munuđ brenna... fáiđ ykkur ákavíti... drekkiđ meira... ég er ekkert fyndinn... ćtti ađ fara ađ sofa... en lagiđ er frábćrt... haldiđ áfram ađ reykja...

3/12/04 12:01

Vímus

Ég hef virkilega saknađ ţín og ţađ gleđur mig ađ sjá glitta í ţig gegnum reykjarmökkinn.

Haraldur Austmann:
  • Fćđing hér: 17/11/03 23:10
  • Síđast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504