— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/12/04
Farinn

vestur en ekki af Baggalúti.

Anchorage á þrettánda degi jóla 2004 (Sko, jólin 2004 ná yfir á 2005).

Ágætu Bagglýtingar.

Ég er fluttur úr landi og dvel nú í Anchorage í Alaska þar sem ég rannsaka lífshætti mörgæsa. Ég fékk styrk úr rannsóknarsjóði Greenpeace samtakanna til verkefnisins fyrir skemmstu og mun því dvelja í Alaska næstu tvö ár eða svo.

Ýmisskonar ævintýri hentu mig á leiðinni vestur en skemmtilegast var þó atvikið sem á Litla ljóta andarunganum í Reykjavík. Segi kannski nánar af því síðar en mörgæsirnar bíða og nú ætla ég að arka af stað með „The Greenpeace guide to finding Penguins in Alaska“ og skjóta nokkrar mörgæsir.

Kærar kveðjur að vestan,

Haraldur Austmann
mörgæsafræðingur.

   (105 af 164)  
1/12/04 06:02

Skabbi skrumari

Jah, það er gott að þú ert ekki farinn úr tölvusambandi, bið að heilsa mörgæsunum.. meðan ég man, athugaðu hvort þú sérð einhverja Albatrossa...

1/12/04 06:02

Vladimir Fuckov

Það var nú eiginlega léttir að sjá að 'farinn' skuli eigi þýða brottför hér af Gestapó. Og gangi yður vel við veiðarnar [Íhugar að fara í sólarstrandarferð til Antarktíku (sól allan sólarhringinn þar núna) á bjarndýraveiðar]

1/12/04 06:02

Ívar Sívertsen

Ég er mikið að hugsa um að skella mér á skíði við Keops. Það er víst komin stólalyfta þar og veitingastaður uppi...

1/12/04 06:02

Herbjörn Hafralóns

Ég vona að þér gangi allt í haginn við mörgæsaleitina Haraldur minn, en einhvern veginn segir mér svo hugur að þú sért kominn í geitarhús að leita ullar. Ég hef þó ekki efni á að vera með neinar hrakspár enda aldrei til Alaska komið.

1/12/04 06:02

Sundlaugur Vatne

Mörgæsir í Alaska. Það er fréttaefni.

1/12/04 06:02

Haraldur Austmann

En það stendur hérna í Greenpeace leiðbeiningum...

1/12/04 06:02

Sundlaugur Vatne

Já, þeir eru nú ekki þekktir fyrir annað en að segja satt.

1/12/04 07:00

Skabbi skrumari

hvah, ætli þetta sé eitthvað Grín-peace bæklingur... nei, þú finnur mörgæsir, viss um það...

1/12/04 07:00

Nornin

Já sennilega í dýragörðum eða sædýrasöfnum þeirra Alaskamanna...
Endilega vertu bara heima elskan... þú ert best kominn á klakanum.

1/12/04 07:00

Golíat

Hélt fyrst að hér væri stafsetningarvilla hjá þér Haraldur og þú værir að fara að skoða margæsir. En penguins... Jæja, gangi þér sem best. Vona að þetta þýði ekki endalok Baggalútíudeildarinnar.

1/12/04 07:00

Nafni

Farvel...

1/12/04 07:01

Hakuchi

Skjóttu fyrir mig nokkrar mörgæsir. Mig hefur alltaf langað í mörgæsarpimpfrakka með ísbjarnarhýðiskraga.

1/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

já... og láttu þær hanga í svona þrjá daga og frystu þær. Síðan skulum við elda þær á næstu árshátíð og smakka mörgæsir...

1/12/04 07:01

Omegaone

Ekki gleyma einhirningshorni

1/12/04 07:01

Haraldur Austmann

Tek þau bæði.

1/12/04 07:01

Júlía

Varaðu þig á innfæddum, Haraldur minn, þetta er mest illskeyttir einbúar og glæpónar.

1/12/04 07:01

Steinríkur

Vona að þú hafir tekið með þér góðan sjónauka ef þú ætlar að sjá mörgæsir alla leið frá Alaska.
Og ef þú sérð einhverjar í návígi skaltu skoða þær vel áður en þú skýtur (Það boðar eilífa ógæfu að drepa nunnu í misgripum)...

1/12/04 07:01

Haraldur Austmann

Ég sá helling af mörgæsum með fiðlur áðan. Skrítið.

1/12/04 07:01

Gvendur Skrítni

Menningartröll, mörgæsir.

1/12/04 07:01

Golíat

Er þetta ekki eldrautt fylki, er ekki vissara að vera með eitthvað tákn þess að þú sért "staðfastur". Viltu barmmerkið mitt með merki framsóknarflokksins?

1/12/04 07:01

Haraldur Austmann

Nei vinur minn. Fyrr myndi ég dauður liggja en takk samt.

1/12/04 07:01

Vestfirðingur

Hvur djö... Er ekki Michael Caine bara mættur?

1/12/04 07:01

Vladimir Fuckov

Hver í gullhúðuðum gíröffum er það eiginlega ?

1/12/04 07:01

Vestfirðingur

Nú, gaurinn á myndinni . Annað en þú, sem líkist repúblikana frá Ohio eða Gísla Marteini i þessari múnderingu.

1/12/04 07:01

Vladimir Fuckov

[Flettir upp í lagasafni Baggalútíu til að kanna hvaða refsing (ef einhver) liggi við því að líkja háttsettum persónum í stjórnkerfi Baggalútíu við bandaríska repúblikana]

1/12/04 07:01

Smábaggi

Kallar það ekki bara á flengingu, krossfestingu eða herbergi 101?

1/12/04 07:01

Sundlaugur Vatne

Er það ekki líka refsivert að líkjast háttsettum ammrískum stjórnmálamönnum?

1/12/04 07:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vona að þú hafir það gott fyrir westan (eða austan - er ekki frekar lítill munur á fjarlægð frá Íslandi hvora leiðina sem farið er?).
[ "Anchorage á þrettánda degi jóla 2 0 0 4 ." ] Getur verið að þurfi að athuga þessa dagsetningu? Afsakaðu smásmyglina.

1/12/04 07:02

Haraldur Austmann

Að sjálfssögðu. Þetta sama henti mig þegar ég skrifaði fyrstu ávísunina á þessu ári.

1/12/04 08:01

Heiðglyrnir

Haraldur minn ertu að plata.

1/12/04 09:00

Nornin

Mig langar samt ennþá að vita hvaða skemmtilega atvik þetta var á Litla ljóta andarunganum... það er nú einusinni mitti höfuðvígi.

1/12/04 12:01

litlanorn

nei heyrðu nú norn. það er mitt líka. ekki vænti ég að við sitjum sitt hvoru megin á salnum nánast daglega?

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504