— GESTAPÓ —
Bismark XI
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/07
Æ.M.F.

Bara smá nöldur í mér.

Nú hef ég eins og allir lands menn verið að fylgjast með umræðuni sem fram hefur farið um efnahagin í landinu þá hefur
það stungið í augun og kvalið eyrun að það fólk sem hefur sig í frami virðist ekki geta komið fram og talað íslensku.
Þetta annars líklega ágæta fólk í flestum tilfellum tjáir sig óþægilega mikið á útlensku A.G.S. (alþjóðlegi gjaldeyris sjóðurinn)
er hvað eftir annaður kallaður Æ.M.F.
Hversvegna getur þetta fólk ekki mælt á okkar fjölhæfu tungu? Það er nú ekki svo erfit að snara flestum orðum í sambandi við alþjóðleg viðskipti á okkar gegnsæja mál. Með því að nota öll þessi erlendu orð er létt að fela það að fólkið viti ekki hvað er að
tala um og einnig að fela hvað það er í raun að segja.
Ekki það að ég sé með eithvað á móti því að að maður sletti svona í daglegu máli. En texti og talað mál sem kemur í fjölmiðlum
til útskíringar á málstað eða málefni er ekki rétti vetvagurinn til þess að vera með slettur og alment lélegt málfar, slíkt á að
sjálfsögðu ekki að vera í talmáli heldur en rauninn er önnur.
Ég vil óska þess að fólk taki tilit til þessa þegar það kemur fram í fjölmiðlum.
Takk fyrir.

   (7 af 25)  
1/11/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Menn sem nöldra yfir málfari, ættu ekki að skrifa orð eins og ,,lands menn", ,,umræðuni", ,,efnahagin", ,,...hefur sig í frami", ,,gjaldeyris sjóðurinn", ,,hvað eftir annaður", ,,Hversvegna", ,,erfit", ,,eithvað", ,,útskíringar", ,,vetvagurinn", ,,alment" og ,,tilit".

Þrettán villur í ekki lengri pistli er nóg til að einhver skrifi rit um lélegt málfar og stafsetningu í honum...

1/11/07 03:00

Bismark XI

Já en ég eins og flestir geri undantekningu með með sjálfan mig.
Ég las þetta yfir aftur og get ekki séð slæmt málfar þó að ég hafi skreitt textan með nokkurm stafsetningar villum.

1/11/07 03:00

Tigra

Það er að sjálfsögðu munur á því Jóakim minn að vera lélegur í stafsetningu, og að sletta á útlensku.
Þegar Bismark talar heyrast engar stafsetningavillur - en það sem hann er að benda á er fólk sem er að tjá sig í sjónvarpi með lélegu málfari.
Hann er örugglega ekkert að gagnrýna stafsetningavillurnar hjá þessu fólki þegar það skrifar.

1/11/07 03:00

Ívar Sívertsen

Í alþjóðlegu tilliti er ágætt að nota IMF. Þá áttum við okkur á því hvað útlensku falsmiðlarnir eru að segja. Mér finnst gott að vita að lán IMF er ekki frá Internet Movie Fatabase.

1/11/07 03:00

krossgata

Ævinlega mæla fram?

1/11/07 03:01

Skabbi skrumari

Æskan Mun Fara?

1/11/07 03:01

hlewagastiR

Mig grunar Bismark okkar hafi hér firrt texta sinn viljandi í samræmi við innhaldið.

Annars er þetta dásamlegur æfingatexti fyrir kennslu í prófarkalestri. Þegar búið er að lagfæra hinar fjölmörgu ritvillur gæti nemandinn haldið að verkefnin sé lokið en þá er verkið vart hálfnað!

Þá taka við stílvillurnar sem fyrst og fremst felast í óhóflegri notkun á merkingarlausum hölum, hækjum og hóruungum.

Hér vantar bara nokkur „í sjálfu sér“, „fyrir sitt leyti“, „að mínu mati“, „fyrir margra hluta sakir“ - og þá er hér kominn nýr Stebbi Fr.

NOKKUR DÆMI:
--------------------
verið að fylgjast með --> fylgst með

umræðunni sem fram hefur farið um efnahaginn í landinu --> efnahagsumræðunni

hefur sig í frammi .... komið fram --> [óþarfa tvítekning]

fela það að fólkið viti ekki hvað er að
tala um --> fela vankunnáttu sína

ekki rétti vettvangurinn til þess að vera með slettur og alment lélegt málfar --> ekki rétti vetvangurinn fyrir slettur og lélegt málfar (almennt er hér stílhækja)

YFIRLESINN TEXTI:
-----------------------
Nú hef ég, eins og landsmenn allir, fylgst með efnahagsumræðunni. Það kvalið bæði augu og eyru að fólk sem hefur sig í frammi virðist ekki geta talað íslensku.

