— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/03
Lán í óláni

Ég er hvorki fjármálaspekúlant né stærðfræðingur. Það sannaðist þegar ég vann í KRON hérna um árið og gaf alltaf vitlaust til baka enda fékk ég viðurnefnið Halli hellingsafsláttur. Samt fattaði ég í kvöld þegar ég horfði á sjónvarpsfréttirnar, að það er eitthvað brogað við þetta bölvaða þjóðfélag okkar. Aðallega þá hlið þess sem snýr að því sem ég er verst að mér í – fjármálahliðinni.

Það var nefnilega einhver kerling frá Landsbankanum – sennilega var hún titluð yfirmaður greingardeildar – og þessi kerling frá Landsbankanum sagði mér að ef ég myndi endurfjármagna húsið mitt með nýju íbúðaláni á lágum vöxtum, myndi ég lækka greiðslubyrði mína og ráðstöfunartekjur mínar ykjust um sex milljaraða. Eða voru það kannski ráðstöfunartekjur allra heimila í landinu? Skiptir ekki máli í prinsíppinu. Það sem máli skiptir er að heimilin í landinu skulda 180% af ráðstöfunartekjum sínum – það var líka sagt í þessari frétt - og ég held að þýði að þau séu gjaldþrota. Samt eru bankarnir að bjóða okkur ný lán svo við getum eytt meiru.

Skilettekki.

   (124 af 164)  
31/10/03 19:02

Ljón Vitringanna

nokkuð til í þessu!

31/10/03 20:00

Skabbi skrumari

Það liggur við að maður selji allar eigur sínar, reyni að borga upp allar skuldir sínar upp og flytji síðan til Grænlands og lifi á selspiki og hreindýrakjöti...

31/10/03 20:00

Haraldur Austmann

Mig langar nú eiginlega meira til Cocoshnetoseyja og lifa á skjaldbökukjöti og pálmavíni.

31/10/03 20:00

Skabbi skrumari

Já eða það...

31/10/03 20:00

Galdrameistarinn

Eina sem ég skil í þessari umræðu sem tröllríður öllu, hvort heldur á netinu eða á alþingi er að ísland er á hraðsiglingu lóðbeint niður. Hvar sú ferð endar á svo eftir að koma í ljós þegar landið verður endanlega úrskurðað gjaldþrota.

31/10/03 20:00

hundinginn

"þá hlið þess sem snýr að því sem ég er -verst- að mér í "
Kona???...
Það kom einnig fram að þessi kaupmáttaraukning yrði einungis um 13%.
Svo fólk sem skuldar 180% af sínum ráðstöfunartekjum, hefur sennilega eingan kaupmátt, eða 0% Þannig að 13% aukning á 0% er....... ?

31/10/03 20:00

Limbri

Já Skabbi, ég sé að ég er farinn að hafa ómeðvituð áhrif á þig. Ég einmitt losaði mig við megnið af draslinu og kláraði allar skuldir meðan ég gat. Svo var það bara næsta flug til Denmark, sem er líklega bara fyrsta stopp til framandi landa.

-

31/10/03 20:00

Vamban

Hva? Láta bara skella sér í skuldafangelsi. Ekkert að því að fá frítt fæði og húsnæði, internetaðgang og eitthvað að gera og sitja af sér skuldir á meðan.

31/10/03 20:01

Nafni

Byltingin er á næsta leyti.

31/10/03 20:01

Hakuchi

Þjóðin skuldar mikið, enda er hún á neyslufylleríi. Hins vegar verður að hafa eitt í huga sem gæti útskýrt þetta að nokkrum hluta. Vor þjóð er ung. Mig minnir að hún sé um þrítugt að miðgildi. Hvað þýðir það. Það er voða mikið af ungu fólki í landinu? Á ungt fólk pening? Nei, það á ekki krónu af því það hefur ekki haft tíma til að safna auði. Hins vegar stendur ungt fólk ávallt í miklum fjárfestingum, ber þar algera þúsundfalda yfirburði fasteignakaup. Það er eðlilegt að ungt fólk sé skuldugt upp fyrir haus, amk. upp að einhverju marki. Það er einfaldlega að taka lán til að tja dreifa lífsgæðunum á lífsleið sinni. Til dæmis með því að eignast íbúð. Þar sem mikið er af fólki í þessari aðstöðu hér á landi, mun meir en í löndum Evrópu (þar búa gamalmenni) þá má réttilega búast við því að þjóðin sé fjandi skuldug á þessum tímapunkti. Eftir því sem þjóðin eldist, þá mun skuldahalinn minnka, þrátt fyrir einhverjar persónulegar einkasögur um fólk á miðjum aldri í skítnum, á heildina litið borgar flest fólk niður skuldir sínar á hátekjutímabili í lífi þeirra, þ.e. seint á fertugs, fimmtugs- og sextugsaldri. Undir lokin er það yfirleitt komið í vægan plús sem börnin reyna að ræna af því.

Þannig að þetta er kannski ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera. Þó slappt sé.

31/10/03 20:01

krumpa

Jamm - þetta er allt rétt - miðgildi þjóðarinnar er 33 ár - en nú er fólk að hætta að eiga börn svo að það fer að hækka - og börn, þó að þau séu þjóðhagslega hagkvæm eru ansi dýrt fyrirtæki fyrir foreldrana. Slæmt samt, amk fyrir mig og Vamban að það er búið að leggja niður það stórsnjalla fyrirbæri skuldafangelsi...Held samt að aðalvandinn sé sá að fólk kann ekki lengur að neita sér um neitt - fá ung pör sem byrja á að kaupa litlar holur og nota gömul húsgögn frá mönmu - nei, það þarf alltaf allt að vera fínast og flottast....(mæli t.a.m. með Innlit-útlit til að styðja þessa staðhæfingu, þar er mikið af fólki um fermingu að sérflytja inn ítalskan náttúrustein til að setja á klósettið hjá sér og geymsluna - þetta er ekki normal...)

31/10/03 20:01

Blástakkur

Ég hef oft sagt að það ætti að skjóta þá sem standa að Innlit-Útlit.

31/10/03 20:01

Hakuchi

Sammála síðasta ræðumanni.

31/10/03 20:01

Limbri

Er það ekki bara náttúruval að vissir heimskingar gera sjálfa sig gjaldþrota með ítölsku móbergi? Æji hvað veit ég um þjóðhagfræði? Ekki svosem neitt. Allavegana myndi ég ekki þora að segja Hakuchi frá því, hann stútar viðskiptafræðingum.

-

31/10/03 20:01

Coca Cola

hmmm, það er kannski spurning um að redda boðskorti á árshátíð KB banka handa Hakuchi.

31/10/03 20:01

Leibbi Djass

Ef þú verður einhverntímann fjármálaráðherra Halli minn að þá ver-ður þú pottþétt kallaður FjárlagaHalli.

31/10/03 21:00

Sverfill Bergmann

Hehehe, góður Leibbi...

31/10/03 21:01

B. Ewing

Áttu lán félagi??

31/10/03 21:01

Leibbi Djass

Góður, betri, bærilegur skal ég þér segja.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504