— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 1/11/03
Bjánar

Mér þykir Spaugstofan frámunalega leiðinleg. Þó kemur fyrir að ég heyri eða sé glefsur úr henni þegar mér verður það á að ganga inn í herbergi þar sem fólk situr fyrir framan sjónvarpið alandi þá von í brjósti að nú verði þátturinn kannski fyndinn. Þetta henti mig um daginn og ég heyrði „grínistana“ segja að það væri ekki mikið samband á milli nöldurkirtilsins og minnisstöðvanna í Íslendingum. Oft ratast kjöftugum satt orð á munn, því nú virðist sem þjóðin hafi gleymt samráði olíufélaganna. Hún virðist hafa gleymt því að einhverjir bölvaðir glæpamenn stálu af henni milljörðum án þess að depla auga. Jú jú – vissulega hafa þeir beðist afsökunar en afsökunarbeiðnirnar hafa verið skilyrtar af þeirra hálfu. Slíkt gerir maður ekki – maður biðst afsökunar eða sleppir því.

Af hverju hefur þjóðin gleymt því (og þá látum við kenningu Spaugstofunnar liggja milli hluta) að hún var rænd? Fyrir mér er skýringin einföld; einn maður var gerður að blóraböggli fyrir allt andskotans draslið og þá var skyndiaftökuþörf þjóðarinnar bjargað. Um leið og Þórólfur Árnason tók þá stórmannlegu ákvörðun að segja af sér embætti, sprakk blaðran og þessi þjóð sem hefur einbeitingu á við nýgotið þorskseiði, fór að hugsa um eitthvað annað. Væntanlega jólatilboð stórmarkaða eða handbolta. Vissulega hættu Kristinn Björnsson og hinir þjófarnir í einhverjum nefndum eða stjórnum en enginn þeirra sýndi viðlíka auðmýkt og Þórólfur Árnason.

Íslendingar eru bjánar.

   (119 af 164)  
1/11/03 18:01

Júlía

Mæltu manna heilastur.

1/11/03 18:01

hundinginn

Mjer findist rjettast að hver og einn bíeigandi fengi 100.000 kr. benínkort að gjöf frá fjelögunum saman og að einn mánuð á ári (Mars) væri rúðupiss og tjöruhreinsir frítt á krana allan sólahringinn hjer eftir!

1/11/03 18:01

Hakuchi

Nokkuð til í þessu. Umræðan var fjandi fljót að drepast niður eftir Þórólfsmálið. Þó er það kannski líka af því að ekkert nýtt er að gerast eins og stendur og þar sem fjölmiðlar landsins geta einungis elt það sem matað er ofan í þá (þeir kunna ekki rannsóknarblaðamennsku eða fréttaskýringar), þá hefur fjölmiðlasuðið minnkað og því jafnframt umræðan.

En þessu er ekki lokið. Flestir átta sig á því að mál forstjóranna er orðið eða er að verða að lögreglumáli. Allir vilja þessa menn í tukthúsið eða fá að gjalda einhvern veginn og því mun spinnast á ný upp hressileg umræða og hefðbundin hneykslan þjóðarinanr þegar dómstólar úrskurða þá saklausa eða dæma á þá lítilsháttar örrefsingu. Svo mun það að sjálfsögðu gleymast eftir 2-3 vikur og þjóðin lætur glöð taka sig áfram í rassgatið af þessum fyrirtækjum, rétt eins og alltaf. Merkileg þjóð.

1/11/03 18:01

Vímus

Þessu er ég hjartanlega sammála. Sú mynd sem Spaugstofumenn drógu upp af landanum var í senn fyndin og sorgleg.
Nú sitjum við bara og bíðum eftir næstu nöldursprengju sem vonandi verður það mögnuð að hún endist í 2-3 vikur.
Það er víst lítil hætta á því að menn rísi upp allir sem einn og geri eitthvað róttækt.

1/11/03 18:01

kolfinnur Kvaran

Legg ég til að Íslendingar segji skilið við Olíu og Bensín og skipti alfarið yfir í Kóbalt.

1/11/03 18:02

Jóakim Aðalönd

Eða alkóhól...

1/11/03 18:02

Skabbi skrumari

Ég ætla mér ekki að gleyma og mun ekki gleyma... hér eftir versla ég bara bensín á langódýrasta staðnum og allt annað sem bensínstöðvar selja fær að sitja á hakanum... nema kannske rúðuþurrkur.

1/11/03 18:02

Sverfill Bergmann

Iss, kaupi mínar rúðuþurrkur bara í Bílanaust.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504