Þetta annars ágæta fólk tjáir sig óþægilega mikið á útlensku. A.G.S. (Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn) er hvað eftir annað kallaður Æ.M.F.

Hvers vegna getur þetta fólk ekki mælt á íslenska tungu, svo fjölhæf sem hún er? Það er nú ekki svo erfitt að snara flestum orðum um alþjóðleg viðskipti á okkar gegnsæja mál. Með því að nota öll þessi erlendu orð er létt að fela vankunnáttu sína og breiða yfir raunverulegt innihald orðanna.

Nú er ég ekkert á móti því að að maður sletti í daglegu máli en útskýringar í fjölmiðlum á málstað eða málefni er ekki rétti vetvangurinn fyrir slettur og lélegt málfar. Slíkt á að
sjálfsögðu ekki að heyrast í talmáli heldur en raunin er önnur.

Ég bið fólk að taka tillit til þessa þegar það kemur fram í fjölmiðlum.

Takk fyrir.

1/11/07 03:01

Regína

Ég er alveg sammála.

1/11/07 03:01

hlewagastiR

Í yfirlesna textanum hér að ofan átti að sjálfsögðu að standa „Það hefur kvalið“.

1/11/07 03:02

Finngálkn

Oh Hlébrestur mjér laungar svo að settja í þik!

1/11/07 03:02

hlewagastiR

Jæja Gálkn. Komdu þá, ógeðið þitt. Kysstu mig.

1/11/07 03:02

Jóakim Aðalönd

Ég hljóp bara eldsnöggt yfir textann og benti á beinar stafsetningarvillur, án þess að rýna betur í málfar. Hlebbi vinur minn er auðvitað bezt til þess fallinn, enda einn mesti og bezti málfræðingur Gestapó og þó víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar bent á hversu lítt ígrundaður textinn er og þannig stutt mitt sjónarmið. Ég þarf ekki að óttast að ungdómurinn hafi rétt fyrir sér þegar hann andmælir mér varðandi slæman texta, svo mikið er vízt.

1/11/07 04:00

Finngálkn

Sé þig á morgun Hlebbi darling - þinn rass er minn! - Veit öndin af þessu???
Annars góðir punktar og jafnvel kommur hjá Hlébresti og Aðalhönd hans!!!

1/11/07 04:01

Jóakim Aðalönd

Samband okkar Hlégests er, eins og margoft hefur komið fram, einungis platónskt vináttusamband tveggja fluggáfaðra einstaklinga. Samkynhneigð kemur því hreint ekkert við.

Bismark XI:
  • Fæðing hér: 9/8/03 18:35
  • Síðast á ferli: 3/9/10 19:53
  • Innlegg: 265
Eðli:
Bismark XI er einn mesti sagfræðingu landsinns og frægur fyrir sína gangslausu vitneskju sem að hann öðlaðist frægð fyrir á öndverðir 2o öldinni. Einnig þekktur sem mikil friðar sinni og hefur sannað sig sem ofbeldis fullan talsmann friðar á jörðu.
Fræðasvið:
Sagnfræði og Alheinssanleikurinn.
Æviágrip:
Um þrigga ára aldur fór Bismark í fóstur til móður foreldra sinna og fékk þar sín fyrstu kynna af sagnfræði. Ekki leið á löngu þar til kolbíturinn hann Bismark var farinn að geta vitnað í bæði útvarp og Íslendinga sögurnar svo ekki varð um vilst að hér væri á ferðinni sannur heldrimaður. Við fimm ára aldurinn var Bismark sendur í skóla til þess að koma honum til manns. Þótti hann ávalt bera af öðrum nemendum sökum vistsmuna og líkamlegs atgerfis. Kom síðar í ljós að hann hafði svindlað í öllum prófum og verkefnum sem fyrir hann höfðu verið lögð í gegnum árin. Vegna ótta um hneiksli þá ákváðu Íslensk skólayfirvöld að þagga málið og koma honum fyrir í skrifstofu vinnu í kjallara háskólans. Þar rakst hann á skriffinsku djöfullinn og drap hann. Eftir verknaðinn tók hann yfir starfi hans og vinnur nú í því að gera líf fólks ömurlegt með gríðarlegri pappírs vinnu.